Glæsi­mark Rice gull­tryggði Arsenal Meistara­deildarsæti

Declan Rice fagnar glæsilegu sigurmarki sínu í dag.
Declan Rice fagnar glæsilegu sigurmarki sínu í dag. Vísir/Getty

Arsenal nánast gulltryggði sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð með því að leggja Newcastle að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrir leikinn hafði Arsenal ekki unnið deildarleik síðan 20. apríl.

Leikurinn byrjaði fjörlega og strax í upphafi þurfti David Raya að taka á honum stóra sínum í marki Arsenal þegar hann varði skot frá Bruno Guimares eftir að hafa sjálfur átt slaka sendingu frá marki sínu.

Arsenal ógnaði í föstum leikatriðum og Leandro Trossard var nálægt því að ná forystunni áður en Raya átti aðra góða vörslu, að þessu sinni eftir skot frá Harvey Barnes. Raya var á þessum tímapunkti nánast að halda Arsenal inni í leiknum en hann varði alls fimm skot í fyrri hálfleiknum og kom í veg fyrir að gestirnir næðu forystunni.

Arsenal kom hins vegar betur út í seinni hálfleikinn. Eftir tíu mínútna leik skoraði Declan Rice fyrsta mark leiksins þegar hann átti frábært skot frá vítateig sem endaði í fjærhorninu. Virkilega vel gert en Rice hefur átt gott tímabil í liði Arsenal.

Newcastle reyndi að finna jöfnunarmark en Arsenal varðist vel og ógnaði í skyndisóknum. Gestirnir reyndu mikið af fyrirgjöfum sem heppnuðust misjafnlega og undir lokin var markvörðuinn Nick Pope sendur fram en allt kom fyrir ekki. Arsenal fagnaði sigri og Newcastle tókst ekki að stela 2. sætinu af Skyttunum.

Arsenal er nú með 71 stig í 2. sæti en Newcastle, Chelsea og Aston Villa koma í sætunum þar á eftir með 65 stig og Manchester City þvínæst með 65 stig. City á tvo leiki eftir en hin liðin einn og lærisveinar Pep Guardiola gætu náð Arsenal að stigum en slakari markatala gerir það afar ólíklegt að þeir steli 2. sætinu af Arsenal.

Baráttan um síðustu Meistaradeildarsætin verður hins vegar í algleymingi í lokaumferðinni því fimm lið munu þar berjast um þrjú sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira