Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2025 11:00 Dennis Rohan hefur nú verið dæmdur fyrir sinn þátt í dauða eiginkonu hans, Melissu Hoskins. Getty/Ewan Bootman Ástralinn Rohan Dennis, fyrrverandi heimsmeistari í hjólreiðum, hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm eftir að hafa orðið eiginkonu sinni, Melissu Hoskins, að bana með því að aka bíl yfir hana. Þau Hoskins og Dennis eru bæði fyrrverandi Ólympíufarar í hjólreiðum. Hoskins lést fyrir utan heimili þeira í Adelaide í Ástralíu, síðla árs 2023, eftir rifrildi hjónanna. Fram kom við réttarhöldin yfir Dennis að rifrildi hjónanna, sem áttu tvö börn saman, hefði verið um eldhúsinnréttingu. Dennis var ákærður fyrir „gróft athæfi sem líklegt væri til að valda skaða“ og játaði sök í málinu. Brot hans varðaði að hámarki sjö ára fangelsi. Hann hafði fyrst verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Við réttarhöldin kom fram að Hoskins hefði hoppað upp á vélarhlíf bílsins þegar Dennis ætlaði að aka í burtu eftir rifrildi þeirra. Hún hefði svo fært sig og gripið í hurð bílsins á meðan að Dennis ýtti á bensíngjöfina. Það endaði svo með því að hún hrasaði og dróst undir bílinn. Hún var flutt á sjúkrahús en lést af sárum sínum. Melissa Hoskins, lengst til hægri á mynd, var frábær hjólreiðakona og fór meðal annars á tvenna Ólympíuleika.Getty/Haslin Frederic Það var mat dómara að Dennis hefði engu skeytt um öryggi eiginkonu sinnar en að hann væri ekki ábyrgur fyrir dauða hennar með glæpsamlegum hætti. Dómarinn Ian Press kvaðst sýna því skilning að Dennis hefði reynt að stöðva rifrildið með því að aka í burtu en að það væri ekki afsökun fyrir hegðun hans. „Það var þín skylda að stöðva ökutækið þegar það var farið að ógna heilsu hennar,“ sagði dómarinn og bætti við: „Það að þú hafir ekki stoppað vegna þess að þig langaði til að komast í burtu er mjög léleg ástæða fyrir því að gera það ekki.“ Foreldrar Hoskins vilja gott samband vegna barnanna Peter og Amanda, foreldrar Hoskins, ræddu við fjölmiðla eftir dóminn og sögðust „ánægð“ með að dómur væri loks fallinn og að þau vonuðust til að fjölskyldan gæti nú „haldið áfram“ sínu lífi: „Hún var algjörlega einstök,“ sagði Peter pabbi Hoskins. Hann sagði þau enn ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá Dennis en að hann vænti þess að hún kæmi með tímanum. „Nú er tímabært fyrir okkur að snúa okkur að öðru, sem er það sem að Melissa myndi vilja að við gerðum,“ sagði Peter og bætti við að mikilvægt væri fyrir fjölskylduna að sambandið við Dennis yrði í lagi í framtíðinni, sérstaklega vegna barnanna. „Það eru tvö ung börn flækt í þennan harmleik. Við viljum auðvitað halda áfram að vera í stóru hlutverki í lífi þeirra og framtíð,“ sagði Peter Hoskins. Hjólreiðar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Sjá meira
Þau Hoskins og Dennis eru bæði fyrrverandi Ólympíufarar í hjólreiðum. Hoskins lést fyrir utan heimili þeira í Adelaide í Ástralíu, síðla árs 2023, eftir rifrildi hjónanna. Fram kom við réttarhöldin yfir Dennis að rifrildi hjónanna, sem áttu tvö börn saman, hefði verið um eldhúsinnréttingu. Dennis var ákærður fyrir „gróft athæfi sem líklegt væri til að valda skaða“ og játaði sök í málinu. Brot hans varðaði að hámarki sjö ára fangelsi. Hann hafði fyrst verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Við réttarhöldin kom fram að Hoskins hefði hoppað upp á vélarhlíf bílsins þegar Dennis ætlaði að aka í burtu eftir rifrildi þeirra. Hún hefði svo fært sig og gripið í hurð bílsins á meðan að Dennis ýtti á bensíngjöfina. Það endaði svo með því að hún hrasaði og dróst undir bílinn. Hún var flutt á sjúkrahús en lést af sárum sínum. Melissa Hoskins, lengst til hægri á mynd, var frábær hjólreiðakona og fór meðal annars á tvenna Ólympíuleika.Getty/Haslin Frederic Það var mat dómara að Dennis hefði engu skeytt um öryggi eiginkonu sinnar en að hann væri ekki ábyrgur fyrir dauða hennar með glæpsamlegum hætti. Dómarinn Ian Press kvaðst sýna því skilning að Dennis hefði reynt að stöðva rifrildið með því að aka í burtu en að það væri ekki afsökun fyrir hegðun hans. „Það var þín skylda að stöðva ökutækið þegar það var farið að ógna heilsu hennar,“ sagði dómarinn og bætti við: „Það að þú hafir ekki stoppað vegna þess að þig langaði til að komast í burtu er mjög léleg ástæða fyrir því að gera það ekki.“ Foreldrar Hoskins vilja gott samband vegna barnanna Peter og Amanda, foreldrar Hoskins, ræddu við fjölmiðla eftir dóminn og sögðust „ánægð“ með að dómur væri loks fallinn og að þau vonuðust til að fjölskyldan gæti nú „haldið áfram“ sínu lífi: „Hún var algjörlega einstök,“ sagði Peter pabbi Hoskins. Hann sagði þau enn ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá Dennis en að hann vænti þess að hún kæmi með tímanum. „Nú er tímabært fyrir okkur að snúa okkur að öðru, sem er það sem að Melissa myndi vilja að við gerðum,“ sagði Peter og bætti við að mikilvægt væri fyrir fjölskylduna að sambandið við Dennis yrði í lagi í framtíðinni, sérstaklega vegna barnanna. „Það eru tvö ung börn flækt í þennan harmleik. Við viljum auðvitað halda áfram að vera í stóru hlutverki í lífi þeirra og framtíð,“ sagði Peter Hoskins.
Hjólreiðar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Sjá meira