„Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. maí 2025 21:44 Ágúst Jóhannsson er þjálfari Vals. vísir / anton brink Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var nokkuð hógvær í leikslok þrátt fyrir öruggan sjö marka sigur Vals gegn Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur framan af og Haukar hefðu alveg eins getað verið aðeins meira yfir í hálfleik,“ sagði Ágúst í leikslok. „Við bara komum mjög sterkt inn úr hálfleiknum. Mjög orkumiklar og kraftmiklar og mér fannst sóknarleikurinn frábær. Mér fannst við vera með góðar lausnir á móti þeim, bæði á móti 5:1 og 6:0 vörninni þeirra. Mér fannst við bara gera þetta vel. Ég var ánægður með stelpurnar. Sama með varnarleikinn, hann var þéttari í seinni hálfleik og við vorum aðeins kraftmeiri. Þetta var held ég bara sanngjarn sigur.“ Hann segir einnig að það hafi verið mikilvægt fyrir Valsliðið að mæta af þessum krafti inn í seinni hálfleikinn, enda hefði getað verið einfalt að falla ofan í einhverja gryfju verandi undir eftir fyrri hálfleikinn. „Þetta er ekkert einfalt. Haukarnir eru bara með klassalið. Þær eru vel skipulagðar og þetta er erfitt. Mér fannst við bara gera hlutina aðeins betur í seinni hálfleik. Allar sendingar og tímasetningar og mætingar á boltann. Við gerðum þetta miklu betur og fengum meiri gæði í allt. Bæði varnar- og sóknarlega.“ „Þegar við náum þessum gæðum þá fannst mér þetta bara vera nokkuð sannfærandi.“ Þá vildi Ágúst ekki eyða of mörgum orðum í að hrósa Hafdísi Renötudóttur fyrir frábæra frammistöðu sína, heldur einblíndi hann frekar á liðið í heild. „Hafdís er auðvitað frábær markmaður, en það má ekki gleyma því að við erum að spila frábæra vörn. Vörnin er gríðarlega sterk þegar við erum í þessum gír. Auðvitað er Hafdís góð, en við reynum að setja andstæðingana í stöður sem eru ekkert alltaf frábærar þegar þær fara í slúttin sín.“ „Auðvitað er Hafdís frábær leikmaður eins og allt liðið. Við erum með gríðarlega sterka liðsheild og það er svona það sem við reynum að gera mest út á.“ Að lokum fór Ágúst yfir það hvað Valsliðið þarf að gera til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við þurfum auðvitað bara að halda haus og halda lágum prófíl. Það þýðir ekkert að fara á eitthvað flug. Við erum búin að vera oft í þessu og nú þarf bara að hvíla sig á morgun, æfa á sunnudag og mæta tilbúin og einbeitt til leiks á mánudaginn. Þetta getur farið í allar áttir og við verðum bara að halda fókus á okkur og reyna að mæta vel undirbúin til leiks,“ sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira
„Þetta var bara hörkuleikur framan af og Haukar hefðu alveg eins getað verið aðeins meira yfir í hálfleik,“ sagði Ágúst í leikslok. „Við bara komum mjög sterkt inn úr hálfleiknum. Mjög orkumiklar og kraftmiklar og mér fannst sóknarleikurinn frábær. Mér fannst við vera með góðar lausnir á móti þeim, bæði á móti 5:1 og 6:0 vörninni þeirra. Mér fannst við bara gera þetta vel. Ég var ánægður með stelpurnar. Sama með varnarleikinn, hann var þéttari í seinni hálfleik og við vorum aðeins kraftmeiri. Þetta var held ég bara sanngjarn sigur.“ Hann segir einnig að það hafi verið mikilvægt fyrir Valsliðið að mæta af þessum krafti inn í seinni hálfleikinn, enda hefði getað verið einfalt að falla ofan í einhverja gryfju verandi undir eftir fyrri hálfleikinn. „Þetta er ekkert einfalt. Haukarnir eru bara með klassalið. Þær eru vel skipulagðar og þetta er erfitt. Mér fannst við bara gera hlutina aðeins betur í seinni hálfleik. Allar sendingar og tímasetningar og mætingar á boltann. Við gerðum þetta miklu betur og fengum meiri gæði í allt. Bæði varnar- og sóknarlega.“ „Þegar við náum þessum gæðum þá fannst mér þetta bara vera nokkuð sannfærandi.“ Þá vildi Ágúst ekki eyða of mörgum orðum í að hrósa Hafdísi Renötudóttur fyrir frábæra frammistöðu sína, heldur einblíndi hann frekar á liðið í heild. „Hafdís er auðvitað frábær markmaður, en það má ekki gleyma því að við erum að spila frábæra vörn. Vörnin er gríðarlega sterk þegar við erum í þessum gír. Auðvitað er Hafdís góð, en við reynum að setja andstæðingana í stöður sem eru ekkert alltaf frábærar þegar þær fara í slúttin sín.“ „Auðvitað er Hafdís frábær leikmaður eins og allt liðið. Við erum með gríðarlega sterka liðsheild og það er svona það sem við reynum að gera mest út á.“ Að lokum fór Ágúst yfir það hvað Valsliðið þarf að gera til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við þurfum auðvitað bara að halda haus og halda lágum prófíl. Það þýðir ekkert að fara á eitthvað flug. Við erum búin að vera oft í þessu og nú þarf bara að hvíla sig á morgun, æfa á sunnudag og mæta tilbúin og einbeitt til leiks á mánudaginn. Þetta getur farið í allar áttir og við verðum bara að halda fókus á okkur og reyna að mæta vel undirbúin til leiks,“ sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira