Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2025 06:02 Gunnar Úlfarsson hagfræðingur og félagar hans í Viðskiptaráði segja að svartir sauðir hjá hinu opinbera séu að valda stórfelldum skaða, ekki bara með beinum hætti fyrir skattgreiðendur heldur séu þeir hreinlega að eyðileggja allan móral og vinnuanda hjá stofnunum. vísir/viðskiptaráð/getty Viðskiptaráð birtir kolsvarta skýrslu um áhrif sem rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna hefur. Rík uppsagnarvernd komi meðal annars í veg fyrir að stjórnendur hjá hinu opinbera geti brugðist við slakri frammistöðu starfsmanna sem séu jafnvel verndaðir gerist þeir brotlegir í starfi. Þessir svörtu sauðir haldast í störfum sínum á kostnað skattgreiðenda og samstarfsfólks. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir opinbera starfsmenn telja um þriðjung vinnumarkaðar. Löngu úreltar reglur um uppsagnarvernd slái skjaldborg um „svarta sauði“ og löngu tímabært sé að gera breytingar þar á. Skýrslan hefur yfirskriftina „Svartir sauðir, glatað fé: uppsagnarvernd opinberra starfsmanna“ Löngu úrelt áminningarákvæði Í skýrslunni ætlar Viðskiptaráð að kostnaður vegna þessa nemi 30 til 50 milljörðum króna á ári. Ráðið leggur til afnám umframverndar til að auka sveigjanleika og bæta gæði opinberrar þjónustu. Opinberir starfsmenn njóti þrefaldrar uppsagnarverndar samanborið við starfsfólk á almennum vinnumarkaði. Til viðbótar við almenna uppsagnarvernd njóta þeir viðbótarverndar í formi stjórnsýslulaga annars vegar og svokallaðra starfsmannalaga hins vegar. Gunnar Úlfarsson segir lögin löngu úrelt og ekki í nokkru samræmi við nútímann. Þegar lögin um uppsagnarvernd voru sett á voru umsvif hins opinbera á vinnumarkaði tíu prósent, þau eru nú þriðjungur.viðskiptaráð Gunnar segir umsvif hins opinbera hafa aukist margfalt frá því að hin svokallaða áminningarskylda var lögbundin og hlutfall opinberra starfsmanna á vinnumarkaði hafi aukist til mikilla muna. „Árið 1954, þegar áminningarskyldan tekur fyrst gildi, er hlutfall opinberra starfsmanna í kringum 10 prósent en í dag er það þriðjungur af vinnumarkaði,“ segir Gunnar. Einkum skýrist þetta af aukningu mannafla á mennta- og einkum þó heilbrigðissviði. Og það sem meira er, mörk milli hins opinbera og einkakerfis eru óljós. „Þegar áminningarskyldan var leidd í lög upphaflega var það vegna hollustu og trúnaðarskyldu sem lögð var á opinbera starfsmenn. Þetta voru einskonar embættismenn. En í dag á þetta við um forritara, starfsmenn listasafna, ræstitækna, matráðsmenn … þetta var ekki nokkuð sem hugsað var að myndi gildi um þessi störf,“ segir Gunnars. Gríðarlegur kostnaður þessu samfara Gunnar bendir á að í úttektinni komi fram að opinberir starfsmen njóti þrefaldrar áminningarskyldu, þeir geti orðið uppvísir að alvarlegum brotum í starfi en ekki sé hægt að hrófla við starfssamningi þeirra. Lögin verndi þá. „Þetta veldur tvennskonar neikvæðum áhrifum. Þessir svörtu sauðir valda miklum skaða. Uppsagnarverndin dregur úr gæðum opinberrar þjónustu. Sko, langflestir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga leggja sig alla fram og reyna að tryggja góða þjónustu sem margir reiða sig á en þegar svona mál koma upp er eins gott að stjórnendur búi yfir réttum tækjum og tólum til að bregðast við,“ segir Gunnar. Á myndinni að neðan má sjá þrjú dæmi þar sem starfsfólki hins opinbera var sagt upp störfum en sótti sér milljónir í bætur þrátt fyrir að hafa jafnvel gerst brotlegt í starfi. Hinir svörtu sauðir halda störfum sínum sem dregur úr vilja annarra starfsmanna til að standa sig vel. Og sumir hverjir pakka einfaldlega saman og hverfa til starfa þar sem dugnaður þeirra er metin til einhvers. Þeim er umbunað. „Alvarleg brot geta líka komið niður á móral á vinnustaðnum. Það hafa allir unnið með svörtum sauðum. Og þetta er ekki gott fyrir ríkiskassann, þetta er ekki gott fyrir þá starfsmenn sem vilja leggja sig fram.“ Svörtu sauðirnir einir sem græða á úreltum reglum Því sé eins gott fyrir yfirmenn hafi úrræði vilji þeir taka á þessum svörtu sauðum. Mörg dæmi eru um að þeir láti hreinlega reka á reiðanum en taki ekki á þessu fólki til að spara sér umstangið. Gunnar segir afleidd áhrif og kostnað fyrir hið opinbera verulegt. Hann segir spurður að þeir einir sem hafi af þessu hagsmuni séu svörtu sauðirnir. „Og viðhalda þessu úrelta kerfi. Það er hagsmunamál allra annarra í samfélaginu að vinda ofan af þessu og færa sveigjanleika hins opinbera í nútímann.“ Að sögn Gunnars er mýgrútur sagna sem finna má af dómsmálum þar sem dómstólar staðfesti misbresti í störfum en lögin verndi sauðina. „Öllum ber að fara eftir lögum. Lögin eru gölluð og þeim ber að breyta,“ segir Gunnar. Hann bendir á að enginn vilji hafa þetta svona, eða, fæstir. Sjötíu prósent kjósenda vilji breyta þessu en 12 prósent eru á móti því. Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM geldur til að mynda varhug við þessum hugmyndum en þær litu meðal annars ljós þegar ríkisstjórnin kallaði eftir hagræðingaraðgerðum fyrir ríkissjóð. „En það sem er alvarlegt er auðvitað að það liggja engir útreikningar eða greiningar á bak við þessa tilteknu tillögu um þessa áminningarskyldu, og ekkert sagt um það hvað muni sparast í ríkiskerfinu ef þessi áminningarskylda verður afnumin,“ sagði Kolbrún. Gunnar segir hins vegar útttekt Viðskiptaráðs byggða á margvíslegum gögnum. „Ég held að fólk skilji algjörlega gallana þegar sögurnar eru skoðaðar. Allir sem hafa nokkru sinni starfað fyrir hið opinbera þekki slíkar sögur. En við vinnum ekki út frá á flökkusögum." Reynt að fella þessa reglu niður Ágætt er að mati Gunnars að halda því til haga hvers vegna þessar reglur eru í gildi. Þegar þær voru leiddar í lög var það vegna þess að miklar skyldur voru lagðar á starfsmenn. En það var til að gæta hagsmuna almennings sem nú eru leiksoppar stundarhagsmuna. „Ég skil þessi rök þegar talað er um háttsetta embættismenn sem eru með takmarkaðan skipunartíma,“ segir Gunnar. En með auknum umsvifum hins opinbera missa þær marks og eru farnar að vinna gegn yfirlýstum markmiðum. „Það hefur verið reynt að fella regluna niður, frumvarp var lagt fram 2003, einn þingmaður hefur lagt þetta fram reglulega og hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar dró fram nákvæmlega þetta.“ Stjórnendum er gert nær ómögulegt að taka á starfsmannamálum en hér er um hagsmunamál allra skattgreiðenda að ræða. En samandregið þá hníga engin rök, að mati Viðskiptaráðs, að því að opinberir starfsmenn njóti ríkari uppsagnarverndar en starfsfólk í einkageiranum. Hvað ber að gera? Viðskiptaráð leggur fram tvær tillögur til að taka á þessum vanda: „Afnám áminningarskyldu: Viðskiptaráð leggur til að ákvæði um áminningar verði fellt á brott úr lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ákvæðið gerir hvorki greinarmun á því hvort starfsmann skortir getu eða vilja til þess að sinna starfi sínu. Fyrirkomulagið er verulega hamlandi á kostnað sveigjanleika og skilvirkni.“ Að mati Viðskiptaráðs er óþarfi að binda í lög með hvaða hætti yfirmaður eigi að taka á því þegar starfsmaður sinnir starfi sínu með ófullnægjandi hætti. Og þá leggur ráðið fram þá tillögu að stjórnsýsluvernd verði aflögð: „Viðskiptaráð leggur til að ákvarðanir um starfslok falli ekki undir ákvæði og málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga að embættismönnum og æðstu stjórnendum hins opinbera undanskildum. Sá hópur telur einungis um 4% opinberra starfsmanna.“ Gunnar segir að þessar tillögur ættu að tryggja ríkinu nauðsynlegan sveigjanleika í rekstri ríkisins og starfsmannahaldi, bæta nýtingu á skattfé, auka gæði þeirra þjónustu sem ríkið veitir og færa réttindi opinberra starfsmanna nær því sem gerist á almennum vinnumarkaði. Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Dómstólar Dómsmál Stjórnsýsla Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir opinbera starfsmenn telja um þriðjung vinnumarkaðar. Löngu úreltar reglur um uppsagnarvernd slái skjaldborg um „svarta sauði“ og löngu tímabært sé að gera breytingar þar á. Skýrslan hefur yfirskriftina „Svartir sauðir, glatað fé: uppsagnarvernd opinberra starfsmanna“ Löngu úrelt áminningarákvæði Í skýrslunni ætlar Viðskiptaráð að kostnaður vegna þessa nemi 30 til 50 milljörðum króna á ári. Ráðið leggur til afnám umframverndar til að auka sveigjanleika og bæta gæði opinberrar þjónustu. Opinberir starfsmenn njóti þrefaldrar uppsagnarverndar samanborið við starfsfólk á almennum vinnumarkaði. Til viðbótar við almenna uppsagnarvernd njóta þeir viðbótarverndar í formi stjórnsýslulaga annars vegar og svokallaðra starfsmannalaga hins vegar. Gunnar Úlfarsson segir lögin löngu úrelt og ekki í nokkru samræmi við nútímann. Þegar lögin um uppsagnarvernd voru sett á voru umsvif hins opinbera á vinnumarkaði tíu prósent, þau eru nú þriðjungur.viðskiptaráð Gunnar segir umsvif hins opinbera hafa aukist margfalt frá því að hin svokallaða áminningarskylda var lögbundin og hlutfall opinberra starfsmanna á vinnumarkaði hafi aukist til mikilla muna. „Árið 1954, þegar áminningarskyldan tekur fyrst gildi, er hlutfall opinberra starfsmanna í kringum 10 prósent en í dag er það þriðjungur af vinnumarkaði,“ segir Gunnar. Einkum skýrist þetta af aukningu mannafla á mennta- og einkum þó heilbrigðissviði. Og það sem meira er, mörk milli hins opinbera og einkakerfis eru óljós. „Þegar áminningarskyldan var leidd í lög upphaflega var það vegna hollustu og trúnaðarskyldu sem lögð var á opinbera starfsmenn. Þetta voru einskonar embættismenn. En í dag á þetta við um forritara, starfsmenn listasafna, ræstitækna, matráðsmenn … þetta var ekki nokkuð sem hugsað var að myndi gildi um þessi störf,“ segir Gunnars. Gríðarlegur kostnaður þessu samfara Gunnar bendir á að í úttektinni komi fram að opinberir starfsmen njóti þrefaldrar áminningarskyldu, þeir geti orðið uppvísir að alvarlegum brotum í starfi en ekki sé hægt að hrófla við starfssamningi þeirra. Lögin verndi þá. „Þetta veldur tvennskonar neikvæðum áhrifum. Þessir svörtu sauðir valda miklum skaða. Uppsagnarverndin dregur úr gæðum opinberrar þjónustu. Sko, langflestir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga leggja sig alla fram og reyna að tryggja góða þjónustu sem margir reiða sig á en þegar svona mál koma upp er eins gott að stjórnendur búi yfir réttum tækjum og tólum til að bregðast við,“ segir Gunnar. Á myndinni að neðan má sjá þrjú dæmi þar sem starfsfólki hins opinbera var sagt upp störfum en sótti sér milljónir í bætur þrátt fyrir að hafa jafnvel gerst brotlegt í starfi. Hinir svörtu sauðir halda störfum sínum sem dregur úr vilja annarra starfsmanna til að standa sig vel. Og sumir hverjir pakka einfaldlega saman og hverfa til starfa þar sem dugnaður þeirra er metin til einhvers. Þeim er umbunað. „Alvarleg brot geta líka komið niður á móral á vinnustaðnum. Það hafa allir unnið með svörtum sauðum. Og þetta er ekki gott fyrir ríkiskassann, þetta er ekki gott fyrir þá starfsmenn sem vilja leggja sig fram.“ Svörtu sauðirnir einir sem græða á úreltum reglum Því sé eins gott fyrir yfirmenn hafi úrræði vilji þeir taka á þessum svörtu sauðum. Mörg dæmi eru um að þeir láti hreinlega reka á reiðanum en taki ekki á þessu fólki til að spara sér umstangið. Gunnar segir afleidd áhrif og kostnað fyrir hið opinbera verulegt. Hann segir spurður að þeir einir sem hafi af þessu hagsmuni séu svörtu sauðirnir. „Og viðhalda þessu úrelta kerfi. Það er hagsmunamál allra annarra í samfélaginu að vinda ofan af þessu og færa sveigjanleika hins opinbera í nútímann.“ Að sögn Gunnars er mýgrútur sagna sem finna má af dómsmálum þar sem dómstólar staðfesti misbresti í störfum en lögin verndi sauðina. „Öllum ber að fara eftir lögum. Lögin eru gölluð og þeim ber að breyta,“ segir Gunnar. Hann bendir á að enginn vilji hafa þetta svona, eða, fæstir. Sjötíu prósent kjósenda vilji breyta þessu en 12 prósent eru á móti því. Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM geldur til að mynda varhug við þessum hugmyndum en þær litu meðal annars ljós þegar ríkisstjórnin kallaði eftir hagræðingaraðgerðum fyrir ríkissjóð. „En það sem er alvarlegt er auðvitað að það liggja engir útreikningar eða greiningar á bak við þessa tilteknu tillögu um þessa áminningarskyldu, og ekkert sagt um það hvað muni sparast í ríkiskerfinu ef þessi áminningarskylda verður afnumin,“ sagði Kolbrún. Gunnar segir hins vegar útttekt Viðskiptaráðs byggða á margvíslegum gögnum. „Ég held að fólk skilji algjörlega gallana þegar sögurnar eru skoðaðar. Allir sem hafa nokkru sinni starfað fyrir hið opinbera þekki slíkar sögur. En við vinnum ekki út frá á flökkusögum." Reynt að fella þessa reglu niður Ágætt er að mati Gunnars að halda því til haga hvers vegna þessar reglur eru í gildi. Þegar þær voru leiddar í lög var það vegna þess að miklar skyldur voru lagðar á starfsmenn. En það var til að gæta hagsmuna almennings sem nú eru leiksoppar stundarhagsmuna. „Ég skil þessi rök þegar talað er um háttsetta embættismenn sem eru með takmarkaðan skipunartíma,“ segir Gunnar. En með auknum umsvifum hins opinbera missa þær marks og eru farnar að vinna gegn yfirlýstum markmiðum. „Það hefur verið reynt að fella regluna niður, frumvarp var lagt fram 2003, einn þingmaður hefur lagt þetta fram reglulega og hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar dró fram nákvæmlega þetta.“ Stjórnendum er gert nær ómögulegt að taka á starfsmannamálum en hér er um hagsmunamál allra skattgreiðenda að ræða. En samandregið þá hníga engin rök, að mati Viðskiptaráðs, að því að opinberir starfsmenn njóti ríkari uppsagnarverndar en starfsfólk í einkageiranum. Hvað ber að gera? Viðskiptaráð leggur fram tvær tillögur til að taka á þessum vanda: „Afnám áminningarskyldu: Viðskiptaráð leggur til að ákvæði um áminningar verði fellt á brott úr lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ákvæðið gerir hvorki greinarmun á því hvort starfsmann skortir getu eða vilja til þess að sinna starfi sínu. Fyrirkomulagið er verulega hamlandi á kostnað sveigjanleika og skilvirkni.“ Að mati Viðskiptaráðs er óþarfi að binda í lög með hvaða hætti yfirmaður eigi að taka á því þegar starfsmaður sinnir starfi sínu með ófullnægjandi hætti. Og þá leggur ráðið fram þá tillögu að stjórnsýsluvernd verði aflögð: „Viðskiptaráð leggur til að ákvarðanir um starfslok falli ekki undir ákvæði og málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga að embættismönnum og æðstu stjórnendum hins opinbera undanskildum. Sá hópur telur einungis um 4% opinberra starfsmanna.“ Gunnar segir að þessar tillögur ættu að tryggja ríkinu nauðsynlegan sveigjanleika í rekstri ríkisins og starfsmannahaldi, bæta nýtingu á skattfé, auka gæði þeirra þjónustu sem ríkið veitir og færa réttindi opinberra starfsmanna nær því sem gerist á almennum vinnumarkaði.
Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Dómstólar Dómsmál Stjórnsýsla Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira