Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 07:02 Forsetinn Gianni Infantino er mættur á þing FIFA en sýndi því ákveðna vanvirðingu að mati fulltrúa UEFA með því að mæta seint. Getty/Buda Mendes UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sakar forseta FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, um að setja sína eigin pólitísku hagsmuni í forgang og hafa af þeim sökum mætt of seint á 75. þing FIFA sem fram fer í Ascunsion, höfuðborg Paragvæ. Infantino hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd ásamt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og mætti til Ascunsion eftir að þing sambandsins sem hann er í forsvari fyrir átti að hefjast. Upphafi þingsins var frestað um þrjá klukkutíma af þessum sökum. Infantino útskýrði ferðalag sitt með því að hann hefði verið að nýta mikilvægt tækifæri til að vera „fulltrúi fótboltans“ í „mikilvægum samræðum“ við „leiðtoga heimsins í stjórnmálum og efnahagsmálum“, samkvæmt frétt BBC. Til að mótmæla hegðun Infantino og lýsa vanþóknun sinni með táknrænum hætti þá yfirgaf hópur af fulltrúum Evrópu samkunduna á fimmtudag og sneri ekki aftur þann dag. Samkvæmt frétt The Athletic fór Alexander Ceferin, forseti UEFA, fyrir þessum hópi sem í voru allir átta fulltrúar Evrópu í FIFA-ráðinu. Ísland á ekki sæti í ráðinu en fulltrúar KSÍ eru hins vegar mættir á þingið eins og fulltrúar annarra knattspyrnusambanda. UEFA segir í yfirlýsingu afar miður að gerðar hafi verið breytingar á dagskrá þingsins, á síðustu stundu, og að því verði að svara. „Þing FIFA er ein mikilvægasta samkoma alþjóða fótboltans, þar sem allar 211 þjóðir íþróttarinnar koma saman til að ræða málefni sem hafa áhrif á íþróttina yfir allan heiminn. Það hjálpar íþróttinni ekkert og virðist setja hana í aftursætið, að breyta dagskránni á síðustu stundu að því er virðist eingöngu til að þjóna pólitískum einkahagsmunum. Við erum öll hérna til að þjóna fótboltanum, frá strætunum og að verðlaunapöllunum, og fulltrúar UEFA í FIFA-ráðinu töldu nauðsynlegt að sýna afstöðu sína með því að fara á þeim tíma sem dagskráin hafði áður gert ráð fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. UEFA FIFA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Infantino hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd ásamt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og mætti til Ascunsion eftir að þing sambandsins sem hann er í forsvari fyrir átti að hefjast. Upphafi þingsins var frestað um þrjá klukkutíma af þessum sökum. Infantino útskýrði ferðalag sitt með því að hann hefði verið að nýta mikilvægt tækifæri til að vera „fulltrúi fótboltans“ í „mikilvægum samræðum“ við „leiðtoga heimsins í stjórnmálum og efnahagsmálum“, samkvæmt frétt BBC. Til að mótmæla hegðun Infantino og lýsa vanþóknun sinni með táknrænum hætti þá yfirgaf hópur af fulltrúum Evrópu samkunduna á fimmtudag og sneri ekki aftur þann dag. Samkvæmt frétt The Athletic fór Alexander Ceferin, forseti UEFA, fyrir þessum hópi sem í voru allir átta fulltrúar Evrópu í FIFA-ráðinu. Ísland á ekki sæti í ráðinu en fulltrúar KSÍ eru hins vegar mættir á þingið eins og fulltrúar annarra knattspyrnusambanda. UEFA segir í yfirlýsingu afar miður að gerðar hafi verið breytingar á dagskrá þingsins, á síðustu stundu, og að því verði að svara. „Þing FIFA er ein mikilvægasta samkoma alþjóða fótboltans, þar sem allar 211 þjóðir íþróttarinnar koma saman til að ræða málefni sem hafa áhrif á íþróttina yfir allan heiminn. Það hjálpar íþróttinni ekkert og virðist setja hana í aftursætið, að breyta dagskránni á síðustu stundu að því er virðist eingöngu til að þjóna pólitískum einkahagsmunum. Við erum öll hérna til að þjóna fótboltanum, frá strætunum og að verðlaunapöllunum, og fulltrúar UEFA í FIFA-ráðinu töldu nauðsynlegt að sýna afstöðu sína með því að fara á þeim tíma sem dagskráin hafði áður gert ráð fyrir,“ segir í yfirlýsingunni.
UEFA FIFA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira