„Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 11:30 Oliver Glasner hefur gert frábæra hluti sem knattspyrnustjóri Crystal Palace. Getty/Rob Newell Þó að Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, vilji ekki tala of mikið um það þá hefur liðið aldrei verið nær því en í dag að vinna sinn fyrsta stóra titil. Mótherjinn er hins vegar Manchester City. Úrslitaleikurinn er á Wembley klukkan 15:30 í dag en bein útsending á Vodafone Sport hefst korteri fyrr. Á meðan City hefur rakað inn titlum á síðustu þrettán árum og spilað urmul risaleikja þá eru Palace-menn í nýjum aðstæðum og það er ekki síst hinum fimmtuga Austurríkismann Glasner að þakka. Hann er hins vegar vel meðvitaður um það að með tapi í dag gleymist frammistaða Palace í vetur fljótt: „Þú talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa,“ sagði Glasner háfleygur í viðtali við BBC. Here we go 😍#CPFC pic.twitter.com/MjXaW5VU9C— Crystal Palace F.C. (@CPFC) May 17, 2025 Sama hvernig fer í dag þá hefur hann hins vegar gert frábæra hluti með Palace síðan hann tók við liðinu af Roy Hodgson í febrúar í fyrra. Enginn fyrrverandi stjóri Palace getur státað af betri stigasöfnun eða að meðaltali 1,49 stig í leik. Samt byrjaði Palace þessa leiktíð afar illa og vann ekki deildarleik fyrr en 27. október. Það tók tíma að jafna sig á brotthvarfi Michael Olise til Bayern München síðasta sumar auk þess sem sjö leikmenn liðsins fóru í úrslit á stórmótum landsliða og þurftu tíma til að jafna sig. Frá því að Palace hrökk í gang, með sigri gegn Tottenham 27. október, er liðið hins vegar í sjötta sæti yfir þau lið sem hafa safnað flestum stigum í úrvalsdeildinni, á eftir Liverpool, Newcastle, Arsenal, Chelsea og Nottingham Forest. Gengið hefur því í raun verið betra en hjá City, þó að veðbankar séu sammála um að City sé mun líklegra til að lyfta bikarnum í dag. „Ég er mjög ánægður. Ekki bara með framfarir okkar heldur umhverfið sem við höfum skapað hérna á æfingasvæðinu og í félaginu. Við erum með mikinn metnað, það leggja allir hart að sér til að ná framförum, og það er aðalástæðan fyrir því hvar við erum stödd núna í lok leiktíðarinnar,“ sagði Glasner en Palace er í 12. sæti úrvalsdeildarinnar og þarf bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að toppa sinn allra besta árangur í sögunni. „Við höfum virkilega fest okkur í sessi á miðri töflunni og erum meira í því að horfa á liðin fyrir ofan okkur en fyrir neðan okkur. Við erum líka komnir í úrslitaleik bikarsins og ég er mjög ánægður með það sem hefur gerst á síðustu 15-16 mánuðum,“ sagði Glasner. Enski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Úrslitaleikurinn er á Wembley klukkan 15:30 í dag en bein útsending á Vodafone Sport hefst korteri fyrr. Á meðan City hefur rakað inn titlum á síðustu þrettán árum og spilað urmul risaleikja þá eru Palace-menn í nýjum aðstæðum og það er ekki síst hinum fimmtuga Austurríkismann Glasner að þakka. Hann er hins vegar vel meðvitaður um það að með tapi í dag gleymist frammistaða Palace í vetur fljótt: „Þú talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa,“ sagði Glasner háfleygur í viðtali við BBC. Here we go 😍#CPFC pic.twitter.com/MjXaW5VU9C— Crystal Palace F.C. (@CPFC) May 17, 2025 Sama hvernig fer í dag þá hefur hann hins vegar gert frábæra hluti með Palace síðan hann tók við liðinu af Roy Hodgson í febrúar í fyrra. Enginn fyrrverandi stjóri Palace getur státað af betri stigasöfnun eða að meðaltali 1,49 stig í leik. Samt byrjaði Palace þessa leiktíð afar illa og vann ekki deildarleik fyrr en 27. október. Það tók tíma að jafna sig á brotthvarfi Michael Olise til Bayern München síðasta sumar auk þess sem sjö leikmenn liðsins fóru í úrslit á stórmótum landsliða og þurftu tíma til að jafna sig. Frá því að Palace hrökk í gang, með sigri gegn Tottenham 27. október, er liðið hins vegar í sjötta sæti yfir þau lið sem hafa safnað flestum stigum í úrvalsdeildinni, á eftir Liverpool, Newcastle, Arsenal, Chelsea og Nottingham Forest. Gengið hefur því í raun verið betra en hjá City, þó að veðbankar séu sammála um að City sé mun líklegra til að lyfta bikarnum í dag. „Ég er mjög ánægður. Ekki bara með framfarir okkar heldur umhverfið sem við höfum skapað hérna á æfingasvæðinu og í félaginu. Við erum með mikinn metnað, það leggja allir hart að sér til að ná framförum, og það er aðalástæðan fyrir því hvar við erum stödd núna í lok leiktíðarinnar,“ sagði Glasner en Palace er í 12. sæti úrvalsdeildarinnar og þarf bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að toppa sinn allra besta árangur í sögunni. „Við höfum virkilega fest okkur í sessi á miðri töflunni og erum meira í því að horfa á liðin fyrir ofan okkur en fyrir neðan okkur. Við erum líka komnir í úrslitaleik bikarsins og ég er mjög ánægður með það sem hefur gerst á síðustu 15-16 mánuðum,“ sagði Glasner.
Enski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira