Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. maí 2025 21:01 Horft yfir Langjökul. vísir/RAX Snjósöfnun á Vatnajökli í vetur var heldur rýrari en á meðalári og hopar jökullinn um 70 sentímetra á ári. Staðan í Langjökli er enn verri og á hann einungis um eina öld eftir að sögn verkefnastjóra í jöklafræði. Veturinn hafi verið óvenjulegur. Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands héldu á dögunum í leiðangur á Vatnajökul og Langjökul til að mæla snjósöfnun þar yfir veturinn. Árlega er haldið í slíka ferð til að leggja mat á afkomu þeirra. Engin snjósöfnun fyrir áramót Finnur Pálsson, verkefnastjóri í jöklafræði við Jarðvísindastofnun, segir mælingarnar sýna fram á mjög óvenjulegan vetur. „Við förum þarna um allan jökulinn og borum kjarna í gegnum snjólagið og vigtum hann til að vita hve mikið ígildi vatns þetta er á hverjum punkti fyrir sig. Í grófum dráttum vitum við að þessi vetur var mjög óvanalegur í snjósöfnun. Það var lítil snjósöfnun eða engin víðast hvar á jöklinum fyrir áramót. Í janúar febrúar, mars og apríl var þetta nokkurn veginn normal. Afkoman á Vatnajökli sé heldur rýrari en á meðalári og nemur um tuttugu sentímetrum af tveimur metrum í þykkt vatnslags. Það fari allt eftir sumrinu hvaða þýðingu það muni hafa fyrir jöklabúskapinn. Á síðustu 20 til 30 árum hefur jökullinn verið að rýrna um 60 til 70 sentímetra á ári. „Nú verðum við að vera bjartsýn og horfandi hérna upp í bláan himinn. Og vonast eftir góðu sumri. Þá eru þetta heldur daprar fréttir fyrir jökulinn.“ Minnkar um 1,5 metra á ári Staðan sé jafnvel verri í Langjökli sem tapar um 1,5 metra af þykkt sinni á ári og á því ekki ýkja mörg ár eftir. „Með einfaldri algebru er hægt að segja, því hann er kannski 200 metra þykkur. Þá getur maður deilt bara með einum og hálfum metra upp í 200 og það kemur einhver tala upp úr því, hundrað ár kannski.“ Aðgerðir í loftslagsmálum mældist minnst mikilvægast af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í nýlegri íslenskri rannsókn eftir að hafa mælst mikilvægast fyrir fjórum árum. Finnur segist harma þessa þróun. Skýr merki um loftslagsbreytingar blasi við í mælingum þeirra. „Við vitum alveg af hverju það eru að bráðna jöklar út um allan heim. Ísland er bara eitt dæmi.“ Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira
Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands héldu á dögunum í leiðangur á Vatnajökul og Langjökul til að mæla snjósöfnun þar yfir veturinn. Árlega er haldið í slíka ferð til að leggja mat á afkomu þeirra. Engin snjósöfnun fyrir áramót Finnur Pálsson, verkefnastjóri í jöklafræði við Jarðvísindastofnun, segir mælingarnar sýna fram á mjög óvenjulegan vetur. „Við förum þarna um allan jökulinn og borum kjarna í gegnum snjólagið og vigtum hann til að vita hve mikið ígildi vatns þetta er á hverjum punkti fyrir sig. Í grófum dráttum vitum við að þessi vetur var mjög óvanalegur í snjósöfnun. Það var lítil snjósöfnun eða engin víðast hvar á jöklinum fyrir áramót. Í janúar febrúar, mars og apríl var þetta nokkurn veginn normal. Afkoman á Vatnajökli sé heldur rýrari en á meðalári og nemur um tuttugu sentímetrum af tveimur metrum í þykkt vatnslags. Það fari allt eftir sumrinu hvaða þýðingu það muni hafa fyrir jöklabúskapinn. Á síðustu 20 til 30 árum hefur jökullinn verið að rýrna um 60 til 70 sentímetra á ári. „Nú verðum við að vera bjartsýn og horfandi hérna upp í bláan himinn. Og vonast eftir góðu sumri. Þá eru þetta heldur daprar fréttir fyrir jökulinn.“ Minnkar um 1,5 metra á ári Staðan sé jafnvel verri í Langjökli sem tapar um 1,5 metra af þykkt sinni á ári og á því ekki ýkja mörg ár eftir. „Með einfaldri algebru er hægt að segja, því hann er kannski 200 metra þykkur. Þá getur maður deilt bara með einum og hálfum metra upp í 200 og það kemur einhver tala upp úr því, hundrað ár kannski.“ Aðgerðir í loftslagsmálum mældist minnst mikilvægast af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í nýlegri íslenskri rannsókn eftir að hafa mælst mikilvægast fyrir fjórum árum. Finnur segist harma þessa þróun. Skýr merki um loftslagsbreytingar blasi við í mælingum þeirra. „Við vitum alveg af hverju það eru að bráðna jöklar út um allan heim. Ísland er bara eitt dæmi.“
Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira