Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2025 13:02 Scott McTominay smellir kossi á ítalska meistarabikarinn. getty/SSC NAPOLI Nemanja Matic botnaði lítið í þeirri ákvörðun Manchester United að selja sinn gamla samherja, Scott McTominay, til Napoli í fyrra. Serbinn reyndist sannspár. Þegar United seldi McTominay til Napoli á síðasta ári tísti Matic: „Mín skoðun er að Manchester United gerði mistök með því að selja Scott McTominay. Í dag er erfitt að fylla skarð svoleiðis leikmanna. [Antonio] Conte er klár maður.“ My opinion is that #manutd made a mistake by selling Scott McTominay , today it is difficult to replace a player like him.Conte is smart man 👍— Nemanja Matic (@NemanjaMatic) August 31, 2024 McTominay skoraði fyrra mark Napoli í 2-0 sigri á Cagliari í gær. Með sigrinum tryggði Napoli sér ítalska meistaratitilinn í annað sinn á þremur árum og fjórða sinn alls. McTominay skoraði tólf mörk í ítölsku úrvalsdeildinni og var valinn verðmætasti leikmaður hennar. „Mér er orða vant. Þetta er ótrúlegt, fórnirnar sem allir leikmennirnir í hópnum hafa fært fyrir málstaðinn. Fólkið á þetta skilið því það hefur stutt við bakið á okkur frá fyrsta degi og það er draumur fyrir mig að koma hingað og upplifa þetta,“ sagði McTominay eftir leikinn í gær. Á meðan McTominay hefur gengið allt í haginn í Napoli og er orðin sannkölluð hetja í augum borgarbúa gengur ekkert hjá gamla liðinu hans. United tapaði fyrir Tottenham, 1-0, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn og er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Napoli greiddi United aðeins 25,7 milljónir punda fyrir McTominay sem hafði leikið allan sinn feril með Manchester-liðinu, alls 255 leiki. McTominay skoraði tíu mörk fyrir United á síðasta tímabili en þá varð liðið bikarmeistari. Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira
Þegar United seldi McTominay til Napoli á síðasta ári tísti Matic: „Mín skoðun er að Manchester United gerði mistök með því að selja Scott McTominay. Í dag er erfitt að fylla skarð svoleiðis leikmanna. [Antonio] Conte er klár maður.“ My opinion is that #manutd made a mistake by selling Scott McTominay , today it is difficult to replace a player like him.Conte is smart man 👍— Nemanja Matic (@NemanjaMatic) August 31, 2024 McTominay skoraði fyrra mark Napoli í 2-0 sigri á Cagliari í gær. Með sigrinum tryggði Napoli sér ítalska meistaratitilinn í annað sinn á þremur árum og fjórða sinn alls. McTominay skoraði tólf mörk í ítölsku úrvalsdeildinni og var valinn verðmætasti leikmaður hennar. „Mér er orða vant. Þetta er ótrúlegt, fórnirnar sem allir leikmennirnir í hópnum hafa fært fyrir málstaðinn. Fólkið á þetta skilið því það hefur stutt við bakið á okkur frá fyrsta degi og það er draumur fyrir mig að koma hingað og upplifa þetta,“ sagði McTominay eftir leikinn í gær. Á meðan McTominay hefur gengið allt í haginn í Napoli og er orðin sannkölluð hetja í augum borgarbúa gengur ekkert hjá gamla liðinu hans. United tapaði fyrir Tottenham, 1-0, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn og er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Napoli greiddi United aðeins 25,7 milljónir punda fyrir McTominay sem hafði leikið allan sinn feril með Manchester-liðinu, alls 255 leiki. McTominay skoraði tíu mörk fyrir United á síðasta tímabili en þá varð liðið bikarmeistari.
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira