Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2025 20:36 Pétur, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu og Einar Ágúst, formaður björgunarfélagsins á staðnum tóku fyrstu skóflustunguna að viðstöddum gestum, sem boðið var til athafnarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdir eru nú að hefjast við byggingu björgunarmiðstöðvar á Flúðum þar sem slökkviliðið á staðnum og björgunarfélagið verða undir sama þaki. Húsið verður um 1200 fermetrar á stærð og á að verða tilbúið í desember næstkomandi. Það rigndi og rigndi þegar fyrsta skóflustungan að nýju björgunarmiðstöðinni við Iðjulóð á Flúðum var tekin nýlega af slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu og formanni Björgunarfélagsins Eyvindar á Flúðum. Eftir skóflustunguna stytti strax upp, fólk fór að spjalla saman og svo var haldið í húsnæði slökkviliðsins á staðnum. „Þetta verður svona björgunarmiðstöð þar sem við erum saman í húsi og getum þá deilt ákveðnum hlutum, sem við vinnum með saman,“ segir Einar Ágúst Hjörleifsson, formaður Björgunarfélagsins Eyvindar. „Við erum í sitthvoru húsnæðinu hér á Flúðum eins og staðan hefur verið undanfarin ár og þarna erum við að gera ráð fyrir vaxtarmöguleikum enda er þetta vaxandi samfélag hér í uppsveitum Árnessýslu allt saman. Og við völdum dag í þetta þar sem engin hætta er á gróður eldum. Það rigndi eldi og brennisteini á meðan við stungum þessar holur okkar og drifum okkur svo hingað í skjól eins hratt og við gátum,” segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Samfélagið á Flúðum og þar með í Hrunamannahreppi er mjög vaxandi enda fjölgar og fjölgar nýjum íbúum í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Báðir eru þeir sammála um nauðsyn þess að hafa öflugt slökkvilið og björgunarsveit á Flúðum í góðu húsnæði með góðum tækjakosti, enda samfélagið allt mjög vaxandi í Hrunamannahreppi og í sveitarfélögunum þar í kring. Fjórtán starfa í slökkviliðinu á Flúðum. „Við erum auðvitað að hugsa um íbúa sýslunnar og vegfarendur því við sinnum auðvitað almennum björgunarstörfum varðandi klippur og annað og síðan auðvitað með vaxandi gróðri þá eykst gróðureldahætta og mjög mikilvægt að hér sé öflugt starf bæði björgunarsveita og slökkviliðs,” bætir Pétur við. Björgunarmiðstöðin verður límtréshús með steinullareiningum, sem Harri Kjartansson, húsasmíðameistari á Flúðum mun sjá um að reisa með sínu fólki. „Við ætlum að flytja inn í desember, það er allavega planið. Stærð hússins verður um 1200 fermetrar og það kostar helling af peningum”, segir Einar Ágúst. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og Pétur slökkviliðsstjóri spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Björgunarsveitir Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Það rigndi og rigndi þegar fyrsta skóflustungan að nýju björgunarmiðstöðinni við Iðjulóð á Flúðum var tekin nýlega af slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu og formanni Björgunarfélagsins Eyvindar á Flúðum. Eftir skóflustunguna stytti strax upp, fólk fór að spjalla saman og svo var haldið í húsnæði slökkviliðsins á staðnum. „Þetta verður svona björgunarmiðstöð þar sem við erum saman í húsi og getum þá deilt ákveðnum hlutum, sem við vinnum með saman,“ segir Einar Ágúst Hjörleifsson, formaður Björgunarfélagsins Eyvindar. „Við erum í sitthvoru húsnæðinu hér á Flúðum eins og staðan hefur verið undanfarin ár og þarna erum við að gera ráð fyrir vaxtarmöguleikum enda er þetta vaxandi samfélag hér í uppsveitum Árnessýslu allt saman. Og við völdum dag í þetta þar sem engin hætta er á gróður eldum. Það rigndi eldi og brennisteini á meðan við stungum þessar holur okkar og drifum okkur svo hingað í skjól eins hratt og við gátum,” segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Samfélagið á Flúðum og þar með í Hrunamannahreppi er mjög vaxandi enda fjölgar og fjölgar nýjum íbúum í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Báðir eru þeir sammála um nauðsyn þess að hafa öflugt slökkvilið og björgunarsveit á Flúðum í góðu húsnæði með góðum tækjakosti, enda samfélagið allt mjög vaxandi í Hrunamannahreppi og í sveitarfélögunum þar í kring. Fjórtán starfa í slökkviliðinu á Flúðum. „Við erum auðvitað að hugsa um íbúa sýslunnar og vegfarendur því við sinnum auðvitað almennum björgunarstörfum varðandi klippur og annað og síðan auðvitað með vaxandi gróðri þá eykst gróðureldahætta og mjög mikilvægt að hér sé öflugt starf bæði björgunarsveita og slökkviliðs,” bætir Pétur við. Björgunarmiðstöðin verður límtréshús með steinullareiningum, sem Harri Kjartansson, húsasmíðameistari á Flúðum mun sjá um að reisa með sínu fólki. „Við ætlum að flytja inn í desember, það er allavega planið. Stærð hússins verður um 1200 fermetrar og það kostar helling af peningum”, segir Einar Ágúst. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og Pétur slökkviliðsstjóri spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Björgunarsveitir Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira