Íslenski boltinn

Sætur sigur HK og Vil­helm bjargaði stigi fyrir ÍR

Sindri Sverrisson skrifar
Hermann Hreiðarsson og hans menn sóttu þrjú stig í Breiðholtið í kvöld.
Hermann Hreiðarsson og hans menn sóttu þrjú stig í Breiðholtið í kvöld. Mynd: HK

Lengjudeild karla í fótbolta virðist ætla að fara af stað með spennandi hætti og spennan var í það minnsta mikil í leikjunum þremur í kvöld.

HK sótti afar sætan 1-0 sigur yfir í Breiðholtið gegn Leikni þar sem Dagur ingi Axelsson gerði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok.

Njarðvík var nálægt því að ná einnig í sigur, gegn ÍR, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í Reykjanesbænum. Oumar Diouck gat tryggt Njarðvík sigur af vítapunktinum en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson reyndist hetja ÍR-inga og varði frá honum. Marc McAusland hafði komið ÍR yfir á sínum gamla heimavelli, á 82. mínútu, en Svavar Örn Þórðarson jafnaði tveimur mínútum síðar.

Jafnt hjá Fjölni og Fylki

Í Grafarvoginum voru Fjölnismenn svo yfir stóran hluta leiksins gegn Fylki en niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Árni Steinn Sigursteinsson kom Fjölni yfir á 16. mínútu en þegar tíu mínútur lifðu leiks náði Orri Sveinn Segatta að jafna metin fyrir Árbæinga.

HK, Njarðvík og ÍR eru því efst í deildinni með fimm stig hvert eftir þrjá leiki, en Fylkir, Þór og Þróttur eru með fjögur stig hvert eftir tvo leiki. Fjölnir er með tvö stig en Leiknir enn aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina.

Á morgun mætast Selfoss og Völsungur en á sunnudaginn eigast við Þór og Keflavík á Akureyri, og Þróttur og Grindavík í Laugardalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×