Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 14. maí 2025 12:02 Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls í síðasta leik gegn Stjörnunni í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta. Vísir/Hulda Margrét Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls, segir mikilvægt fyrir sig og sína liðsfélaga að dvelja ekki við frammistöðuna í síðasta leik gegn Stjörnunni í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla þar sem að pirringur út í dómara leiksins hafði aðeins of mikil áhrif. Það hafi verið leiðinlegt hvernig leikurinn tapaðist, nú þurfi að svara fyrir það. Leikmenn Tindastóls létu skapið hlaupa með sig í gönur í síðasta leik liðanna í Garðabæ sem lauk með 29 stiga sigri Stjörnunnar sem jöfnuðu þar með einvígið í stöðuna 1-1. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og nú í kvöld heldur einvígið aftur í Síkið á Sauðárkróki þar sem að Stólarnir vilja án efa koma með ákveðið svar. Hafandi horft á tapleikinn aftur milli leikja segir Pétur að margt gott hafi verið að finna í leik Tindastóls framan af. Þegar komið var fram í fjórða leikhluta virtist hins vegar allt leikplan fjúka út um gluggann. „Við erum undir einhverjum ellefu til þrettán stigum fyrir fjórða leikhlutann en svo missum við bara hausinn. Leyfum þeim að skjóta mikið af vítum, það er bara eitthvað sem við verðum að passa okkur á. Við megum ekki gjörsamlega missa hausinn og láta dómarana fara svona mikið í taugarnar á okkur. Það var bara svolítið það sem gerðist. Stjarnan fékk þarna níu stiga sókn í byrjun fjórða leikhluta sem fór svolítið með leikinn fyrir okkur, við áttum erfitt með að koma til baka eftir það.“ Er eitthvað sem skýrir það hvers vegna þið missið hausinn svona? „Maður er búinn að vera lengi í íþróttum og þetta er einhver réttlætishyggja sem spilar þarna inn í. Þér finnst á þér brotið og svo er dæmt hinu megin og þú ræður ekki við tilfinningarnar. Giannis Agravanis fær tæknivillu fyrir svo ekkert miklar sakir og mér finnst dómararnir hafa getað sleppt henni en þeir dæma hana og þá missir eldri bróðir hans hausinn. Það þurfti ekki meira til þarna. Hann missir hausinn, fær tæknivillu og er hent beint út, í þokkabót er svo brotið á Ægi Þór í skoti. Þeir fengu sex víti, boltann og það var bara fullmikið á þessum tímapunkti og erfitt að koma til baka. Ég held að menn séu búnir að grafa þetta og séu klárir í leikinn í kvöld.“ Tilfinningin væntanlega verið beisk eftir þennan leik. Hvernig hafið þið unnið úr þessu á þessum stutta tíma milli leikja? „Tilfinningin var ekki góð, mér fannst leiðinlegt hvernig við töpuðum þessu en svo horfir maður bara á þetta aftur og þetta var ekkert ömurlegt. Við áttum gott spjall. Það eru mest þrír leikir eftir, minnst tveir og það er voða skrítið ef við ætlum að láta þetta hafa áhrif á okkur til langs tíma. Menn eru bara klárir á því að skilja þetta eftir í fortíðinni og mæta klárir til leiks í kvöld.“ Menn vilja koma með ákveðið svar? „Já klárlega. Það er ekkert gaman að tapa með þrjátíu stigum. Við vinnum fyrsta leikinn með þremur stigum og staðan í einvíginu verður 1-0. Þeir vinna okkur svo með þrjátíu stigum og staðan í einvíginu er orðin 1-1. Það er ekki eins og það hafi eitthvað verra en það gerst, við verðum bara að halda áfram að verja okkar heimavöll, gera það í kvöld. Við mætum klárir með okkar stuðningsmönnum og reynum að gera eitthvað sérstakt. Þriðji leikur Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik hefst klukkan hálf sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
Leikmenn Tindastóls létu skapið hlaupa með sig í gönur í síðasta leik liðanna í Garðabæ sem lauk með 29 stiga sigri Stjörnunnar sem jöfnuðu þar með einvígið í stöðuna 1-1. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og nú í kvöld heldur einvígið aftur í Síkið á Sauðárkróki þar sem að Stólarnir vilja án efa koma með ákveðið svar. Hafandi horft á tapleikinn aftur milli leikja segir Pétur að margt gott hafi verið að finna í leik Tindastóls framan af. Þegar komið var fram í fjórða leikhluta virtist hins vegar allt leikplan fjúka út um gluggann. „Við erum undir einhverjum ellefu til þrettán stigum fyrir fjórða leikhlutann en svo missum við bara hausinn. Leyfum þeim að skjóta mikið af vítum, það er bara eitthvað sem við verðum að passa okkur á. Við megum ekki gjörsamlega missa hausinn og láta dómarana fara svona mikið í taugarnar á okkur. Það var bara svolítið það sem gerðist. Stjarnan fékk þarna níu stiga sókn í byrjun fjórða leikhluta sem fór svolítið með leikinn fyrir okkur, við áttum erfitt með að koma til baka eftir það.“ Er eitthvað sem skýrir það hvers vegna þið missið hausinn svona? „Maður er búinn að vera lengi í íþróttum og þetta er einhver réttlætishyggja sem spilar þarna inn í. Þér finnst á þér brotið og svo er dæmt hinu megin og þú ræður ekki við tilfinningarnar. Giannis Agravanis fær tæknivillu fyrir svo ekkert miklar sakir og mér finnst dómararnir hafa getað sleppt henni en þeir dæma hana og þá missir eldri bróðir hans hausinn. Það þurfti ekki meira til þarna. Hann missir hausinn, fær tæknivillu og er hent beint út, í þokkabót er svo brotið á Ægi Þór í skoti. Þeir fengu sex víti, boltann og það var bara fullmikið á þessum tímapunkti og erfitt að koma til baka. Ég held að menn séu búnir að grafa þetta og séu klárir í leikinn í kvöld.“ Tilfinningin væntanlega verið beisk eftir þennan leik. Hvernig hafið þið unnið úr þessu á þessum stutta tíma milli leikja? „Tilfinningin var ekki góð, mér fannst leiðinlegt hvernig við töpuðum þessu en svo horfir maður bara á þetta aftur og þetta var ekkert ömurlegt. Við áttum gott spjall. Það eru mest þrír leikir eftir, minnst tveir og það er voða skrítið ef við ætlum að láta þetta hafa áhrif á okkur til langs tíma. Menn eru bara klárir á því að skilja þetta eftir í fortíðinni og mæta klárir til leiks í kvöld.“ Menn vilja koma með ákveðið svar? „Já klárlega. Það er ekkert gaman að tapa með þrjátíu stigum. Við vinnum fyrsta leikinn með þremur stigum og staðan í einvíginu verður 1-0. Þeir vinna okkur svo með þrjátíu stigum og staðan í einvíginu er orðin 1-1. Það er ekki eins og það hafi eitthvað verra en það gerst, við verðum bara að halda áfram að verja okkar heimavöll, gera það í kvöld. Við mætum klárir með okkar stuðningsmönnum og reynum að gera eitthvað sérstakt. Þriðji leikur Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik hefst klukkan hálf sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira