Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. maí 2025 12:02 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Anton Brink Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun lækkun stýrivaxta um 25 punkta og verða þeir 7,5 prósent. Seðlabankastjóri segir hagkerfið að kólna en erfitt sé að spá fyrir um hvort hægt verði að halda áfram lækkun stýrivaxta, sumarið verði að segja til um það. Á fundi peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun var tilkynnt að vextir yrðu lækkaðir um 0,25 punkta. Verðbólga hafi mælst 4,2 prósent í apríl og minnkað töluvert frá því hún var mest fyrir tveimur árum. Spáir bankinn því að hún muni haldast nálægt fjórum prósentum út árið og taka síðan að hjaðna frekar í átt að tveggja prósenta markmiði. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir bankann stíga varfærið skref með lækkuninni en greiningaraðilar voru ekki sammála í spám sínum um það hvort bankinn myndi lækka vexti eða halda þeim óbreyttum. „Við teljum það að við höfum núna séð töluvert mikla kólnun í hagkerfinu, höfum séð verðbólgu lækka töluvert á síðustu tólf mánuðum og höfum lækkað vexti samhliða því að verbólga hefur lækkað, þessi þróun hefur verið að halda áfram, þetta eru 25 punkta lækkun sem er kannski ekki mikil breyting, það eru þrír mánuðir í næstu ákvörðun þannig við teljum þá þróun síðustu mánaða hafa gefið innistæðu fyrir þessari lækkun.“ Óvissa um verðbólguhorfur sé þó áfram mikil, þá ekki síst vegna vendinga í alþjóðlegum efnahagsmálum þar sem horfur hafa verið á tollastríði. Ásgeir segir of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili en nefndin telur að verðbólga þurfi að hjaðna töluvert til viðbótar áður en vextir verði lækkaðir að nýju. „Við þurfum bara að sjá hvað gerist í sumar. En ég tel að það sé alveg ljóst ef að verðbólga verði bara föst á þessu bili sem hún er núna þá getum við eiginlega ekki lækkað vexti meira ekki nema við sjáum, það eru tvær forsendur fyrir því að halda áfram að lækka vexti, í fyrsta lagi að verðbólga gangi niður eða þá að við séum þá að sjá merki um mikinn samdrátt í efnahagslífinu sem leiðir til þess að við séum að sjá verulega kólnun.“ Seðlabankinn Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Á fundi peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun var tilkynnt að vextir yrðu lækkaðir um 0,25 punkta. Verðbólga hafi mælst 4,2 prósent í apríl og minnkað töluvert frá því hún var mest fyrir tveimur árum. Spáir bankinn því að hún muni haldast nálægt fjórum prósentum út árið og taka síðan að hjaðna frekar í átt að tveggja prósenta markmiði. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir bankann stíga varfærið skref með lækkuninni en greiningaraðilar voru ekki sammála í spám sínum um það hvort bankinn myndi lækka vexti eða halda þeim óbreyttum. „Við teljum það að við höfum núna séð töluvert mikla kólnun í hagkerfinu, höfum séð verðbólgu lækka töluvert á síðustu tólf mánuðum og höfum lækkað vexti samhliða því að verbólga hefur lækkað, þessi þróun hefur verið að halda áfram, þetta eru 25 punkta lækkun sem er kannski ekki mikil breyting, það eru þrír mánuðir í næstu ákvörðun þannig við teljum þá þróun síðustu mánaða hafa gefið innistæðu fyrir þessari lækkun.“ Óvissa um verðbólguhorfur sé þó áfram mikil, þá ekki síst vegna vendinga í alþjóðlegum efnahagsmálum þar sem horfur hafa verið á tollastríði. Ásgeir segir of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili en nefndin telur að verðbólga þurfi að hjaðna töluvert til viðbótar áður en vextir verði lækkaðir að nýju. „Við þurfum bara að sjá hvað gerist í sumar. En ég tel að það sé alveg ljóst ef að verðbólga verði bara föst á þessu bili sem hún er núna þá getum við eiginlega ekki lækkað vexti meira ekki nema við sjáum, það eru tvær forsendur fyrir því að halda áfram að lækka vexti, í fyrsta lagi að verðbólga gangi niður eða þá að við séum þá að sjá merki um mikinn samdrátt í efnahagslífinu sem leiðir til þess að við séum að sjá verulega kólnun.“
Seðlabankinn Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira