„Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. maí 2025 21:44 Ágúst Jóhannsson er þjálfari Vals. vísir / anton brink Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var nokkuð hógvær í leikslok þrátt fyrir öruggan sjö marka sigur Vals gegn Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur framan af og Haukar hefðu alveg eins getað verið aðeins meira yfir í hálfleik,“ sagði Ágúst í leikslok. „Við bara komum mjög sterkt inn úr hálfleiknum. Mjög orkumiklar og kraftmiklar og mér fannst sóknarleikurinn frábær. Mér fannst við vera með góðar lausnir á móti þeim, bæði á móti 5:1 og 6:0 vörninni þeirra. Mér fannst við bara gera þetta vel. Ég var ánægður með stelpurnar. Sama með varnarleikinn, hann var þéttari í seinni hálfleik og við vorum aðeins kraftmeiri. Þetta var held ég bara sanngjarn sigur.“ Hann segir einnig að það hafi verið mikilvægt fyrir Valsliðið að mæta af þessum krafti inn í seinni hálfleikinn, enda hefði getað verið einfalt að falla ofan í einhverja gryfju verandi undir eftir fyrri hálfleikinn. „Þetta er ekkert einfalt. Haukarnir eru bara með klassalið. Þær eru vel skipulagðar og þetta er erfitt. Mér fannst við bara gera hlutina aðeins betur í seinni hálfleik. Allar sendingar og tímasetningar og mætingar á boltann. Við gerðum þetta miklu betur og fengum meiri gæði í allt. Bæði varnar- og sóknarlega.“ „Þegar við náum þessum gæðum þá fannst mér þetta bara vera nokkuð sannfærandi.“ Þá vildi Ágúst ekki eyða of mörgum orðum í að hrósa Hafdísi Renötudóttur fyrir frábæra frammistöðu sína, heldur einblíndi hann frekar á liðið í heild. „Hafdís er auðvitað frábær markmaður, en það má ekki gleyma því að við erum að spila frábæra vörn. Vörnin er gríðarlega sterk þegar við erum í þessum gír. Auðvitað er Hafdís góð, en við reynum að setja andstæðingana í stöður sem eru ekkert alltaf frábærar þegar þær fara í slúttin sín.“ „Auðvitað er Hafdís frábær leikmaður eins og allt liðið. Við erum með gríðarlega sterka liðsheild og það er svona það sem við reynum að gera mest út á.“ Að lokum fór Ágúst yfir það hvað Valsliðið þarf að gera til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við þurfum auðvitað bara að halda haus og halda lágum prófíl. Það þýðir ekkert að fara á eitthvað flug. Við erum búin að vera oft í þessu og nú þarf bara að hvíla sig á morgun, æfa á sunnudag og mæta tilbúin og einbeitt til leiks á mánudaginn. Þetta getur farið í allar áttir og við verðum bara að halda fókus á okkur og reyna að mæta vel undirbúin til leiks,“ sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
„Þetta var bara hörkuleikur framan af og Haukar hefðu alveg eins getað verið aðeins meira yfir í hálfleik,“ sagði Ágúst í leikslok. „Við bara komum mjög sterkt inn úr hálfleiknum. Mjög orkumiklar og kraftmiklar og mér fannst sóknarleikurinn frábær. Mér fannst við vera með góðar lausnir á móti þeim, bæði á móti 5:1 og 6:0 vörninni þeirra. Mér fannst við bara gera þetta vel. Ég var ánægður með stelpurnar. Sama með varnarleikinn, hann var þéttari í seinni hálfleik og við vorum aðeins kraftmeiri. Þetta var held ég bara sanngjarn sigur.“ Hann segir einnig að það hafi verið mikilvægt fyrir Valsliðið að mæta af þessum krafti inn í seinni hálfleikinn, enda hefði getað verið einfalt að falla ofan í einhverja gryfju verandi undir eftir fyrri hálfleikinn. „Þetta er ekkert einfalt. Haukarnir eru bara með klassalið. Þær eru vel skipulagðar og þetta er erfitt. Mér fannst við bara gera hlutina aðeins betur í seinni hálfleik. Allar sendingar og tímasetningar og mætingar á boltann. Við gerðum þetta miklu betur og fengum meiri gæði í allt. Bæði varnar- og sóknarlega.“ „Þegar við náum þessum gæðum þá fannst mér þetta bara vera nokkuð sannfærandi.“ Þá vildi Ágúst ekki eyða of mörgum orðum í að hrósa Hafdísi Renötudóttur fyrir frábæra frammistöðu sína, heldur einblíndi hann frekar á liðið í heild. „Hafdís er auðvitað frábær markmaður, en það má ekki gleyma því að við erum að spila frábæra vörn. Vörnin er gríðarlega sterk þegar við erum í þessum gír. Auðvitað er Hafdís góð, en við reynum að setja andstæðingana í stöður sem eru ekkert alltaf frábærar þegar þær fara í slúttin sín.“ „Auðvitað er Hafdís frábær leikmaður eins og allt liðið. Við erum með gríðarlega sterka liðsheild og það er svona það sem við reynum að gera mest út á.“ Að lokum fór Ágúst yfir það hvað Valsliðið þarf að gera til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við þurfum auðvitað bara að halda haus og halda lágum prófíl. Það þýðir ekkert að fara á eitthvað flug. Við erum búin að vera oft í þessu og nú þarf bara að hvíla sig á morgun, æfa á sunnudag og mæta tilbúin og einbeitt til leiks á mánudaginn. Þetta getur farið í allar áttir og við verðum bara að halda fókus á okkur og reyna að mæta vel undirbúin til leiks,“ sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira