Körfubolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ingi Þór Steinþórsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, dælir kampavíni ofan í Hlyn Bæringsson sem lék sinn síðasta leik á ferlinum í gær. Ingi og Hlynur urðu Íslandsmeistarar með Snæfelli fyrir fimmtán árum.
Ingi Þór Steinþórsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, dælir kampavíni ofan í Hlyn Bæringsson sem lék sinn síðasta leik á ferlinum í gær. Ingi og Hlynur urðu Íslandsmeistarar með Snæfelli fyrir fimmtán árum. vísir/hulda margrét

Stjarnan varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn eftir sigur á Tindastóli, 77-82, í gær. Gleði Garðbæinga í leikslok var ósvikin.

Hulda Margrét Óladóttir var með myndavélina á lofti í Síkinu í gær og fangaði fögnuð Stjörnumanna, meðal annars inni í búningsklefa.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af einlægum fögnuði Stjörnumanna eftir leikinn í gær.

Hlynur með bikarinn stóra.vísir/hulda margrét
Kampavínið flaut í búningsklefa Stjörnunnar.vísir/hulda margrét
Hilmar Smári Henningsson átti frábæra úrslitakeppni.vísir/hulda margrét
Beint af stút! Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, teygar kampavínið.vísir/hulda margrét
Bjarni Guðmann Jónsson, Hilmar Smári og Júlíus Orri Ágústsson sáttir með lífið og tilveruna.vísir/hulda margrét
Jase Fabres fær sér smók.vísir/hulda margrét
Sigursjálfa!vísir/hulda margrét
Júlíus Orri reyndist Stjörnuliðinu gríðarlega mikilvægur í 3. leikhluta.vísir/hulda margrét
Bakvarðateymi Stjörnunnar, Hilmar Smári og Ægir Þór Steinarsson, var magnað í úrslitakeppninni.vísir/hulda margrét
Baldur ræður sér ekki fyrir kæti.vísir/hulda margrét
Shaquille Rombley horfir á Fabres smella kossi á bikarinn.vísir/hulda margrét
Gleði og gaman.vísir/hulda margrét
Hlynur og Hilmar Smári með bikarinn.vísir/hulda margrét
Þjálfarateymi Stjörnunnar.vísir/hulda margrét
Orri Gunnarsson og Hilmar Smári sneru aftur í Stjörnuna fyrir tímabilið og skiluðu Íslandsmeistaratitli í Garðabæinn.vísir/hulda margrét
Ingi Þór sprautaði kampavíninu í allar áttir.vísir/hulda margrét


Tengdar fréttir

„Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“

„Alsæla. Ég á hreinlega ekki orð“ sagði Íslandsmeistarinn Hlynur Bæringsson eftir sigur í oddaleik gegn Tindastóli. Þetta var hans síðasti leikur á löngum ferli, sem endar með fyrsta Íslandsmeistaratitli í sögu Stjörnunnar.

Ægir valinn verðmætastur

Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum.

„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“

Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×