Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. maí 2025 20:33 Landsmenn hafa notið sólarinnar undanfarna daga. Vísir/Anton Íslendingar nota fæstir nægilega mikla sólarvörn að mati lækna sem vara við því að það geti tekið óvarið fólk skamman tíma að brenna þessa dagana. Slíkt getur haft alvarleg áhrif síðar. Þeir hvetja fólk til að bera á sig sólarvörn og velja hana vel. Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarið sem hafa verið duglegir að njóta hennar. Læknar segja mikilvægt að fólk hugi vel að því þessa dagana að verja sig gegn sólargeislum og passi sérstaklega vel upp á börnin. „Það tekur ekki nema fimmtán til tuttugu mínútur að brenna ef þú ferð með alveg óvarða íslenska húð í út í sól sem kemur svona skyndilega að vori. Það er enn verra fyrir börn að brenna varðandi hættu á krabbameini og svoleiðis,“ segir Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans segir fólk geta sólbrunnið á skömmum tíma í veðri líkt og hefur verið síðustu daga.Vísir/Bjarni Þannig geti mikil vera í sól aukið líkur á ýmsum gerðum húðkrabbameina og hraðað öldrun húðarinnar. Sólarvörn, höfuðföt, sólgleraugu og langermabolir séu því mikilvæg þessa dagana til að verja fólk. „Skaðinn kemur, hann sést ekkert strax, hann kemur í ljós seinna. Af því það hefur áhrif á það sem kallast elastín í húðinni og fleira sem veldur því þá að andlitið sígur þá og hrukkur og slíkt.“ Þá sé mikilvægt að fólk beri á sig viðurkennda sólarvörn sem ver bæði fyrir UVA og UVB geislum og að það sé gert rétt. Flestir noti ekki nægilega mikið af henni. „Fólk notar of þunnt lag en maður þarf að nota dálítið vel af vörunni til þess að hún skili tilskyldum árangri,“ segir Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum. Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum segir mikilvægt að bera vel af sólarvörn á sig en flestir beri ekki nógu þykkt lag af vörninni. Vísir/Bjarni Ef bestu sólarvarnir séu bornar rétt á geti þær varið fólk fyrir 97 prósentum af geislunum. „Auðvitað á fólk að njóta lífsins og fara út í sólina en bara passa upp á umgengnina og hvernig fólk hegðar sér og bara reyna fyrir alla muni að forðast sólbruna.“ Landspítalinn Veður Krabbamein Sólin Heilbrigðismál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarið sem hafa verið duglegir að njóta hennar. Læknar segja mikilvægt að fólk hugi vel að því þessa dagana að verja sig gegn sólargeislum og passi sérstaklega vel upp á börnin. „Það tekur ekki nema fimmtán til tuttugu mínútur að brenna ef þú ferð með alveg óvarða íslenska húð í út í sól sem kemur svona skyndilega að vori. Það er enn verra fyrir börn að brenna varðandi hættu á krabbameini og svoleiðis,“ segir Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans segir fólk geta sólbrunnið á skömmum tíma í veðri líkt og hefur verið síðustu daga.Vísir/Bjarni Þannig geti mikil vera í sól aukið líkur á ýmsum gerðum húðkrabbameina og hraðað öldrun húðarinnar. Sólarvörn, höfuðföt, sólgleraugu og langermabolir séu því mikilvæg þessa dagana til að verja fólk. „Skaðinn kemur, hann sést ekkert strax, hann kemur í ljós seinna. Af því það hefur áhrif á það sem kallast elastín í húðinni og fleira sem veldur því þá að andlitið sígur þá og hrukkur og slíkt.“ Þá sé mikilvægt að fólk beri á sig viðurkennda sólarvörn sem ver bæði fyrir UVA og UVB geislum og að það sé gert rétt. Flestir noti ekki nægilega mikið af henni. „Fólk notar of þunnt lag en maður þarf að nota dálítið vel af vörunni til þess að hún skili tilskyldum árangri,“ segir Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum. Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum segir mikilvægt að bera vel af sólarvörn á sig en flestir beri ekki nógu þykkt lag af vörninni. Vísir/Bjarni Ef bestu sólarvarnir séu bornar rétt á geti þær varið fólk fyrir 97 prósentum af geislunum. „Auðvitað á fólk að njóta lífsins og fara út í sólina en bara passa upp á umgengnina og hvernig fólk hegðar sér og bara reyna fyrir alla muni að forðast sólbruna.“
Landspítalinn Veður Krabbamein Sólin Heilbrigðismál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira