Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar 16. maí 2025 08:01 Ég get ekki gefið einfalt svar við spurningunni sem er yfirskrift þessarar greinar, jafnvel þótt ég leiði tölvunarfræðideild í háskóla. Spurningin virðist einföld, en býr yfir dýpri merkingu en mörg gera sér grein fyrir. Það er vissulega gagnlegt að kunna að forrita – en það er ekki nóg á tímum gervigreindar. Reyndar hefur það aldrei verið nóg. Það sem er raunverulega gagnlegt er að öðlast hæfni sem tölvunarfræði veitir. Það sem skiptir máli eru hæfileikar eins og rökhugsun, sköpunargáfa og getan til að greina og leysa vandamál, því tölvukerfi geta verið gríðarlega flókin. Ekki síður skipta samskiptahæfileikar máli, vegna þess að þróun hugbúnaðar og tæknilausna fer nánast aldrei fram í einrúmi. Tölvunarfræðingar vinna oft í þverfaglegum teymum þar sem mikilvægt er að geta miðlað hugmyndum, hlustað á aðra og átt uppbyggileg samskipti. Þessir hæfileikar hafa ávallt verið mikilvægir – og eru það jafnvel enn frekar í heimi þar sem gervigreind getur skrifað forrit, búið til myndir og svarað spurningum með sannfærandi hætti. Tölvunarfræði hefur aldrei einungis snúist um að kunna ákveðið forritunarmál eða muna ákveðnar skipanir. Í tölvunarfræði lærir fólk hvernig tölvur virka, hvernig við getum nýtt þær til að leysa flókin vandamál og hvernig hanna má tæknilausnir sem eru bæði öflugar og öruggar. Í kjarna sínum snýst tölvunarfræði um að skilja og móta heiminn – ekki bara hamra á lyklaborðið og ýta á „Enter“. Hún býður nemendum tækifæri til að breyta samfélaginu til hins betra, hjálpa fólki og skapa verkfæri sem nýtast öðrum – hvort sem það eru notendavænar smáforritalausnir, gagnagreining í þágu læknavísinda, eða nýjar aðferðir til að miðla menningu og þekkingu. Það er líka pláss fyrir ólík áhugamál og nálganir innan greinarinnar. Sum vilja þróa sjálft fræðasviðið, þar með talið gervigreind, áfram með nýrri þekkingu og skilningi. Önnur nýta þau tól sem þegar eru til – eins og gagnavísindi, gervigreind, eða skýjalausnir – til að byggja hugbúnað sem þjónar fólki á margvíslegan hátt. Bæði hlutverkin eru jafn mikilvæg. Í dag, þegar gervigreind tekur yfir sífellt fleiri verk sem áður töldust háþróuð, þarf fólk sem getur skilgreint vandamál, metið samhengi og afleiðingar, og notað tæknina af skynsemi, innsæi og ábyrgð. Tölvunarfræði veitir þau verkfæri – og forritun er aðeins eitt þeirra. Gervigreind er ekki töfralausn, heldur nýtt tæki í verkfærakistu þeirra sem hafa haldgóða þekkingu á tölvunarfræði. Það er ekki spurning um hvort það sé gott að kunna að forrita, heldur hvort við kunnum að hugsa eins og tölvunarfræðingar – með forvitni, rökhugsun og frumleika. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Henning Arnór Úlfarsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get ekki gefið einfalt svar við spurningunni sem er yfirskrift þessarar greinar, jafnvel þótt ég leiði tölvunarfræðideild í háskóla. Spurningin virðist einföld, en býr yfir dýpri merkingu en mörg gera sér grein fyrir. Það er vissulega gagnlegt að kunna að forrita – en það er ekki nóg á tímum gervigreindar. Reyndar hefur það aldrei verið nóg. Það sem er raunverulega gagnlegt er að öðlast hæfni sem tölvunarfræði veitir. Það sem skiptir máli eru hæfileikar eins og rökhugsun, sköpunargáfa og getan til að greina og leysa vandamál, því tölvukerfi geta verið gríðarlega flókin. Ekki síður skipta samskiptahæfileikar máli, vegna þess að þróun hugbúnaðar og tæknilausna fer nánast aldrei fram í einrúmi. Tölvunarfræðingar vinna oft í þverfaglegum teymum þar sem mikilvægt er að geta miðlað hugmyndum, hlustað á aðra og átt uppbyggileg samskipti. Þessir hæfileikar hafa ávallt verið mikilvægir – og eru það jafnvel enn frekar í heimi þar sem gervigreind getur skrifað forrit, búið til myndir og svarað spurningum með sannfærandi hætti. Tölvunarfræði hefur aldrei einungis snúist um að kunna ákveðið forritunarmál eða muna ákveðnar skipanir. Í tölvunarfræði lærir fólk hvernig tölvur virka, hvernig við getum nýtt þær til að leysa flókin vandamál og hvernig hanna má tæknilausnir sem eru bæði öflugar og öruggar. Í kjarna sínum snýst tölvunarfræði um að skilja og móta heiminn – ekki bara hamra á lyklaborðið og ýta á „Enter“. Hún býður nemendum tækifæri til að breyta samfélaginu til hins betra, hjálpa fólki og skapa verkfæri sem nýtast öðrum – hvort sem það eru notendavænar smáforritalausnir, gagnagreining í þágu læknavísinda, eða nýjar aðferðir til að miðla menningu og þekkingu. Það er líka pláss fyrir ólík áhugamál og nálganir innan greinarinnar. Sum vilja þróa sjálft fræðasviðið, þar með talið gervigreind, áfram með nýrri þekkingu og skilningi. Önnur nýta þau tól sem þegar eru til – eins og gagnavísindi, gervigreind, eða skýjalausnir – til að byggja hugbúnað sem þjónar fólki á margvíslegan hátt. Bæði hlutverkin eru jafn mikilvæg. Í dag, þegar gervigreind tekur yfir sífellt fleiri verk sem áður töldust háþróuð, þarf fólk sem getur skilgreint vandamál, metið samhengi og afleiðingar, og notað tæknina af skynsemi, innsæi og ábyrgð. Tölvunarfræði veitir þau verkfæri – og forritun er aðeins eitt þeirra. Gervigreind er ekki töfralausn, heldur nýtt tæki í verkfærakistu þeirra sem hafa haldgóða þekkingu á tölvunarfræði. Það er ekki spurning um hvort það sé gott að kunna að forrita, heldur hvort við kunnum að hugsa eins og tölvunarfræðingar – með forvitni, rökhugsun og frumleika. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun