Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2025 09:46 Meirihluti svarenda í nýrri könnun Maskínu segist styðja ríkisstjórnarflokkana þrjá, örlítið hærra hlutfall en kaus þá í nóvember. Vísir Samfylkingin bætir lítillega við sig fylgi og mælist með yfir 27 prósent í nýjustu könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokka sem eru eða voru á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur stigum frá síðustu könnun en takmarkaðar hreyfingar eru annars á fylgi flokkanna. Samanlagt njóta ríkisstjórnarflokkarnir þrír; Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins, stuðnings 51,3 prósent svarenda í könnun Maskínu. Það er í fyrsta skipti sem meira en helmingur segist styðja stjórnina í könnunum fyrirtækisins frá því í desember þegar hún var mynduð. Lægst fór stuðningurinn við flokkana í 45,9 prósent í febrúar. Samfylkingin hefur bætt tæpum sjö prósentum við sig frá því í þingkosningunum í lok nóvember þegar hún fékk fimmtung atkvæða. Fylgi flokksins er nú sambærilegt við það þegar hann reis sem hæst í könnunum síðasta sumar. Veiðigjöld hafa verið efst á baugi á Alþingi frá því að síðasta könnun var gerð í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur talað einna mest gegn hækkun veiðigjalda, mældist með tæpt 21 prósent í þeirri könnun en er nú með 18,9 prósent, litlu minna fylgi en hann fékk í kosningunum. Viðreisn siglir tiltölulega lygnan sjó með 16,8 prósent í nýjustu könnuninni, prósentustigi meira en í apríl og í kosningunum í nóvember. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra flokksins, lagði fram frumvarpið um hækkun veiðigjaldanna. Flokkur fólksins hefur aftur á móti dalað töluvert frá kosningum. Hann fékk tæp fjórtán prósent atkvæða en mælist nú með 7,2 prósent fylgi, aðeins minna en í síðustu könnun í apríl. Flokkurinn hefur ítrekað verið í fréttum frá kosningum, meðal annars vegna afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem ráðherra og styrkja sem flokkurinn fékk án þess að vera rétt skráður. Flokkarnir sem duttu út enn undir frostmarki Fylgi hinna stjórnarandstöðuflokkanna breytist lítið. Miðflokkurinn mælist með 9,7 prósent, rúmu hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tveimur og hálfu minna en í kosningunum. Framsóknarflokkurinn stendur í stað á milli kannana með 6,8 prósent. Flokkarnir tveir sem misstu sæti á Alþingi í kosningunum, Píratar og Vinstri græn, hafa þokast örlítið upp síðan. Píratar fengu þrjú prósent atkvæða í kosningunum en mælast nú með 4,6 prósent. Vinstri græn eru nú með 3,6 prósent fylgi en fengu 2,3 prósent atkvæða í nóvember. Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Samanlagt njóta ríkisstjórnarflokkarnir þrír; Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins, stuðnings 51,3 prósent svarenda í könnun Maskínu. Það er í fyrsta skipti sem meira en helmingur segist styðja stjórnina í könnunum fyrirtækisins frá því í desember þegar hún var mynduð. Lægst fór stuðningurinn við flokkana í 45,9 prósent í febrúar. Samfylkingin hefur bætt tæpum sjö prósentum við sig frá því í þingkosningunum í lok nóvember þegar hún fékk fimmtung atkvæða. Fylgi flokksins er nú sambærilegt við það þegar hann reis sem hæst í könnunum síðasta sumar. Veiðigjöld hafa verið efst á baugi á Alþingi frá því að síðasta könnun var gerð í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur talað einna mest gegn hækkun veiðigjalda, mældist með tæpt 21 prósent í þeirri könnun en er nú með 18,9 prósent, litlu minna fylgi en hann fékk í kosningunum. Viðreisn siglir tiltölulega lygnan sjó með 16,8 prósent í nýjustu könnuninni, prósentustigi meira en í apríl og í kosningunum í nóvember. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra flokksins, lagði fram frumvarpið um hækkun veiðigjaldanna. Flokkur fólksins hefur aftur á móti dalað töluvert frá kosningum. Hann fékk tæp fjórtán prósent atkvæða en mælist nú með 7,2 prósent fylgi, aðeins minna en í síðustu könnun í apríl. Flokkurinn hefur ítrekað verið í fréttum frá kosningum, meðal annars vegna afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem ráðherra og styrkja sem flokkurinn fékk án þess að vera rétt skráður. Flokkarnir sem duttu út enn undir frostmarki Fylgi hinna stjórnarandstöðuflokkanna breytist lítið. Miðflokkurinn mælist með 9,7 prósent, rúmu hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tveimur og hálfu minna en í kosningunum. Framsóknarflokkurinn stendur í stað á milli kannana með 6,8 prósent. Flokkarnir tveir sem misstu sæti á Alþingi í kosningunum, Píratar og Vinstri græn, hafa þokast örlítið upp síðan. Píratar fengu þrjú prósent atkvæða í kosningunum en mælast nú með 4,6 prósent. Vinstri græn eru nú með 3,6 prósent fylgi en fengu 2,3 prósent atkvæða í nóvember.
Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira