Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 17:08 Karl Héðinn formaður ungra Sósíalista hlaut kjör í framkvæmdastjórn flokksins. Davíð Þór Jónsson er meðal þeirra sem saka hann um smölun og liggur hann nú undir feldi og íhugar hvort hann ætli að segja sig úr flokknum. Ívar Fannar/Vilhelm Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. Miklar deilur hafa staðið yfir undanfarna mánuði í Sósíalistaflokknum, þar sem hópur fólks hefur beitt sér í miklum mæli gegn Gunnari Smára Egilssyni, fyrrverandi formanni framkvæmdastjórnar flokksins. Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, hefur sakað Gunnar Smára um ofríki og andlegt ofbeldi. Aðalfundur flokksins var haldinn í dag og var þar kosið í allar helstu stjórnir og stöður flokksins. Mikillar óeiningar gætir eftir niðurstöður kosningarinnar meðal flokksmeðlima en Karl Héðinn og hans fylgisveinar hafa verið sakaðir um smölun, að hafa skipað stórum hópi fundargesta fyrir um það hvernig þeir ættu að kjósa. Niðurstöður kosninganna hafa ekki verið gerðar opinberar en fyrir liggur að Gunnar Smári Egilsson hlaut ekki kjör í framkvæmdastjórn flokksins. Sanna Magdalena var kjörinn pólitískur leiðtogi flokksins en fylking hennar, sem var hliðholl Gunnari Smára, hlaut ekki brautargengi. „Veit ekki hvernig þetta fólk ætlar að reka þennan flokk“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur er meðal þeirra sem lýst hafa yfir óánægju með aðalfundinn. Hann var sjálfur í fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum í nóvember síðastliðnum. „Það sem kom fyrir var að ákveðnir einstaklingar höfðu gert tossalista yfir það hvernig ætti að kjósa. Allar kosningar fóru upp á punkt og prik eftir þessum tossalista og það var náttúrulega til höfuðs ákveðnum einstaklingi skulum við segja,“ segir Davíð. Er það Gunnar Smári? „Já það er Gunnar Smári. Hann náði ekki kjöri, og einstaklingar sem höfðu starfað of náið með honum náðu ekki kjöri, þrátt fyrir að það séu einstaklingar sem flokkurinn á líf sitt að launa. Þau guldu þess að vera ekki í ónáð hjá Gunnari Smára,“ segir hann. „Ég veit ekki hvernig þetta fólk ætlar að fara reka þennan flokk eftir að hafa hafnað einstaklingum sem hann stendur í svona mikilli þakkarskuld við.“ Hann segir að Sanna Magdalena hafi hlotið brautargengi, enda sé hún óumdeild og vinsæl þrátt fyrir að hún styðji Gunnar Smára. „Það verða eftirmálar af þessum skrípaleik sem ungliðahreyfingin bauð upp á undir yfirskrift lýðræðis. En það mun koma í ljós hver þau verða,“ segir hann. Davíð segir að einhverjir hafi þegar sagt sig úr flokknum, en hann sjálfur liggi undir feldi. Hann þurfi að hugsa sinn gang, hvort hann treysti sér til að starfa áfram í flokki þar sem vinnubrögðin eru með þessum hætti. Fólk hafi ekki kosið með hjartanu María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp er ein þeirra sem hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar aðalfundarins. Hún var í framboði fyrir flokkinn árið 2021 þegar hún var í þriðja sæti á framboðslistanum í Reykjavík norður, en hún starfar í dag á Samstöðinni. Hún segir að vinnubrögðin á fundinum hafi verið fyrir neðan allar hellur. „Fólk var ekki að kjósa með hjartanu, með sósíalismanum, heldur til að ná einhverjum völdum. Ég hef þar af leiðandi sagt mig úr flokknum, og það er eins og það er.“ María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp hefur sagt sig úr flokknum.Vísir/Vilhelm „Það eru margir rosalega reiðir og margir gengu út af fundinum, og það er allt vitlaust þarna inni.“ María starfar á Samstöðinni, fjölmiðli sem rekinn er með fjárframlögum frá Sósíalistaflokknum, og hún segir engar breytingar í farvatninu þar. „Ég meina Samstöðin er sinn eigin miðill og hefur lítið með Sósíalistaflokkinn að gera annað en að þiggja mjög fínan og góðan styrk frá honum ... ég verð þar eins lengi og Samstöðin lifir,“ segir hún. Fleiri sem hafa sagt sig úr flokknum eru meðal annars Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, sem birtir færslu í Rauða þræðinum, spjallþræði flokksins á Facebook. „Eftir uppákomu dagsins, og bæði óvandaða og ólýðræðislega framvindu flokksbrots áskorenda, sér í lagi í aðdraganda aðalfundar hef ég sagt mig úr Sósíalistaflokknum.“ „Ég hef ekki áhuga á að starfa innan þeirrar allsherjarstjórnar og menningar sem varð ofan á við kosningar á aðalfundi.“ Miklar umræður um fundinn standa yfir í spjallþræði flokksins á Facebook, Rauða þræðinum. Ekki hefur náðst í Gunnar Smára eða Karl Héðinn við vinnslu fréttarinnar. Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt sig úr Sósíalistaflokki Íslands. Hún bauð sig fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum og var nýverið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem er nátengt Sósíalistaflokknum. 23. apríl 2025 16:06 Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir framkvæmdastjórn flokksins ræða af fullri alvöru um „pólitískar hreinsanir“ á gagnrýnendum formanns hans, Gunnars Smára Egilssonar. Halda á þing Sósíalistaflokksins í næsta mánuði. 7. apríl 2025 10:46 Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Miklar deilur hafa staðið yfir undanfarna mánuði í Sósíalistaflokknum, þar sem hópur fólks hefur beitt sér í miklum mæli gegn Gunnari Smára Egilssyni, fyrrverandi formanni framkvæmdastjórnar flokksins. Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, hefur sakað Gunnar Smára um ofríki og andlegt ofbeldi. Aðalfundur flokksins var haldinn í dag og var þar kosið í allar helstu stjórnir og stöður flokksins. Mikillar óeiningar gætir eftir niðurstöður kosningarinnar meðal flokksmeðlima en Karl Héðinn og hans fylgisveinar hafa verið sakaðir um smölun, að hafa skipað stórum hópi fundargesta fyrir um það hvernig þeir ættu að kjósa. Niðurstöður kosninganna hafa ekki verið gerðar opinberar en fyrir liggur að Gunnar Smári Egilsson hlaut ekki kjör í framkvæmdastjórn flokksins. Sanna Magdalena var kjörinn pólitískur leiðtogi flokksins en fylking hennar, sem var hliðholl Gunnari Smára, hlaut ekki brautargengi. „Veit ekki hvernig þetta fólk ætlar að reka þennan flokk“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur er meðal þeirra sem lýst hafa yfir óánægju með aðalfundinn. Hann var sjálfur í fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum í nóvember síðastliðnum. „Það sem kom fyrir var að ákveðnir einstaklingar höfðu gert tossalista yfir það hvernig ætti að kjósa. Allar kosningar fóru upp á punkt og prik eftir þessum tossalista og það var náttúrulega til höfuðs ákveðnum einstaklingi skulum við segja,“ segir Davíð. Er það Gunnar Smári? „Já það er Gunnar Smári. Hann náði ekki kjöri, og einstaklingar sem höfðu starfað of náið með honum náðu ekki kjöri, þrátt fyrir að það séu einstaklingar sem flokkurinn á líf sitt að launa. Þau guldu þess að vera ekki í ónáð hjá Gunnari Smára,“ segir hann. „Ég veit ekki hvernig þetta fólk ætlar að fara reka þennan flokk eftir að hafa hafnað einstaklingum sem hann stendur í svona mikilli þakkarskuld við.“ Hann segir að Sanna Magdalena hafi hlotið brautargengi, enda sé hún óumdeild og vinsæl þrátt fyrir að hún styðji Gunnar Smára. „Það verða eftirmálar af þessum skrípaleik sem ungliðahreyfingin bauð upp á undir yfirskrift lýðræðis. En það mun koma í ljós hver þau verða,“ segir hann. Davíð segir að einhverjir hafi þegar sagt sig úr flokknum, en hann sjálfur liggi undir feldi. Hann þurfi að hugsa sinn gang, hvort hann treysti sér til að starfa áfram í flokki þar sem vinnubrögðin eru með þessum hætti. Fólk hafi ekki kosið með hjartanu María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp er ein þeirra sem hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar aðalfundarins. Hún var í framboði fyrir flokkinn árið 2021 þegar hún var í þriðja sæti á framboðslistanum í Reykjavík norður, en hún starfar í dag á Samstöðinni. Hún segir að vinnubrögðin á fundinum hafi verið fyrir neðan allar hellur. „Fólk var ekki að kjósa með hjartanu, með sósíalismanum, heldur til að ná einhverjum völdum. Ég hef þar af leiðandi sagt mig úr flokknum, og það er eins og það er.“ María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp hefur sagt sig úr flokknum.Vísir/Vilhelm „Það eru margir rosalega reiðir og margir gengu út af fundinum, og það er allt vitlaust þarna inni.“ María starfar á Samstöðinni, fjölmiðli sem rekinn er með fjárframlögum frá Sósíalistaflokknum, og hún segir engar breytingar í farvatninu þar. „Ég meina Samstöðin er sinn eigin miðill og hefur lítið með Sósíalistaflokkinn að gera annað en að þiggja mjög fínan og góðan styrk frá honum ... ég verð þar eins lengi og Samstöðin lifir,“ segir hún. Fleiri sem hafa sagt sig úr flokknum eru meðal annars Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, sem birtir færslu í Rauða þræðinum, spjallþræði flokksins á Facebook. „Eftir uppákomu dagsins, og bæði óvandaða og ólýðræðislega framvindu flokksbrots áskorenda, sér í lagi í aðdraganda aðalfundar hef ég sagt mig úr Sósíalistaflokknum.“ „Ég hef ekki áhuga á að starfa innan þeirrar allsherjarstjórnar og menningar sem varð ofan á við kosningar á aðalfundi.“ Miklar umræður um fundinn standa yfir í spjallþræði flokksins á Facebook, Rauða þræðinum. Ekki hefur náðst í Gunnar Smára eða Karl Héðinn við vinnslu fréttarinnar.
Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt sig úr Sósíalistaflokki Íslands. Hún bauð sig fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum og var nýverið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem er nátengt Sósíalistaflokknum. 23. apríl 2025 16:06 Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir framkvæmdastjórn flokksins ræða af fullri alvöru um „pólitískar hreinsanir“ á gagnrýnendum formanns hans, Gunnars Smára Egilssonar. Halda á þing Sósíalistaflokksins í næsta mánuði. 7. apríl 2025 10:46 Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt sig úr Sósíalistaflokki Íslands. Hún bauð sig fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum og var nýverið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem er nátengt Sósíalistaflokknum. 23. apríl 2025 16:06
Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir framkvæmdastjórn flokksins ræða af fullri alvöru um „pólitískar hreinsanir“ á gagnrýnendum formanns hans, Gunnars Smára Egilssonar. Halda á þing Sósíalistaflokksins í næsta mánuði. 7. apríl 2025 10:46
Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16