Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2025 07:02 Stuðningsfólk Manchester United er ekki beint ánægt með eigendur félagsins. James Gill/Getty Images Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, hefur ákveðið að borga fyrir fjölskyldur starfsliðs síns á úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir að í ljós kom að félagið myndi aðeins gefa hverjum starfsmanni möguleika á að kaupa tvo miða á leikinn gegn Tottenham Hotspur. ESPN greinir frá því að starfslið aðalliðs Man United hafi aðeins fengið möguleika á að kaupa tvo miða á leikinn. Þá var félagið ekki til í að leggja neitt til varðandi ferðakostnað. Það kemur í raun ekki á óvart þar sem Sir Jim Ratcliffe og Glazer-fjölskyldan gerðu slíkt hið sama þegar félagið komst í úrslit ensku bikarkeppninnar á síðasta ári. Þá reyndi fyrirliðinn Bruno Fernandes að kaupa miða fyrir þá meðlimi starfsliðsins sem ekki fengu miða en forráðamenn félagsins leyfðu það ekki því það myndi líta illa út fyrir þá. Áður var venjan að félagið borgaði fyrir ferðina til Lundúna, gistingu og miða á völlinn en nú eru breyttir tímar. Þjálfarinn Rúben Amorim tók þetta hins vegar ekki í mál og vildi sýna stuðning í verki. Hann hefur því ákveðið að sjá til þess að allir starfsmenn geti tekið tvo aðila með sér á leikinn. Svo virðist sem hann hafi fengið það í gegn ólíkt Bruni á síðustu leiktíð. Í frétt ESPN um málið er bent á að París Saint-Germain hafi ákveðið að borga fyrir 600 starfsmenn félagsins á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Ruben Amorim pays for Manchester United staff tickets for Europa League final after being told club would not fund trip to Bilbao https://t.co/YUve1Ek5TF— Mark Ogden (@MarkOgden_) May 13, 2025 Man United og Tottenham mætast í Bilbao þann 21. maí næstkomandi. Sigurvegarinn stendur uppi sem Evrópudeildarmeistari og mun taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liðin eru í 16. og 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
ESPN greinir frá því að starfslið aðalliðs Man United hafi aðeins fengið möguleika á að kaupa tvo miða á leikinn. Þá var félagið ekki til í að leggja neitt til varðandi ferðakostnað. Það kemur í raun ekki á óvart þar sem Sir Jim Ratcliffe og Glazer-fjölskyldan gerðu slíkt hið sama þegar félagið komst í úrslit ensku bikarkeppninnar á síðasta ári. Þá reyndi fyrirliðinn Bruno Fernandes að kaupa miða fyrir þá meðlimi starfsliðsins sem ekki fengu miða en forráðamenn félagsins leyfðu það ekki því það myndi líta illa út fyrir þá. Áður var venjan að félagið borgaði fyrir ferðina til Lundúna, gistingu og miða á völlinn en nú eru breyttir tímar. Þjálfarinn Rúben Amorim tók þetta hins vegar ekki í mál og vildi sýna stuðning í verki. Hann hefur því ákveðið að sjá til þess að allir starfsmenn geti tekið tvo aðila með sér á leikinn. Svo virðist sem hann hafi fengið það í gegn ólíkt Bruni á síðustu leiktíð. Í frétt ESPN um málið er bent á að París Saint-Germain hafi ákveðið að borga fyrir 600 starfsmenn félagsins á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Ruben Amorim pays for Manchester United staff tickets for Europa League final after being told club would not fund trip to Bilbao https://t.co/YUve1Ek5TF— Mark Ogden (@MarkOgden_) May 13, 2025 Man United og Tottenham mætast í Bilbao þann 21. maí næstkomandi. Sigurvegarinn stendur uppi sem Evrópudeildarmeistari og mun taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liðin eru í 16. og 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira