Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2025 08:29 Þorsteinn Vilhjálmsson gerði sér far um að kynna eðlisfræði og önnur vísindi fyrir almenningi. HÍ Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í eðlisfræði, er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi síðastliðinn laugardag. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag. Á vef Vísindavefs Háskóla Íslands er fjallað um rannsóknir Þorsteins og segir að hann hafi sérstaklega stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum. Meðal helstu ritverka eru Heimsmynd á hverfanda hveli I-II frá 1986-1987 og Einstein, eindir og afstæði frá 2015 sem Þorsteinn ritstýrði og samdi að hluta. Þorsteinn fæddist árið 1940 og lauk stúdentsprófi frá MR 1960 og meistaraprófi í öreindafræði árið 1967 frá Bohr-stofnuninni í Kaupmannahöfn. Hann starfaði fyrst í tvö ár við norrænu rannsóknastofnunina Nordita, sem þá var í Kaupmannahöfn. Hann réðst til starfa við Raunvísindastofnun árið 1967 og við Raunvísindadeild tveimur árum síðar,“ segir á Vísindavefnum. Varð prófessor 1989 Fram kemur að Þorsteinn hafi orðið prófessor 1989 og verið forseti deildarinnar frá 1995 til 1997. Auk eðlisfræðinnar hafi hann hafið kennslu í sögu og heimspeki vísinda um 1980. Þorsteinn hafði áhuga á tilhögun háskólakennslu og var formaður kennslumálanefndar Háskóla Íslands 1985 til 1992. Hann fór svo á eftirlaun 2010 en stundaði þó áfram rannsóknir og ritstörf. Þorsteinn gerði sér far um að kynna eðlisfræði og önnur vísindi fyrir almenningi, hélt erindi af því tagi, skrifaði greinar og samdi bækur eða ritstýrði. „Hann var aðalritstjóri Orðaskrár Eðlisfræðifélagsins sem kom út árið 1996. Hann vann að stofnun Vísindavefsins árið 2000 og var aðalritstjóri hans 2000-2010. Árið 2005 fékk Þorsteinn sérstaka viðurkenningu menntamálaráðuneytisins fyrir störf sín að vísindamiðlun og var síðan tilnefndur til Descartes-verðlauna Evrópusambandsins. Þorsteinn hlaut riddarakross fálkaorðunnar árið 2011 „fyrir framlag til vísinda, kennslu og miðlunar fræðilegrar þekkingar til almennings,“ segir á Vísindavefnum. Um rannsóknir Þorsteins á vísindum og fræðum norrænna miðalda segir að þær hafi beinst bæði að því að greina norrænar frumheimildir, rekja uppruna þeirra þegar hafi átt við og að átta sig á því sem menn hafi líklega ráðið af umhverfinu með beinum athugunum og reynslu. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Sigrún Júlíusdóttir, fædd 1944. Sonur þeirra er Viðar, fæddur 1979. Áður var Þorsteinn giftur Ingibjörgu Björnsdóttur, fædd 1940, og eru börn þeirra Vilhjálmur, fæddur 1965, Björn, fæddur 1967, og Þórdís Katrín, fædd 1971. Sonur Sigrúnar og uppeldissonur Þorsteins er Orri Vésteinsson, fæddur 1967. Barnabörnin eru tólf og langafabörnin tvö. Andlát Háskólar Vísindi Skóla- og menntamál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag. Á vef Vísindavefs Háskóla Íslands er fjallað um rannsóknir Þorsteins og segir að hann hafi sérstaklega stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum. Meðal helstu ritverka eru Heimsmynd á hverfanda hveli I-II frá 1986-1987 og Einstein, eindir og afstæði frá 2015 sem Þorsteinn ritstýrði og samdi að hluta. Þorsteinn fæddist árið 1940 og lauk stúdentsprófi frá MR 1960 og meistaraprófi í öreindafræði árið 1967 frá Bohr-stofnuninni í Kaupmannahöfn. Hann starfaði fyrst í tvö ár við norrænu rannsóknastofnunina Nordita, sem þá var í Kaupmannahöfn. Hann réðst til starfa við Raunvísindastofnun árið 1967 og við Raunvísindadeild tveimur árum síðar,“ segir á Vísindavefnum. Varð prófessor 1989 Fram kemur að Þorsteinn hafi orðið prófessor 1989 og verið forseti deildarinnar frá 1995 til 1997. Auk eðlisfræðinnar hafi hann hafið kennslu í sögu og heimspeki vísinda um 1980. Þorsteinn hafði áhuga á tilhögun háskólakennslu og var formaður kennslumálanefndar Háskóla Íslands 1985 til 1992. Hann fór svo á eftirlaun 2010 en stundaði þó áfram rannsóknir og ritstörf. Þorsteinn gerði sér far um að kynna eðlisfræði og önnur vísindi fyrir almenningi, hélt erindi af því tagi, skrifaði greinar og samdi bækur eða ritstýrði. „Hann var aðalritstjóri Orðaskrár Eðlisfræðifélagsins sem kom út árið 1996. Hann vann að stofnun Vísindavefsins árið 2000 og var aðalritstjóri hans 2000-2010. Árið 2005 fékk Þorsteinn sérstaka viðurkenningu menntamálaráðuneytisins fyrir störf sín að vísindamiðlun og var síðan tilnefndur til Descartes-verðlauna Evrópusambandsins. Þorsteinn hlaut riddarakross fálkaorðunnar árið 2011 „fyrir framlag til vísinda, kennslu og miðlunar fræðilegrar þekkingar til almennings,“ segir á Vísindavefnum. Um rannsóknir Þorsteins á vísindum og fræðum norrænna miðalda segir að þær hafi beinst bæði að því að greina norrænar frumheimildir, rekja uppruna þeirra þegar hafi átt við og að átta sig á því sem menn hafi líklega ráðið af umhverfinu með beinum athugunum og reynslu. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Sigrún Júlíusdóttir, fædd 1944. Sonur þeirra er Viðar, fæddur 1979. Áður var Þorsteinn giftur Ingibjörgu Björnsdóttur, fædd 1940, og eru börn þeirra Vilhjálmur, fæddur 1965, Björn, fæddur 1967, og Þórdís Katrín, fædd 1971. Sonur Sigrúnar og uppeldissonur Þorsteins er Orri Vésteinsson, fæddur 1967. Barnabörnin eru tólf og langafabörnin tvö.
Andlát Háskólar Vísindi Skóla- og menntamál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira