Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Magnús Jochum Pálsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 18. maí 2025 23:35 Haraldur Ólafsson segir horfur á þremur góðum dögum til viðbótar áður en vætan kemur. Veðurfræðingur segir frávik í loftstraumum valda hlýjunni sem hefur verið undanfarna daga. Næstu þrjá daga verður áfram gott veður áður en væta tekur við. Honum þykir líklegt að maímet hafi fallið á þónokkrum stöðum í dag. Það hefur ekki farið framhjá neinum að sól og blíða hefur verið á landinu öllu þessa helgina þar sem hitinn hefur víðast hvar farið yfir tuttugu stig. Oddur Ævar, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti í Nauthólsvíkina og ræddi þar við Harald Ólafsson, veðurfræðing. Haraldur, hvað í ósköpunum er að gerast? „Það er einfaldlega rjómablíða út um allt. Þetta eru frávik í loftstraumum sem verða alltaf öðru hvoru. Þau eru sérstök að því leyti að núna er hlýtt í öllum landshlutum, það er yfir tuttugu stiga hiti í öllum landshlutum, sum staðar hátt í 25 stig og líka til fjalla,“ sagði Haraldur. Þannig það er enginn Íslendingur skilinn eftir? „Þeir eru allavega mjög fáir og þurfa eiginlega að vera úti á sjó,“ segir Haraldur. Þrír góðir dagar framundan En hvernig er þetta með framhaldið? Erum við að fara að fá nokkra svona daga í viðbót? „Það eru horfur á því að við fáum þrjá daga til viðbótar. Það verður líklega enginn af þeim þremur dögum eins góður og dagurinn í dag. En þeir verða góðir engu að síður. En svo á fimmtudag-föstudag fer hann líklega að skipta um gír með vætu mjög víða um land. Maður upplifir oft að þegar maður fær svona gott veður þá hljóti slæma veðrið að vera handan við hornið. Þú ert að segja mér að þetta gætu verið bestu dagar sumarsins? „Það veit maður svosem aldrei en við getum þó verið vissir um það að það mun koma slæmt veður fyrr eða síðar og það mun koma gott veður fyrr eða síðar.“ Það er oft verið að tala um met, núna er talað um met sem var slegið 1960. Erum við að keppa við það? „Það virðist vera að Reykjavík sé rétt undir metinu, gömlu maímeti, en mér finnst nú mjög líklegt að þó nokkrir staðir hafi farið upp fyrir maímet í dag.“ Veður Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að sól og blíða hefur verið á landinu öllu þessa helgina þar sem hitinn hefur víðast hvar farið yfir tuttugu stig. Oddur Ævar, fréttamaður Stöðvar 2, kíkti í Nauthólsvíkina og ræddi þar við Harald Ólafsson, veðurfræðing. Haraldur, hvað í ósköpunum er að gerast? „Það er einfaldlega rjómablíða út um allt. Þetta eru frávik í loftstraumum sem verða alltaf öðru hvoru. Þau eru sérstök að því leyti að núna er hlýtt í öllum landshlutum, það er yfir tuttugu stiga hiti í öllum landshlutum, sum staðar hátt í 25 stig og líka til fjalla,“ sagði Haraldur. Þannig það er enginn Íslendingur skilinn eftir? „Þeir eru allavega mjög fáir og þurfa eiginlega að vera úti á sjó,“ segir Haraldur. Þrír góðir dagar framundan En hvernig er þetta með framhaldið? Erum við að fara að fá nokkra svona daga í viðbót? „Það eru horfur á því að við fáum þrjá daga til viðbótar. Það verður líklega enginn af þeim þremur dögum eins góður og dagurinn í dag. En þeir verða góðir engu að síður. En svo á fimmtudag-föstudag fer hann líklega að skipta um gír með vætu mjög víða um land. Maður upplifir oft að þegar maður fær svona gott veður þá hljóti slæma veðrið að vera handan við hornið. Þú ert að segja mér að þetta gætu verið bestu dagar sumarsins? „Það veit maður svosem aldrei en við getum þó verið vissir um það að það mun koma slæmt veður fyrr eða síðar og það mun koma gott veður fyrr eða síðar.“ Það er oft verið að tala um met, núna er talað um met sem var slegið 1960. Erum við að keppa við það? „Það virðist vera að Reykjavík sé rétt undir metinu, gömlu maímeti, en mér finnst nú mjög líklegt að þó nokkrir staðir hafi farið upp fyrir maímet í dag.“
Veður Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Sjá meira