„Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 08:33 Andrea Kolbeinsdóttir varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi á sumardaginn fyrsta. Hún var þá að undirbúa sig fyrir Kaupmannahafnarmaraþonið en segir þá keppni hafa breyst í martröð. FRÍ Andrea Kolbeinsdóttir segir að hlaup sitt í Kaupmannahafnarmaraþoninu, sem hún hafði undirbúið sig svo lengi og vandlega fyrir, hafi fljótt breyst í hina mestu martröð. Þó að Andrea hafi hlaupið maraþonið á 2:46:10 klukkutímum og endað í 21. sæti í keppni kvenna í maraþoninu þá var hlaupið henni mikil vonbrigði. „Allt var eins og það átti að vera, þar til það var það ekki. Hlaupið sem ég var búin að bíða eftir svo lengi, varð fljótt að hinni mestu martröð,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins) Andra hélt jöfnum hraða fyrstu 25 kílómetrana, á bilinu 3:39 - 3:44 mín/km, en svo fór að halla undan fæti hjá þessari miklu afrekskonu og kílómetrana fimm frá 35-40 hljóp hún á 24 mínútum og 23 sekúndum, eða á 4:53 mín/km. „Líklegt að koffín og stress hafi valdið magaveseni, sem hrjáði mig í gegnum allt hlaupið,“ skrifar Andrea sem í aðdraganda keppnistímabilsins hafði meðal annars verið í æfingabúðum í Kenía. Hún ætlaði sér því stóra hluti í Kaupmannahöfn og virtist á réttri braut þegar hún til að mynda varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi, í Víðvangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta, þegar hún hljóp á 16:29 mínútum og var aðeins tveimur sekúndum frá Íslandsmeti sínu. Andrea lætur þó engan bilbug á sér finna og er staðráðin í að læra af því hvernig fór í Danmörku. Þó að hún hafi orðið langfyrst af íslensku konunum í hlaupinu þá ætlaði hún sér stærri hluti. Hún hljóp til að mynda heilt maraþon á 2:42:15 í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2023, fjórum mínútum hraðar en í hlaupinu fyrir rúmri viku. „Í stað þess að brjóta í mér hjartað, er allt fólkið í kringum mig búið að láta það stækka. Engin vinna til einskis, við lærum og reynum aftur,“ skrifar Andrea. Frjálsar íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana Sjá meira
Þó að Andrea hafi hlaupið maraþonið á 2:46:10 klukkutímum og endað í 21. sæti í keppni kvenna í maraþoninu þá var hlaupið henni mikil vonbrigði. „Allt var eins og það átti að vera, þar til það var það ekki. Hlaupið sem ég var búin að bíða eftir svo lengi, varð fljótt að hinni mestu martröð,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins) Andra hélt jöfnum hraða fyrstu 25 kílómetrana, á bilinu 3:39 - 3:44 mín/km, en svo fór að halla undan fæti hjá þessari miklu afrekskonu og kílómetrana fimm frá 35-40 hljóp hún á 24 mínútum og 23 sekúndum, eða á 4:53 mín/km. „Líklegt að koffín og stress hafi valdið magaveseni, sem hrjáði mig í gegnum allt hlaupið,“ skrifar Andrea sem í aðdraganda keppnistímabilsins hafði meðal annars verið í æfingabúðum í Kenía. Hún ætlaði sér því stóra hluti í Kaupmannahöfn og virtist á réttri braut þegar hún til að mynda varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi, í Víðvangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta, þegar hún hljóp á 16:29 mínútum og var aðeins tveimur sekúndum frá Íslandsmeti sínu. Andrea lætur þó engan bilbug á sér finna og er staðráðin í að læra af því hvernig fór í Danmörku. Þó að hún hafi orðið langfyrst af íslensku konunum í hlaupinu þá ætlaði hún sér stærri hluti. Hún hljóp til að mynda heilt maraþon á 2:42:15 í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2023, fjórum mínútum hraðar en í hlaupinu fyrir rúmri viku. „Í stað þess að brjóta í mér hjartað, er allt fólkið í kringum mig búið að láta það stækka. Engin vinna til einskis, við lærum og reynum aftur,“ skrifar Andrea.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana Sjá meira