„Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2025 14:01 Einar Karl Birgisson hefur ýmislegt við vinnubrögð stjórnar KKÍ að athuga. Ekki eru allir á eitt sáttir með ákvörðun stjórnar KKÍ að breyta útlendingareglunum í íslenska körfuboltanum. Formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar furðar sig á vinnubrögðum KKÍ. Á stjórnarfundi KKÍ á laugardaginn var sú breyting gerð að lið mega vera með fjóra erlenda leikmenn á skýrslu í leikjum. Þeir mega allir vera inni á vellinum í einu. Lið mega tefla fram einum Bandaríkjamanni en opið er bæði fyrir Bosman A og B leikmenn. Tvær þingályktunartillögur um útlendingamál voru lagðar fram á þinginu. Annarri var hafnað en stjórn sambandsins var þess í stað falið að útfæra þingályktunartillögu um svokallaða 3+2 reglu. Samkvæmt henni hefðu tveir Íslendingar þurft að vera inni á vellinum hverju sinni. „Mér finnst skrítinn tónn í þeim tillögum miðað við þann skýra vilja á þinginu sem er nú æðsta vald körfuboltans. Í fyrsta lagi var þetta þingályktunartillaga og ábending til stjórnar en það er áhugavert að sjá hvernig menn unnu úr því,“ sagði Einar Karl Birgisson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi. Víðtækur stuðningur var við 3+2 þingályktunartillöguna á ársþinginu. Hún var samþykkt með 102 atkvæðum gegn 25 atkvæðum. „Mér finnst niðurstaðan skrítin miðað við hve víðtækur stuðningur var við þingályktunartillöguna sem var að vísu bara áskorun til stjórnar. Þetta kemur spánskt fyrir sjónir,“ sagði Einar Karl. „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus, að menn vildu fá stjórnina til að útfæra nýja reglu um erlenda leikmenn sem miðast við að hafa ekki fleiri en þrjá slíka inni á vellinum hverju sinni, en endar í því að þeir eru fjórir á skýrslu.“ Einar Karl segir þó að nýja reglan hafi breytingar í för með sér, sem takmarki fjölda erlendra leikmanna. „Ef það eru fjórir á gólfi hefðirðu alveg getað verið með átta útlendinga en bara spilað á fjórum. Vissulega er þetta fækkun á útlendingum. En ég vísa í þingályktunartillöguna og atkvæðagreiðsluna og það kemur manni spánskt fyrir sjónir hversu frábrugðin þessi tillaga er stóra meirihlutanum á þinginu sem er æðsta vald körfuknattleikshreyfingarinnar,“ sagði Einar Karl. „Stjórnin hefur sagt að hún telji sig hafa aukinn stuðning við þessa tillögu. Ef svo er verður maður að kyngja þessari niðurstöðu en það kemur manni spánskt fyrir sjónir að þetta sé niðurstaðan.“ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Framkvæmdastjóri KKÍ segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu á næsta tímabili. Allir mega vera inni á vellinum á sama tíma. 13. maí 2025 07:31 „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum. 12. maí 2025 07:01 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Á stjórnarfundi KKÍ á laugardaginn var sú breyting gerð að lið mega vera með fjóra erlenda leikmenn á skýrslu í leikjum. Þeir mega allir vera inni á vellinum í einu. Lið mega tefla fram einum Bandaríkjamanni en opið er bæði fyrir Bosman A og B leikmenn. Tvær þingályktunartillögur um útlendingamál voru lagðar fram á þinginu. Annarri var hafnað en stjórn sambandsins var þess í stað falið að útfæra þingályktunartillögu um svokallaða 3+2 reglu. Samkvæmt henni hefðu tveir Íslendingar þurft að vera inni á vellinum hverju sinni. „Mér finnst skrítinn tónn í þeim tillögum miðað við þann skýra vilja á þinginu sem er nú æðsta vald körfuboltans. Í fyrsta lagi var þetta þingályktunartillaga og ábending til stjórnar en það er áhugavert að sjá hvernig menn unnu úr því,“ sagði Einar Karl Birgisson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi. Víðtækur stuðningur var við 3+2 þingályktunartillöguna á ársþinginu. Hún var samþykkt með 102 atkvæðum gegn 25 atkvæðum. „Mér finnst niðurstaðan skrítin miðað við hve víðtækur stuðningur var við þingályktunartillöguna sem var að vísu bara áskorun til stjórnar. Þetta kemur spánskt fyrir sjónir,“ sagði Einar Karl. „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus, að menn vildu fá stjórnina til að útfæra nýja reglu um erlenda leikmenn sem miðast við að hafa ekki fleiri en þrjá slíka inni á vellinum hverju sinni, en endar í því að þeir eru fjórir á skýrslu.“ Einar Karl segir þó að nýja reglan hafi breytingar í för með sér, sem takmarki fjölda erlendra leikmanna. „Ef það eru fjórir á gólfi hefðirðu alveg getað verið með átta útlendinga en bara spilað á fjórum. Vissulega er þetta fækkun á útlendingum. En ég vísa í þingályktunartillöguna og atkvæðagreiðsluna og það kemur manni spánskt fyrir sjónir hversu frábrugðin þessi tillaga er stóra meirihlutanum á þinginu sem er æðsta vald körfuknattleikshreyfingarinnar,“ sagði Einar Karl. „Stjórnin hefur sagt að hún telji sig hafa aukinn stuðning við þessa tillögu. Ef svo er verður maður að kyngja þessari niðurstöðu en það kemur manni spánskt fyrir sjónir að þetta sé niðurstaðan.“
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Framkvæmdastjóri KKÍ segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu á næsta tímabili. Allir mega vera inni á vellinum á sama tíma. 13. maí 2025 07:31 „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum. 12. maí 2025 07:01 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Framkvæmdastjóri KKÍ segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu á næsta tímabili. Allir mega vera inni á vellinum á sama tíma. 13. maí 2025 07:31
„Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum. 12. maí 2025 07:01