„Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. maí 2025 14:31 Elín Rósa varð Evrópubikarmeistari með Val síðasta laugardag og hefur leik í úrslitakeppninni gegn Haukum í kvöld. vísir / anton brink Elín Rósa Magnúsdóttir var enn að jafna sig eftir að hafa lyft Evrópubikarnum þegar blaðamaður náði af henni tali í dag, fyrir úrslitaeinvígið gegn Haukum sem hefst í kvöld. Elín segir það krefjast kúnstar, en liðið sé gott í, að leggja Evrópubikarævintýrið til hliðar og einbeita sér að næsta verkefni. Lítill tími gefst milli leikja, aðeins þrír dagar. Valskonur fögnuðu sigrinum vel síðasta laugardag og hafa eytt síðustu tveimur dögum í endurheimt. „Við tókum frí á sunnudaginn og æfðum létt í gær, tókum fund og æfingu. Skipulögðum okkar og erum bara klárar í þetta.“ Hápunktur tímabilsins að baki Evrópubikarinn er mesta afrek í sögu íslensks kvennahandbolta, en baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er eftir. „Þetta er mjög sérstakt. Að vera mjög hátt uppi ennþá í gær og þurfa bara að hætta því. Maður þarf bara að stoppa. Það er mjög erfitt, en við erum góðar í að halda fókus á mikilvægasta verkefnið hverju sinni og nú eru það Haukar.“ Reynir á andlegu hliðina Þó liðið sé gott í því að halda fókus segir Elín það sannarlega reyna á hausinn, andlegu hliðina. „Maður er ennþá að fá sendar myndir og allt það. Ennþá verið að tala um þetta í kringum mann. Þannig að það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa á næsta verkefni.“ Evrópubikarinn gefur ekkert í úrslitaeinvíginu Þá var fókusinn færður á úrslitaeinvígið sjálft, sem hefst á Hlíðarenda klukkan hálf átta í kvöld. Liðin mættust einnig í úrslitum í fyrra, þar sem Valur vann einvígið 3-0. Á þessu tímabili mættust liðin þrisvar, Valur vann tvo leiki á heimavelli en tapaði leiknum á Ásvöllum. „Þetta er frábært lið og verður ekkert auðveldara þó við séum orðnar Evrópubikarmeistarar. Það skiptir engu máli í þessu samhengi. Frábært Haukalið með frábæra leikmenn og við munum þurfa að setja allt í þetta til þess að eiga möguleika.“ Elín var að lokum spurð út í stuðninginn sem liðið fékk síðasta laugardag og hvort hún ætti von á því að hann myndi haldast í úrslitaeinvíginu. „Það verður bara að koma í ljós. Við þurfum á góðum stuðningi að halda, ekki bara í Evrópubikarnum. Það er nóg um að vera þegar þú ert Valsari, karlarnir líka í úrslitaeinvíginu, en við þurfum áfram góðan stuðning og ég vona að það verði þannig í kvöld“ sagði Elín Rósa að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 28-25 | Valskonur Íslandsmeistarar Valur vann þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann einvígið 3-0 og vann alla titla sem í boði voru á Íslandi á þessu tímabili. 16. maí 2024 21:38 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Sjá meira
Lítill tími gefst milli leikja, aðeins þrír dagar. Valskonur fögnuðu sigrinum vel síðasta laugardag og hafa eytt síðustu tveimur dögum í endurheimt. „Við tókum frí á sunnudaginn og æfðum létt í gær, tókum fund og æfingu. Skipulögðum okkar og erum bara klárar í þetta.“ Hápunktur tímabilsins að baki Evrópubikarinn er mesta afrek í sögu íslensks kvennahandbolta, en baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er eftir. „Þetta er mjög sérstakt. Að vera mjög hátt uppi ennþá í gær og þurfa bara að hætta því. Maður þarf bara að stoppa. Það er mjög erfitt, en við erum góðar í að halda fókus á mikilvægasta verkefnið hverju sinni og nú eru það Haukar.“ Reynir á andlegu hliðina Þó liðið sé gott í því að halda fókus segir Elín það sannarlega reyna á hausinn, andlegu hliðina. „Maður er ennþá að fá sendar myndir og allt það. Ennþá verið að tala um þetta í kringum mann. Þannig að það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa á næsta verkefni.“ Evrópubikarinn gefur ekkert í úrslitaeinvíginu Þá var fókusinn færður á úrslitaeinvígið sjálft, sem hefst á Hlíðarenda klukkan hálf átta í kvöld. Liðin mættust einnig í úrslitum í fyrra, þar sem Valur vann einvígið 3-0. Á þessu tímabili mættust liðin þrisvar, Valur vann tvo leiki á heimavelli en tapaði leiknum á Ásvöllum. „Þetta er frábært lið og verður ekkert auðveldara þó við séum orðnar Evrópubikarmeistarar. Það skiptir engu máli í þessu samhengi. Frábært Haukalið með frábæra leikmenn og við munum þurfa að setja allt í þetta til þess að eiga möguleika.“ Elín var að lokum spurð út í stuðninginn sem liðið fékk síðasta laugardag og hvort hún ætti von á því að hann myndi haldast í úrslitaeinvíginu. „Það verður bara að koma í ljós. Við þurfum á góðum stuðningi að halda, ekki bara í Evrópubikarnum. Það er nóg um að vera þegar þú ert Valsari, karlarnir líka í úrslitaeinvíginu, en við þurfum áfram góðan stuðning og ég vona að það verði þannig í kvöld“ sagði Elín Rósa að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 28-25 | Valskonur Íslandsmeistarar Valur vann þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann einvígið 3-0 og vann alla titla sem í boði voru á Íslandi á þessu tímabili. 16. maí 2024 21:38 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Sjá meira
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 28-25 | Valskonur Íslandsmeistarar Valur vann þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann einvígið 3-0 og vann alla titla sem í boði voru á Íslandi á þessu tímabili. 16. maí 2024 21:38