„Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2025 21:02 Breiðablik - Þór / KA besta deild kvenna Sumar 2024 Jóhann Kristinn Gunnarsson Vísir/Pawel Cieslikiewicz Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var ánægður með sigur liðsins gegn Fram í Bestu deildinni í dag en kallaði eftir að leikmenn væru betur verndaðir inni á vellinum. Jóhann Kristinn sagði að leikáætlunin hefði að einhverju leyti gengið upp hjá liði Þór/KA í dag. „Já og nei, það gekk vel að skora og við hefðum viljað fleiri mörk. Mér fannst við skapa nóg af færum en mér fannst við hleypa hættulegum leikmönnum þeirra í of góðar stöður og mér fannst við búa til öll færin fyrir þær og það var óþarfi.“ Hann var þó auðvitað ánægður með stigin þrjú. „Við verðum búin að gleyma því eftir viku að vinna 3-1 því það er eins og með töpin þá muna menn bara úrslitin en við hirðum stigin og erum mjög ánægð með það.“ Jóhann Kristinn var þó ósáttur með það sem hann kallaði frípassa til að meiða andstæðing í pirringi. „Ég var ánægður með stelpurnar því við erum alltaf að lenda í smá skakkaföllum. Ég er svo hrikalega ánægður með hópinn og það kemur maður í manns stað sama á hvað bjátar og þær leysa þetta mjög vel. Við höfum þurft að hreyfa liðið mikið útaf allskonar og þess vegna er ég svona ósáttur núna við leikstjórnina í þessum leik.“ „Það er ekkert sem gerist í þessu en ef maður hefði talist eitthverntíman sem leikmaður þá hefði ég verið mikið til í að fá svona frípassa að meiða einhvern í pirringi eins og við erum að horfa á hérna í dag. Við erum búin að missa leikmenn útaf þessu í meiðsli og erum mögulega að gera það í dag aftur og það er gjörsamlega óþolandi, það er ekki flókið hlutverk að verja leikmenn og ég er mjög ósáttur með það að það sé ekki tekið á þessu.“ Henríetta Ágústsdóttir leikmaður Þór/KA var frábær í fyrri hálfleik en Alda Ólafsdóttir leikmaður Fram fór í glannalega tæklingu á 31. mínútu og lá Henríetta eftir og þurfti á aðhlynningu sjúkraþjálfara að halda. Hún kláraði þó að spila fyrri hálfleik en neyddist út af vellinum á fyrstu mínútu í seinni hálfleik. „Staðan á Henríettu er ekkert spes af því að framherji Fram fékk frípassa til þess að meiða í pirringi og ég er hrikalega ósáttur með það. Þetta þýðir að nú er bara keppni fyrir hana að reyna að jafna sig á eitthverjum vikum og því miður lítur þetta ekki nógu vel út.“ Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fram Þór Akureyri KA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Jóhann Kristinn sagði að leikáætlunin hefði að einhverju leyti gengið upp hjá liði Þór/KA í dag. „Já og nei, það gekk vel að skora og við hefðum viljað fleiri mörk. Mér fannst við skapa nóg af færum en mér fannst við hleypa hættulegum leikmönnum þeirra í of góðar stöður og mér fannst við búa til öll færin fyrir þær og það var óþarfi.“ Hann var þó auðvitað ánægður með stigin þrjú. „Við verðum búin að gleyma því eftir viku að vinna 3-1 því það er eins og með töpin þá muna menn bara úrslitin en við hirðum stigin og erum mjög ánægð með það.“ Jóhann Kristinn var þó ósáttur með það sem hann kallaði frípassa til að meiða andstæðing í pirringi. „Ég var ánægður með stelpurnar því við erum alltaf að lenda í smá skakkaföllum. Ég er svo hrikalega ánægður með hópinn og það kemur maður í manns stað sama á hvað bjátar og þær leysa þetta mjög vel. Við höfum þurft að hreyfa liðið mikið útaf allskonar og þess vegna er ég svona ósáttur núna við leikstjórnina í þessum leik.“ „Það er ekkert sem gerist í þessu en ef maður hefði talist eitthverntíman sem leikmaður þá hefði ég verið mikið til í að fá svona frípassa að meiða einhvern í pirringi eins og við erum að horfa á hérna í dag. Við erum búin að missa leikmenn útaf þessu í meiðsli og erum mögulega að gera það í dag aftur og það er gjörsamlega óþolandi, það er ekki flókið hlutverk að verja leikmenn og ég er mjög ósáttur með það að það sé ekki tekið á þessu.“ Henríetta Ágústsdóttir leikmaður Þór/KA var frábær í fyrri hálfleik en Alda Ólafsdóttir leikmaður Fram fór í glannalega tæklingu á 31. mínútu og lá Henríetta eftir og þurfti á aðhlynningu sjúkraþjálfara að halda. Hún kláraði þó að spila fyrri hálfleik en neyddist út af vellinum á fyrstu mínútu í seinni hálfleik. „Staðan á Henríettu er ekkert spes af því að framherji Fram fékk frípassa til þess að meiða í pirringi og ég er hrikalega ósáttur með það. Þetta þýðir að nú er bara keppni fyrir hana að reyna að jafna sig á eitthverjum vikum og því miður lítur þetta ekki nógu vel út.“
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fram Þór Akureyri KA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira