Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2025 16:08 Stefán Ingi Sigurðarson lék með Blikum hér heima áður en hann hélt utan. Vísir/Hulda Margrét Stefán Ingi Sigurðarson, leikmaður Sandefjord í Noregi, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir brot sem átti sér stað í leik fyrir skemmstu. Forráðamenn félags hans skilja hvorki upp né niður í banninu. Stefán fékk að líta rautt spjald fyrir að brjóta á leikmanni Vikings frá Stafangri á dögunum og fékk að launum rautt spjald. Í skýrslu dómara leiksins um atvikið er Stefán sakaður um að hafa reynt að sparka til mótherjans og að hafa slegið hann í höfuðið. Atvikið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Sandefjord fyrer løs mot NFF etter at Sigurðarson får TRE (!) kampers karantene for utvisninga i Stavanger 16. mai. Helt absurd av idotene på Ullevaal.https://t.co/IMayZPY5s3 pic.twitter.com/psnIdFOMbv— Kjetil (@Kjetil_B) May 23, 2025 Aganefnd í Noregi gaf honum tveggja leikja bann fyrir brotið en Sandefjord áfrýjaði þeirri niðurstöðu. Sú áfrýjun bar ekki árangur og hafði í raun öfug áhrif þar sem bann Stefáns var lengt í þrjá leiki. Stefán Ingi hæfði höfuð andstæðings síns, en segist sjálfur einfaldlega hafa reynt að styðja sig við andstæðinginn er hann stóð upp. „Ég hef aldrei á mínum ferli, eða í lífi mínu, slegið neinn eða reynt að meiða hann. Hvorki innan né utan fótboltavallarins,“ er haft eftir Stefáni í yfirlýsingu Sandefjord. Í þeirri yfirlýsingu furða forráðamenn Sandefjord sig á niðurstöðu aganefndar norska sambandsins, Stefán eigi bannið ekki skilið og framkoma bæði norska knattspyrnusambandsins, sem og dómara leiksins, sé ávítaverð. Stefán mun hins vegar missa af næstu þremur leikjum Sandefjord en hann hefur skorað fimm mörk í fyrstu sjö umferðum deildarinnar. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Stefán fékk að líta rautt spjald fyrir að brjóta á leikmanni Vikings frá Stafangri á dögunum og fékk að launum rautt spjald. Í skýrslu dómara leiksins um atvikið er Stefán sakaður um að hafa reynt að sparka til mótherjans og að hafa slegið hann í höfuðið. Atvikið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Sandefjord fyrer løs mot NFF etter at Sigurðarson får TRE (!) kampers karantene for utvisninga i Stavanger 16. mai. Helt absurd av idotene på Ullevaal.https://t.co/IMayZPY5s3 pic.twitter.com/psnIdFOMbv— Kjetil (@Kjetil_B) May 23, 2025 Aganefnd í Noregi gaf honum tveggja leikja bann fyrir brotið en Sandefjord áfrýjaði þeirri niðurstöðu. Sú áfrýjun bar ekki árangur og hafði í raun öfug áhrif þar sem bann Stefáns var lengt í þrjá leiki. Stefán Ingi hæfði höfuð andstæðings síns, en segist sjálfur einfaldlega hafa reynt að styðja sig við andstæðinginn er hann stóð upp. „Ég hef aldrei á mínum ferli, eða í lífi mínu, slegið neinn eða reynt að meiða hann. Hvorki innan né utan fótboltavallarins,“ er haft eftir Stefáni í yfirlýsingu Sandefjord. Í þeirri yfirlýsingu furða forráðamenn Sandefjord sig á niðurstöðu aganefndar norska sambandsins, Stefán eigi bannið ekki skilið og framkoma bæði norska knattspyrnusambandsins, sem og dómara leiksins, sé ávítaverð. Stefán mun hins vegar missa af næstu þremur leikjum Sandefjord en hann hefur skorað fimm mörk í fyrstu sjö umferðum deildarinnar.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira