Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2025 14:13 Sæbrautin mun hverfa undir jörð á næstu árum. Vísir/Vilhelm Mynd er komin á það hvernig Sæbraut verður lögð í stokk á næstu árum. Verk hefst árið 2027 og á að ljúka árið 2030. Samgönguverkfræðingur segir að með þessu aukist tenging íbúa í Vogabyggð við nærliggjandi hverfi og hljóðgæði batni til muna. Í gær var skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Hefja á framkvæmdir 2027 og á þeim að ljúka árið 2030. „Það verða tvær akreinar í hvora átt og svo eru aðreinar sem koma af Miklubrautinni og inn í stokkinn til norðurs. Út í Vogabyggðina eru fráreinar og þessar að og fráreinar ná í raun saman þannig að í gegnum allan stokkinn verða í raun þrjár akreinar,“ segir Kristján Árni Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni og samgönguverkfræðingur. Umferðarljós munu heyra sögunni til á löngum kafla vegarins. „Frá Holtavegi og undir Kleppsmýrarveg, svo eru önnur gatnamót sem eru við Súðavog, þau verða ekki lengur til staðar. Svo það verða engin umferðarljós á þessum kafla og alveg út Reykjanesbrautina í suðurátt.“ Íbúar í Vogabyggð hafa undanfarin misseri vakið athygli á því hve hættuleg umferðargata Sæbrautin er, sér í lagi fyrir börn sem þurfi að sækja skóla hinum megin við brautina. Gangandi vegfarandi lést á Sæbraut þegar keyrt var á hann síðasta sumar. Kristján Árni segir öryggi stórbætast með stokknum og á yfirborðinu verður svokallaður borgargarður - stórt grænt svæði sem verður útfært nánar á síðari hluta þessa árs. „Það verða allar tengingar fyrir gangandi og hjólandi stórbættar þarna yfir og tengir betur hverfin austan og vestanmegin Sæbrautarinnar og fjarlægir þessa gjá sem Sæbrautin er í dag. Og bætir auðvitað hljóðvist og loftgæði.“ Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Samgöngur Sundabraut Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. 22. maí 2025 08:30 Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. 20. maí 2025 06:32 Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður. 29. september 2024 19:21 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Í gær var skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Hefja á framkvæmdir 2027 og á þeim að ljúka árið 2030. „Það verða tvær akreinar í hvora átt og svo eru aðreinar sem koma af Miklubrautinni og inn í stokkinn til norðurs. Út í Vogabyggðina eru fráreinar og þessar að og fráreinar ná í raun saman þannig að í gegnum allan stokkinn verða í raun þrjár akreinar,“ segir Kristján Árni Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni og samgönguverkfræðingur. Umferðarljós munu heyra sögunni til á löngum kafla vegarins. „Frá Holtavegi og undir Kleppsmýrarveg, svo eru önnur gatnamót sem eru við Súðavog, þau verða ekki lengur til staðar. Svo það verða engin umferðarljós á þessum kafla og alveg út Reykjanesbrautina í suðurátt.“ Íbúar í Vogabyggð hafa undanfarin misseri vakið athygli á því hve hættuleg umferðargata Sæbrautin er, sér í lagi fyrir börn sem þurfi að sækja skóla hinum megin við brautina. Gangandi vegfarandi lést á Sæbraut þegar keyrt var á hann síðasta sumar. Kristján Árni segir öryggi stórbætast með stokknum og á yfirborðinu verður svokallaður borgargarður - stórt grænt svæði sem verður útfært nánar á síðari hluta þessa árs. „Það verða allar tengingar fyrir gangandi og hjólandi stórbættar þarna yfir og tengir betur hverfin austan og vestanmegin Sæbrautarinnar og fjarlægir þessa gjá sem Sæbrautin er í dag. Og bætir auðvitað hljóðvist og loftgæði.“
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Samgöngur Sundabraut Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. 22. maí 2025 08:30 Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. 20. maí 2025 06:32 Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður. 29. september 2024 19:21 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. 22. maí 2025 08:30
Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. 20. maí 2025 06:32
Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður. 29. september 2024 19:21