„Sjálfum okkur verstar” Ólafur Þór Jónsson skrifar 17. maí 2025 17:17 Guðni Eiríksson, þjálfari FH. Vísir/Pawel FH tapaði 4-1 gegn Þrótti í 6. umferð Bestu deildar kvenna og var Guðni Eiríksson, þjálfari FH, ekki sáttur með frammistöðu liðsins. Hann ræddi við Vísi eftir leik og fór yfir það sem fór úrskeiðis. „Það er alveg klárt mál að liðið var ekki klárt þegar leikurinn fór af stað. Þegar þú færð á þig mark eftir mínútu þá ertu ekki „on it“. sagði Guðni en FH lenti undir eftir tveggja mínútna leik. „Fáum svo á okkur annað mark svo stuttu síðar. Þannig við hefjum eigilega leik tveimur mörkum undir. Það er ofsalega erfitt að díla við það en mér fannst við koma okkur inní leikinn þá. Við minnkum muninn og á þeim tímapunkti finnst mér við vera með leikinn algjörlega.“ Guðni viðurkenndi að liðið hefði spilað ágætlega en einbeitingu hefði skort í varnarleiknum. „Öll mörkin eru einhver trúðamörk. Þriðja markið var ofboðslega vont að fá. Það var högg þegar við vorum að sækja jöfnunarmark. Missum síðan fyrirliðan okkar útaf í meiðsli, sem er ömurlegt. Það er einhver bölvun á varnarlínu FH liðsins það sem af er sumri, missum ítrekað leikmenn í meiðsli þar.“ Hann vildi ekki meina að hann þyrfti að hafa áhyggjur af þessu einbeitingarleysi varnarlínunnar. „Fram að þessum leik vorum við búnar að fá á okkur tvö mörk þannig ég hef ekki áhyggjur af því. Ef þetta væri saga liðsins leik eftir leik þá þyrfti ég eitthvað að fara að skoða varnarleikinn. Mér fannst þetta bara algjör trúðamörk sem við vorum að gefa.” sagði Guðni og bætti við: „Erum sjálfum okkur verstar. Vona að þetta hafi bara verið einn af þessum dögum þar sem hlutirnir bara fokkast upp og við gefum þeim alltof ódýr mörk. Það kann ekki góðri lukku að stýra gegn öflugu liði Þróttar.“ Þetta var fyrsti tapleikur FH á tímabilinu sem var fyrir leikinn í öðru sæti í deildinni. „Sleikjum sárin í dag og svo áfram gakk. Maí er rétt hálfnaður og mótið klárast í lok október. Þurfum að fara í gegnum sigra, jafntefli og töp. Verkefnið í dag er að fara í gegnum tap og við þurfum að svara fyrir það í næsta leik.“ sagði Guðni að lokum. Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík FH Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
„Það er alveg klárt mál að liðið var ekki klárt þegar leikurinn fór af stað. Þegar þú færð á þig mark eftir mínútu þá ertu ekki „on it“. sagði Guðni en FH lenti undir eftir tveggja mínútna leik. „Fáum svo á okkur annað mark svo stuttu síðar. Þannig við hefjum eigilega leik tveimur mörkum undir. Það er ofsalega erfitt að díla við það en mér fannst við koma okkur inní leikinn þá. Við minnkum muninn og á þeim tímapunkti finnst mér við vera með leikinn algjörlega.“ Guðni viðurkenndi að liðið hefði spilað ágætlega en einbeitingu hefði skort í varnarleiknum. „Öll mörkin eru einhver trúðamörk. Þriðja markið var ofboðslega vont að fá. Það var högg þegar við vorum að sækja jöfnunarmark. Missum síðan fyrirliðan okkar útaf í meiðsli, sem er ömurlegt. Það er einhver bölvun á varnarlínu FH liðsins það sem af er sumri, missum ítrekað leikmenn í meiðsli þar.“ Hann vildi ekki meina að hann þyrfti að hafa áhyggjur af þessu einbeitingarleysi varnarlínunnar. „Fram að þessum leik vorum við búnar að fá á okkur tvö mörk þannig ég hef ekki áhyggjur af því. Ef þetta væri saga liðsins leik eftir leik þá þyrfti ég eitthvað að fara að skoða varnarleikinn. Mér fannst þetta bara algjör trúðamörk sem við vorum að gefa.” sagði Guðni og bætti við: „Erum sjálfum okkur verstar. Vona að þetta hafi bara verið einn af þessum dögum þar sem hlutirnir bara fokkast upp og við gefum þeim alltof ódýr mörk. Það kann ekki góðri lukku að stýra gegn öflugu liði Þróttar.“ Þetta var fyrsti tapleikur FH á tímabilinu sem var fyrir leikinn í öðru sæti í deildinni. „Sleikjum sárin í dag og svo áfram gakk. Maí er rétt hálfnaður og mótið klárast í lok október. Þurfum að fara í gegnum sigra, jafntefli og töp. Verkefnið í dag er að fara í gegnum tap og við þurfum að svara fyrir það í næsta leik.“ sagði Guðni að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík FH Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira