Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2025 13:04 Samræmd próf hafa undanfarin ár verið þreytt á spjaldtölvur. Vísir/Sigurjón Ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir grunnskólabörn næsta vor. Sviðsstjóri hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu segir að með þeim verði hægt að fylgjast betur með námsframvindu og grípa fyrr inn í hjá nemendum sem eiga í erfiðleikum. Frumvarp um Matsferil, ný samræmd próf sem verða lögð fyrir grunnskólanemendur á hverju ári frá 4. bekk, er nú til meðferðar á Alþingi í þriðju umræðu. Prófin voru í vor lögð fyrir í 27 skólum og hafa viðbrögðin almennt verið mjög góð, bæði frá kennurum og nemendum. Þau samræmdu próf sem hafa verið notuð í gegnum tíðina hafa verið gagnrýnd af kennurum fyrir það að erfitt hafi verið að nýta niðurstöðurnar í skólastarfið og hafi kennarar ekki haft aðgang að samanburði eða framvindu einstakra barna. Bregðast á við því með nýju prófunum. „Það sem er kannski mikilvægast í prófinu er að þau gefa mjög góða sýn á framvindu þannig að það verður reiknaður framfarastuðull hjá öllum nemendum og bekkjum. Þá getur kennari, skóli og foreldrar fylgst með hvort nemandinn sé að taka eðlileg skref milli ára miðað við jafnaldra,“ segir Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Eins verði niðurstöðurnar túlkaðar fyrir foreldra. „Ef barnið lendir á ákveðnu bili þá koma ráðleggingar um hvað þarf að gera. Hvort það þarf að meta nánar hvers konar inngrip barnið mögulega þyrfti.“ Hún segir þessi nýju próf gefa mun betri mynd af framförum nemenda en gömlu samræmdu prófin. Eins séu þessi hönnuð til þess að hægt sé að taka þau í einni kennslustund. Þetta verður ekki eins og gömlu samræmdu prófin þar sem krakkar sátu við næstum heilan dag að leysa próf? „Nei, það var markmiðið að þetta væru próf sem væri auðveldara að laga að skóla starfinu og væru ekki taka það yfir.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Frumvarp um Matsferil, ný samræmd próf sem verða lögð fyrir grunnskólanemendur á hverju ári frá 4. bekk, er nú til meðferðar á Alþingi í þriðju umræðu. Prófin voru í vor lögð fyrir í 27 skólum og hafa viðbrögðin almennt verið mjög góð, bæði frá kennurum og nemendum. Þau samræmdu próf sem hafa verið notuð í gegnum tíðina hafa verið gagnrýnd af kennurum fyrir það að erfitt hafi verið að nýta niðurstöðurnar í skólastarfið og hafi kennarar ekki haft aðgang að samanburði eða framvindu einstakra barna. Bregðast á við því með nýju prófunum. „Það sem er kannski mikilvægast í prófinu er að þau gefa mjög góða sýn á framvindu þannig að það verður reiknaður framfarastuðull hjá öllum nemendum og bekkjum. Þá getur kennari, skóli og foreldrar fylgst með hvort nemandinn sé að taka eðlileg skref milli ára miðað við jafnaldra,“ segir Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Eins verði niðurstöðurnar túlkaðar fyrir foreldra. „Ef barnið lendir á ákveðnu bili þá koma ráðleggingar um hvað þarf að gera. Hvort það þarf að meta nánar hvers konar inngrip barnið mögulega þyrfti.“ Hún segir þessi nýju próf gefa mun betri mynd af framförum nemenda en gömlu samræmdu prófin. Eins séu þessi hönnuð til þess að hægt sé að taka þau í einni kennslustund. Þetta verður ekki eins og gömlu samræmdu prófin þar sem krakkar sátu við næstum heilan dag að leysa próf? „Nei, það var markmiðið að þetta væru próf sem væri auðveldara að laga að skóla starfinu og væru ekki taka það yfir.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira