„Fátækasti forseti heims“ látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2025 15:51 Jose „Pepe“ Mujica fyrir utan heimili sitt í útjaðri Montevideo árið 2014. AP Jose „Pepe“ Mujica, fyrrverandi forseti Úrúgvæ, er látinn, 89 ára að aldri. Hann gegndi embætti forseta landsins á árunum 2010 til 2015. Mujica var mikill vinstrimaður, var þekktur fyrir hófsemdarlífsstíl sinn, gaf stóran hluta tekna sinna til góðgerðarmála og var fyrir vikið kallaður „fátækasti forseti heims“. Mujica hafði glímt við krabbamein en hann greindist á síðasta ári. Eftirlifandi eiginkona hans, Lucia Topolansky, tilkynnti í síðustu viku að Mujica fengi líknandi meðferð. Það var Yamandu Orsi, núverandi forseti Úrúgvæ, sem greindi frá andláti Mujica í gær. „Það er með mikilli sorg sem við tilkynnum um andlát félaga Pepe Mujica. Forseti, aðgerðarsinni, leiðarljós og leiðtogi. Við munum sakna þín mikið, gamli vinur,“ sagði Orsi á samfélagsmiðlinum X. Mujica var mikilli gagnrýnandi neyslumenningar og var þekktur fyrir að klæðast reglulega sandölum á opinberum viðburðum. Þá vakti það athygli að hann neitaði að búa í forsetahöllinni í höfuðborginni Montevideo þegar hann tók við forsetaembættinu og bjó áfram á bóndabæ sínum í útjaðri höfuðborgarinnar. Í forsetatíð sinni löggilti Mujica bæði þungunarrof, kannabis og hjónabönd samkynhneigðra. Mujica stofnaði uppreisnarsveitina Tupamaros á sjöunda áratug síðustu aldar og sat á bak við lás og slá allt frá 1973 til 1985, á tímum einræðisstjórnarinnar í landinu. Eftir að hann slapp úr fangelsi hóf hann pólistískan feril sinn og stofnaði stjórnmálahreyfinguna MPP árið 1989. Hann var kjörinn á þing árð 1995 og tók sæti í efri deild úrúgvæska þingsins fimm árum síðar. Hann varð síðar landbúnaðarráðherra í fyrstu vinstristjórn landsins og varð svo kjörinn forseti 2010 og gegndi embættinu til 2015. Andlát Úrúgvæ Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Mujica var mikill vinstrimaður, var þekktur fyrir hófsemdarlífsstíl sinn, gaf stóran hluta tekna sinna til góðgerðarmála og var fyrir vikið kallaður „fátækasti forseti heims“. Mujica hafði glímt við krabbamein en hann greindist á síðasta ári. Eftirlifandi eiginkona hans, Lucia Topolansky, tilkynnti í síðustu viku að Mujica fengi líknandi meðferð. Það var Yamandu Orsi, núverandi forseti Úrúgvæ, sem greindi frá andláti Mujica í gær. „Það er með mikilli sorg sem við tilkynnum um andlát félaga Pepe Mujica. Forseti, aðgerðarsinni, leiðarljós og leiðtogi. Við munum sakna þín mikið, gamli vinur,“ sagði Orsi á samfélagsmiðlinum X. Mujica var mikilli gagnrýnandi neyslumenningar og var þekktur fyrir að klæðast reglulega sandölum á opinberum viðburðum. Þá vakti það athygli að hann neitaði að búa í forsetahöllinni í höfuðborginni Montevideo þegar hann tók við forsetaembættinu og bjó áfram á bóndabæ sínum í útjaðri höfuðborgarinnar. Í forsetatíð sinni löggilti Mujica bæði þungunarrof, kannabis og hjónabönd samkynhneigðra. Mujica stofnaði uppreisnarsveitina Tupamaros á sjöunda áratug síðustu aldar og sat á bak við lás og slá allt frá 1973 til 1985, á tímum einræðisstjórnarinnar í landinu. Eftir að hann slapp úr fangelsi hóf hann pólistískan feril sinn og stofnaði stjórnmálahreyfinguna MPP árið 1989. Hann var kjörinn á þing árð 1995 og tók sæti í efri deild úrúgvæska þingsins fimm árum síðar. Hann varð síðar landbúnaðarráðherra í fyrstu vinstristjórn landsins og varð svo kjörinn forseti 2010 og gegndi embættinu til 2015.
Andlát Úrúgvæ Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira