Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Lovísa Arnardóttir skrifar 15. maí 2025 10:17 Guðrún Björk segir frá þremur nýjum tillögum STEF og systursamtaka þeirra á Norðurlöndum um hvernig tónlistarmenn vilja koma sér inn í virðiskeðju tónlistar sem framleidd er af gervigreind. Bylgjan Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Stefs, segir tónlistarmönnum órótt yfir þeirri þróun sem á sér stað í tónlistargerð með tilkomu gervigreindar. Rannsóknir hafi sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar. „Við teljum að nú þurfum við að snúa bökum saman og komast inn í þessa virðiskeðju gervigreindarinnar til þess að hér verði áfram sjálfbært tónlistarlíf,“ segir Guðrún Björk sem ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðrún segir þetta hafa gerst hratt. Evrópusambandið hafi frekar nýlega sett fyrstu ákvæðin um texta- og gagnanám sem hafi svo verið notuð til að þjálfa gervigreindina. Engum hefði órað fyrir því að örfáum árum seinna yrðu til spunagreindarmódel sem geti „hreinsað upp alla tónlist á netinu og boðið hana nánast ókeypis á netinu til notkunar.“ Hún segir tónlistarmenn finna fyrir tekjutapi þegar út af þessari þróun. Það sé þó mismunandi eftir löndum og geirum. Til dæmis sjái þau að sjálfstæðir framleiðendur af kvikmynda- og sjónvarpsefni séu farnir að líta til tónlistar sem er búin til að gervigreind í stað þess að kaupa frumsamda tónlist. „Þetta er eitt það fyrsta sem við sjáum að fari.“ Guðrún telur ekki hægt að berjast gegn tækninni, hún eigi bara eftir að halda áfram að þróast. STEF hafi hafið samstarf með systursamtökum sínum á Norðurlöndum 2023 til að reyna í sameiningu að stemma stigu við þessari þróun. Það hafi leitt af sér nokkrar afurðir og hafi til dæmis kynnt sameiginlega stefnu nýlega á Evrópufundi. Þrjár tillögur lagðar fram Í stefnunni komi fram að þau telji nauðsynlegt að þau fái að komast inn í virðiskeðju gervigreindarinnar á þrjá mismunandi hætti. Í fyrsta lagi vilja þau geta veitt leyfi fyrir þjálfun gervigreindarinnar með höfundavörðu efni, í öðru lagi vilji þau geta átt þátt í því þegar gervigreindarfyrirtækin selja sínar lausnir, sama hvort það sé til fyrirtækja eða einstaklinga, og í þriðja lagi vilja þau að þegar fyrirtæki vilji nýta tónlist í sína atvinnustarfsemi geti það ekki keypt ódýra lausn af gervigreind eða jafnvel fengið hana fría. „Þarna viljum við segja að þessi tónlist sem þú ert að nýta, þessi lausn, er upphaflega byggð á höfundarréttarvörðu efni,“ segir Guðrún Björk og að þau séu meðvituð um að þetta sé á róttækasta og umdeildasta tillagan. Mögulega muni þau þurfa að takast á um það fyrir dómstólum eða fá löggjafann til að setja lög sem taki á þessu. Guðrún Björk segir samtökin einnig hafa tekið á því sameiginlega hvernig eigi að taka á skráningu verka hjá sér sem eru unnin með aðstoð gervigreindar. Það sé öllum frjálst að nota gervigreindina til að skapa sín verk en svo lengi sem hún noti sköpun og pússi það til og komi með eitthvað frumlegt líti þau á að tónlistarmaðurinn sé að nýta sér tækni við sköpun og geri ekki athugasemdir við að verkið sé skráð. Heimir Karlsson, þáttastjórnandi, sagði á þessum tíma frá því að hann og Ómar Úlf Eyþórsson, þáttastjórnandi, séu búnir að vera að leika sér með gervigreindina og undirspilið í þættinum sé gert af gervigreind en ekki laglínan. „Ef laglínan er ekki gervigreind þá skráirðu laglínuna. Ef textinn er gerður af gervigreind þá geturðu skráð hjá okkur en merkt í sérstakan flipa að þetta sé eitthvað sem ekki nýtur höfundarréttarverndar.“ Guðrún Björk segir þróunina hraða en hún hafi ekki endilega áhyggjur af því að það mun flæða yfir þau tónverkum sem gerð séu með gervigreind. Þau hafi þó sett sér það verklag að ef einhver höfundur er að senda inn mikinn fjölda verka sem gerðu séu með aðstoð gervigreindar verði hægt að stöðva innsendingu og rukka fyrir það. „Stóra vandamálið er ekki að eitthvað af verkum samið af gervigreind rati inn, stóra vandamálið er að þessi gervigreindarfyrirtæki tóku þessi verk ófrjálsri hendi, borguðu ekkert fyrir það, gerðu það algjörlega án leyfis og eru síðan að pakka þessu saman í notendaumbúðir og svo á þetta að fara í samkeppni við upprunalegu verkin.“ Tónlist Gervigreind Evrópusambandið Félagasamtök Bítið Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
„Við teljum að nú þurfum við að snúa bökum saman og komast inn í þessa virðiskeðju gervigreindarinnar til þess að hér verði áfram sjálfbært tónlistarlíf,“ segir Guðrún Björk sem ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðrún segir þetta hafa gerst hratt. Evrópusambandið hafi frekar nýlega sett fyrstu ákvæðin um texta- og gagnanám sem hafi svo verið notuð til að þjálfa gervigreindina. Engum hefði órað fyrir því að örfáum árum seinna yrðu til spunagreindarmódel sem geti „hreinsað upp alla tónlist á netinu og boðið hana nánast ókeypis á netinu til notkunar.“ Hún segir tónlistarmenn finna fyrir tekjutapi þegar út af þessari þróun. Það sé þó mismunandi eftir löndum og geirum. Til dæmis sjái þau að sjálfstæðir framleiðendur af kvikmynda- og sjónvarpsefni séu farnir að líta til tónlistar sem er búin til að gervigreind í stað þess að kaupa frumsamda tónlist. „Þetta er eitt það fyrsta sem við sjáum að fari.“ Guðrún telur ekki hægt að berjast gegn tækninni, hún eigi bara eftir að halda áfram að þróast. STEF hafi hafið samstarf með systursamtökum sínum á Norðurlöndum 2023 til að reyna í sameiningu að stemma stigu við þessari þróun. Það hafi leitt af sér nokkrar afurðir og hafi til dæmis kynnt sameiginlega stefnu nýlega á Evrópufundi. Þrjár tillögur lagðar fram Í stefnunni komi fram að þau telji nauðsynlegt að þau fái að komast inn í virðiskeðju gervigreindarinnar á þrjá mismunandi hætti. Í fyrsta lagi vilja þau geta veitt leyfi fyrir þjálfun gervigreindarinnar með höfundavörðu efni, í öðru lagi vilji þau geta átt þátt í því þegar gervigreindarfyrirtækin selja sínar lausnir, sama hvort það sé til fyrirtækja eða einstaklinga, og í þriðja lagi vilja þau að þegar fyrirtæki vilji nýta tónlist í sína atvinnustarfsemi geti það ekki keypt ódýra lausn af gervigreind eða jafnvel fengið hana fría. „Þarna viljum við segja að þessi tónlist sem þú ert að nýta, þessi lausn, er upphaflega byggð á höfundarréttarvörðu efni,“ segir Guðrún Björk og að þau séu meðvituð um að þetta sé á róttækasta og umdeildasta tillagan. Mögulega muni þau þurfa að takast á um það fyrir dómstólum eða fá löggjafann til að setja lög sem taki á þessu. Guðrún Björk segir samtökin einnig hafa tekið á því sameiginlega hvernig eigi að taka á skráningu verka hjá sér sem eru unnin með aðstoð gervigreindar. Það sé öllum frjálst að nota gervigreindina til að skapa sín verk en svo lengi sem hún noti sköpun og pússi það til og komi með eitthvað frumlegt líti þau á að tónlistarmaðurinn sé að nýta sér tækni við sköpun og geri ekki athugasemdir við að verkið sé skráð. Heimir Karlsson, þáttastjórnandi, sagði á þessum tíma frá því að hann og Ómar Úlf Eyþórsson, þáttastjórnandi, séu búnir að vera að leika sér með gervigreindina og undirspilið í þættinum sé gert af gervigreind en ekki laglínan. „Ef laglínan er ekki gervigreind þá skráirðu laglínuna. Ef textinn er gerður af gervigreind þá geturðu skráð hjá okkur en merkt í sérstakan flipa að þetta sé eitthvað sem ekki nýtur höfundarréttarverndar.“ Guðrún Björk segir þróunina hraða en hún hafi ekki endilega áhyggjur af því að það mun flæða yfir þau tónverkum sem gerð séu með gervigreind. Þau hafi þó sett sér það verklag að ef einhver höfundur er að senda inn mikinn fjölda verka sem gerðu séu með aðstoð gervigreindar verði hægt að stöðva innsendingu og rukka fyrir það. „Stóra vandamálið er ekki að eitthvað af verkum samið af gervigreind rati inn, stóra vandamálið er að þessi gervigreindarfyrirtæki tóku þessi verk ófrjálsri hendi, borguðu ekkert fyrir það, gerðu það algjörlega án leyfis og eru síðan að pakka þessu saman í notendaumbúðir og svo á þetta að fara í samkeppni við upprunalegu verkin.“
Tónlist Gervigreind Evrópusambandið Félagasamtök Bítið Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira