Lífið samstarf

Iðnaðar­maður ársins - Davíð Már er kominn í úr­slit

X977 & SINDRI
Untitled-2 (29)

Davíð Már Stefánsson rafvirki er kominn í úrslit um Iðnaðarmann ársins hjá X977 og Sindra. Davíð hefur alltaf haft áhuga á rafmagni og ákvað sem strákur að verða rafvirki. Hann getur ekki verið án bítarans í vinnunni en þegar hann er ekki að vinna þrífur hann bíla og fer í ræktina.

Davíð Már svarar hér nokkrum laufléttum:

Hvenær ákvaðstu að gera það sem þú gerir? Mig langaði aldrei að læra við eitthvað bóklegt og var alltaf að bauka eitthvað með pabba þegar ég var lítill, síðan í 7 eða 8 bekk í grunnskóla ákvað ég að stefna á iðnaðinn og hafði mikinn áhuga á rafmagni

Hvernig ertu í annarri iðn? Ef ég á að segja sjálfur frá þá held ég að ég sé nokkuð góður í iðnaðinum, ef mér er sagt að gera hluti þá geri ég þá og geri þá vel

Hver er uppáhalds hljómsveitin þín? Líklegast Deep Purple eða kaleo.

Besti skyndibitinn? Gullnesti allan daginn, var að vinna þar í þrjú ár.

Ertu með staðlað svar þegar ættingjarnir vilja fá þig til að “laga smá”? ....segi oftast “tja jááá gætum svosem kíkt á þetta, heyri í þér í næstu viku með þetta.”

Kaffi eða orkudrykkir? Eiginlega bæði, byrjaði að drekka mikið kaffi þegar ég byrjaði í iðnaðinum og drekk orkudrykki oftast utan vinnutíma.

Leiðinlegasta verkið? Það er alveg klárlega að bensla strengi á netabakka

Ef þú værir ekki þinni iðngrein hvað værir þú þá? Húsasmiður, hef mikinn áhuga á smíði og hef verið að pæla í að bæta því við hjá mér

Uppáhalds drykkur? Núna þessa dagana er það örugglega kristall plús.

Hvað fer í mest taugarnar á þér? Alveg klárlega þegar fólk baktalar annað fólk, ef þú hefur ekkert gott að segja slepptu því þá að segja það.

Besti staður á Íslandi? Reyðarfjörður, á fjölskyldu þaðan og erum með sveit sem heitir Kolmúli, reynum að fara þangað allavega einu sinni á ári.

Heitur brauðréttur eða brauðterta? Brauðréttur.

Hlustar þú á X977 í Peltor eða Airpods? Airpods.

Stáltá eða strigaskór? Stáltá, mikilvægt að passa uppá öryggið á vinnusvæðinu.

Tommustokkur eða málband? Nota málbandið rosalega mikið.

Stærsta afrek sem iðnaðarmaður? Hef verið að vinna í 2 ár þannig ég er nú ekki með neitt rosalegr afrek, en var að vinna í stúdíói hjá Baltasar Kormáki og Guðni Th og hann komu og kíktu á mig vinna, það var gaman.

Stærsta klúður? Fyrsta vikan mín í rafvirkjanum var ég settur í að draga ljósleiðara, það mætti segja að mennirnir sem settu upp ljósleiðara boxið voru ekkert sérstaklega ánægðir, en maður lifir og maður lærir.

Hefurðu komist í gegnum fermingarveislu án þess að einhver fari að tala um það sem er bilað heima…hvort þú getir kannski kíkt á það?  Hahahaha nei það eru alltaf einhverjir ættingjar sem eru að spyrja mann um að kíkja á eitthvað hjá þeim.


Kosningin er í fullum gangi og hægt er að kjósa sinn uppáhalds iðnaðarmann hér:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.