Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 20. maí 2025 07:59 Báturinn endaði úti við grjótgarð. Landsbjörg Mannbjörg varð þegar lítill fiskibátur strandaði við grjótgarðinn fyrir utan höfnina á Rifi snemma í morgun. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg. Þar segir að um fjögur í nótt hafi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar borist neyðarkall á rás 16 frá fiskibát sem var á leið á miðin frá Rifi. Talsverð þoka hafi verið á staðnum og báturinn siglt upp í grjótgarð utan við höfnina á Rifi. Samkvæmt tilkynningu var ekki nema um klukkustund liðin frá því leit að öðrum fiskibát á Breiðafirði hafði verið hætt en fjallað var um það fyrr í morgun á Vísi. Áhöfnin á Björgu, björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Rifi voru þá samkvæmt tilkynningu rétt búin að ganga frá skipinu og því fljót að bregðast við þessu öðru útkalli næturinnar, þegar það barst. Þegar Björg kom að strandstað var henni siglt alveg upp að bátnum þar sem hann lá utan í garðinum og þannig var hægt að bjarga skipverjanum um borð. Farið var með hann í land þar sem hann fór svo til skoðunar á heilsugæslunni. Mikil þoka var við Rif í nótt og í morgun. Landsbjörg Björg fór svo aftur að bátnum, sem og minni björgunarbátur Lífsbjargar, björgunarsveitarinnar á Rifi, þar sem hafist var handa við verðmætabjörgun, en talsvert af lausamunum úr bátnum var á floti í sjónum allt um kring. Báturinn var þá í raun hálf sokkinn þar sem hann lá utan í garðinum. Lokið var við að hreinsa til á strandstað og báturinn skilinn eftir á garðinum nú á sjöunda tímanum í morgun. Þokan spilaði inn í Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu ekki ljóst hvað nákvæmlega gerðist en að það hafi verið ansi þétt þoka við Rif. „Það virðist hafa spilað eitthvað inn í þetta mál. Hann siglir upp í grjótgarðinn. Eitthvað villti þokan sýn,“ segir Jón Þór og að maðurinn sem var bjargað hafi ekki verið alvarlega slasaður. Báturinn sé talsvert skemmdur. Um er að ræða sjötta útkallið vegna lítils fiskibáts á rúmum sólarhring. Eitt útkallið var snemma í nótt og fjögur í gær. „Síðasti sólarhringur hefur verið óvenju annasamur. Við upplifðum það í gær að eiga fjögur björgunarskip á sjó með báta í drætti á sama tíma og svo í nótt. Áhöfnin á Björgu var að ganga frá í nótt þegar þetta útkall barst.“ Lét ekki vita af sér Í fyrra útkalli næturinnar var leitað að báti sem kom svo í ljós að var kominn til hafnar en hafði ekki verið tilkynnt um. „Það er náttúrlega sjófarendum mikilvægt öryggisatriði að tilkynna sig bæði út og inn þannig stjórnstöð Landhelgisgæslunnar viti af þeim. Annars er ekki hægt að bregðast við.“ Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Sjávarútvegur Snæfellsbær Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Talsverð þoka hafi verið á staðnum og báturinn siglt upp í grjótgarð utan við höfnina á Rifi. Samkvæmt tilkynningu var ekki nema um klukkustund liðin frá því leit að öðrum fiskibát á Breiðafirði hafði verið hætt en fjallað var um það fyrr í morgun á Vísi. Áhöfnin á Björgu, björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Rifi voru þá samkvæmt tilkynningu rétt búin að ganga frá skipinu og því fljót að bregðast við þessu öðru útkalli næturinnar, þegar það barst. Þegar Björg kom að strandstað var henni siglt alveg upp að bátnum þar sem hann lá utan í garðinum og þannig var hægt að bjarga skipverjanum um borð. Farið var með hann í land þar sem hann fór svo til skoðunar á heilsugæslunni. Mikil þoka var við Rif í nótt og í morgun. Landsbjörg Björg fór svo aftur að bátnum, sem og minni björgunarbátur Lífsbjargar, björgunarsveitarinnar á Rifi, þar sem hafist var handa við verðmætabjörgun, en talsvert af lausamunum úr bátnum var á floti í sjónum allt um kring. Báturinn var þá í raun hálf sokkinn þar sem hann lá utan í garðinum. Lokið var við að hreinsa til á strandstað og báturinn skilinn eftir á garðinum nú á sjöunda tímanum í morgun. Þokan spilaði inn í Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu ekki ljóst hvað nákvæmlega gerðist en að það hafi verið ansi þétt þoka við Rif. „Það virðist hafa spilað eitthvað inn í þetta mál. Hann siglir upp í grjótgarðinn. Eitthvað villti þokan sýn,“ segir Jón Þór og að maðurinn sem var bjargað hafi ekki verið alvarlega slasaður. Báturinn sé talsvert skemmdur. Um er að ræða sjötta útkallið vegna lítils fiskibáts á rúmum sólarhring. Eitt útkallið var snemma í nótt og fjögur í gær. „Síðasti sólarhringur hefur verið óvenju annasamur. Við upplifðum það í gær að eiga fjögur björgunarskip á sjó með báta í drætti á sama tíma og svo í nótt. Áhöfnin á Björgu var að ganga frá í nótt þegar þetta útkall barst.“ Lét ekki vita af sér Í fyrra útkalli næturinnar var leitað að báti sem kom svo í ljós að var kominn til hafnar en hafði ekki verið tilkynnt um. „Það er náttúrlega sjófarendum mikilvægt öryggisatriði að tilkynna sig bæði út og inn þannig stjórnstöð Landhelgisgæslunnar viti af þeim. Annars er ekki hægt að bregðast við.“
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Sjávarútvegur Snæfellsbær Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48