Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar 21. maí 2025 07:02 þegar unglingar fara út af brautinni og leiðast út í áhættuhegðun eins og vímuefnaneyslu, ofbeldi eða annarri skaðlegri hegðun, er sjaldnast um tilviljun að ræða. Samfélagið sér oft aðeins afleiðingarnar, en gleymir að spyrja: Hvað liggur að baki? Unglingar sem lenda í vandræðum eru ekki einfaldlega „vandræðagemsar“, heldur einstaklingar sem oft hafa upplifað erfiðar aðstæður, tilfinningalegan sársauka eða skort á stuðningi og leiðsögn. Af hverju leiðast unglingar út af sporinu? Enginn fæðist með þá ósk að enda í erfiðum aðstæðum. Margir unglingar sem eiga í erfiðleikum hafa upplifað áföll, vanrækslu eða vantar stuðning á heimili. Sumir glíma við kvíða, þunglyndi eða aðra geðræna erfiðleika sem þeir kunna einfaldlega ekki að vinna úr. Áhættuhegðun verður því oft að leið til þess að flýja vanlíðan, fyrir aðra er það leit að spennu eða viðurkenningu í hópi jafnaldra. þau vilja lang flest tilheyra, vera hluti af einhverju stærra jafnvel þótt það leiði þá á hættulegar brautir. Áhrif jafningjahópsins eru mikil á unglingsárunum. Félagslegur þrýstingur eða löngun til að passa inn getur orðið til þess að unglingar prófa vímuefni eða taka þátt í óæskilegri hegðun. Á þessum aldri er heilinn enn að þroskast og ákvarðanataka er ekki alltaf skynsöm eða langtímahugsuð, þetta gerir unglinga sérstaklega viðkvæma fyrir áhrifum umhverfis síns. Mikilvægi uppbyggilegs frítíma Frítími getur skipt sköpum í að byggja upp forvarnir gagnvart áhættuhegðun. Þegar unglingar finna sér uppbyggileg áhugamál eins og íþróttir, listir, tónlist eða sjálfboðastarf, eykst sjálfstraust þeirra og þau finna tilgang. En þeir sem missa tengsl við jákvæða afþreyingu eru líklegri til þess að leiðast út í skaðlega hegðun. Skortur á stuðningi og tilgangi gerir það að verkum að þeir leita í annað. Skipulögð tómstundastarfsemi getur því verið mikilvægur þáttur í forvörnum. Þeir sem hafa eitthvert til þess að stefna eða eiga stað þar sem þeim líður vel, eru ólíklegri til að þróa með sér slæm mynstur. Íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og önnur félög geta verið dýrmæt úrræði fyrir unglinga sem skortir jákvætt og hlýtt umhverfi. Það er því ekki nóg að segja ungmennum að halda sig frá vímuefnum eða áhættuhegðun við þurfum líka að veita þeim valkosti sem eru raunverulega aðlaðandi. Hægt að snúa blaðinu við Að fara út af sporinu þýðir ekki að framtíðin sé glötuð. Margir unglingar sem hafa farið út af sporinu ná að snúa lífi sínu við með réttri aðstoð og hvatningu, að trúa á þau og veita þeim annað tækifæri er lykilatriði. Spurningin er því ekki aðeins hvernig við getum komið í veg fyrir að unglingar fari út af brautinni, heldur einnig hvernig við getum hjálpað þeim sem þegar hafa villst af leið. Hafa öll stuðning og úrræði til þess að snúa við blaðinu? Því miður ekki. En við getum lagt okkar af mörkum með því að vera til staðar, veita tækifæri og búa til umhverfi þar sem þessi ungmenni finna öryggi og leið til að byggja sig upp að nýju. Allir eiga skilið annan séns en hann þarf að vera raunverulegur, með skilningi, stuðningi og trú á að breyting sé möguleg. Höfundur er nemandi í uppeldis- og menntunarfræði og Tómstunda- og félagsmálafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
þegar unglingar fara út af brautinni og leiðast út í áhættuhegðun eins og vímuefnaneyslu, ofbeldi eða annarri skaðlegri hegðun, er sjaldnast um tilviljun að ræða. Samfélagið sér oft aðeins afleiðingarnar, en gleymir að spyrja: Hvað liggur að baki? Unglingar sem lenda í vandræðum eru ekki einfaldlega „vandræðagemsar“, heldur einstaklingar sem oft hafa upplifað erfiðar aðstæður, tilfinningalegan sársauka eða skort á stuðningi og leiðsögn. Af hverju leiðast unglingar út af sporinu? Enginn fæðist með þá ósk að enda í erfiðum aðstæðum. Margir unglingar sem eiga í erfiðleikum hafa upplifað áföll, vanrækslu eða vantar stuðning á heimili. Sumir glíma við kvíða, þunglyndi eða aðra geðræna erfiðleika sem þeir kunna einfaldlega ekki að vinna úr. Áhættuhegðun verður því oft að leið til þess að flýja vanlíðan, fyrir aðra er það leit að spennu eða viðurkenningu í hópi jafnaldra. þau vilja lang flest tilheyra, vera hluti af einhverju stærra jafnvel þótt það leiði þá á hættulegar brautir. Áhrif jafningjahópsins eru mikil á unglingsárunum. Félagslegur þrýstingur eða löngun til að passa inn getur orðið til þess að unglingar prófa vímuefni eða taka þátt í óæskilegri hegðun. Á þessum aldri er heilinn enn að þroskast og ákvarðanataka er ekki alltaf skynsöm eða langtímahugsuð, þetta gerir unglinga sérstaklega viðkvæma fyrir áhrifum umhverfis síns. Mikilvægi uppbyggilegs frítíma Frítími getur skipt sköpum í að byggja upp forvarnir gagnvart áhættuhegðun. Þegar unglingar finna sér uppbyggileg áhugamál eins og íþróttir, listir, tónlist eða sjálfboðastarf, eykst sjálfstraust þeirra og þau finna tilgang. En þeir sem missa tengsl við jákvæða afþreyingu eru líklegri til þess að leiðast út í skaðlega hegðun. Skortur á stuðningi og tilgangi gerir það að verkum að þeir leita í annað. Skipulögð tómstundastarfsemi getur því verið mikilvægur þáttur í forvörnum. Þeir sem hafa eitthvert til þess að stefna eða eiga stað þar sem þeim líður vel, eru ólíklegri til að þróa með sér slæm mynstur. Íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og önnur félög geta verið dýrmæt úrræði fyrir unglinga sem skortir jákvætt og hlýtt umhverfi. Það er því ekki nóg að segja ungmennum að halda sig frá vímuefnum eða áhættuhegðun við þurfum líka að veita þeim valkosti sem eru raunverulega aðlaðandi. Hægt að snúa blaðinu við Að fara út af sporinu þýðir ekki að framtíðin sé glötuð. Margir unglingar sem hafa farið út af sporinu ná að snúa lífi sínu við með réttri aðstoð og hvatningu, að trúa á þau og veita þeim annað tækifæri er lykilatriði. Spurningin er því ekki aðeins hvernig við getum komið í veg fyrir að unglingar fari út af brautinni, heldur einnig hvernig við getum hjálpað þeim sem þegar hafa villst af leið. Hafa öll stuðning og úrræði til þess að snúa við blaðinu? Því miður ekki. En við getum lagt okkar af mörkum með því að vera til staðar, veita tækifæri og búa til umhverfi þar sem þessi ungmenni finna öryggi og leið til að byggja sig upp að nýju. Allir eiga skilið annan séns en hann þarf að vera raunverulegur, með skilningi, stuðningi og trú á að breyting sé möguleg. Höfundur er nemandi í uppeldis- og menntunarfræði og Tómstunda- og félagsmálafræði.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun