Handbolti

EM-riðillinn: Ítalía, Pól­land og Ung­verja­land

Sindri Sverrisson skrifar
Íslenska landsliðið vann alla sex leiki sína í undankeppni EM og hefur átt fast sæti á mótinu frá aldamótum.
Íslenska landsliðið vann alla sex leiki sína í undankeppni EM og hefur átt fast sæti á mótinu frá aldamótum. vísir/Anton

Ísland er í riðli með Ítalíu, Póllandi og Ungverjalandi á Evrópumóti karla í handbolta sem fram fer frá 15. janúar til 2. febrúar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Ísland var á meðal fyrstu liða til að tryggja sig inn á EM en mótið fer fram á Norðurlöndunum að þessu sinni. 

Íslandi var raðað í 2. styrkleikaflokk af fjórum fyrir dráttinn í dag. Ungverjaland er í 1. styrkleikaflokki, Pólland í 3. og Ítalía í 4. styrkleikaflokki.

Ísland var eitt af sex liðum sem raðað var í riðil fyrir löngu síðan. Svíar völdu Íslendinga í F-riðilinn sem spilaður verður í Kristianstad enda fjölmenntu Íslendingar til bæjarins á HM 2023 og vöktu athygli. Þýskaland var sett í A-riðil, Danmörk í B-riðil, Noregur í C-riðil, Færeyjar í D-riðil og Svíþjóð í E-riðil.

Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram í milliriðla. Ef Ísland kemst upp úr F-riðli mun liðið spila í milliriðli tvö í Malmö, ásamt liðunum úr D- og E-riðli. Tvö efstu liðin í milliriðlinum komast svo í undanúrslit mótsins.

Styrkleikaflokkarnir:

  • Flokkur 1: Frakkland, Danmörk, Svíþjóð, Þýskaland, Ungverjaland, Slóvenía.
  • Flokkur 2: Portúgal, Noregur, ÍSLAND, Króatía, Spánn, Færeyjar.
  • Flokkur 3: Austurríki, Holland, Svartfjallaland, Tékkland, Pólland, Norður-Makedónía.
  • Flokkur 4: Georgía, Serbía, Sviss, Rúmenía, Úkraína, Ítalía.

Drátturinn í heild sinni

  • A-riðill: Þýska­land, Spánn, Aust­ur­ríki, Serbía.
  • B-riðill: Dan­mörk, Portúgal, Norður-Makedón­ía, Rúm­en­ía.
  • C-riðill: Frakk­land, Nor­eg­ur, Tékk­land, Úkraína.
  • D-riðill: Slóven­ía, Fær­eyj­ar, Svart­fjalla­land, Sviss.
  • E-riðill: Svíþjóð, Króatía, Hol­land, Georgía.
  • F-riðill: Ung­verja­land, Ísland, Pól­land, Ítal­ía.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×