Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. maí 2025 18:40 Nemandinn stundaði nám við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Nemandi í HR sem glímir við geðræn veikindi kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík að hann þyrfti að sitja tvö sjúkrapróf samdægurs. Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema staðfesti ákvörðun háskólans og hafnaði kröfum nemandans. Nemandinn, sem er með vottorð frá geðlækni sem staðfestir að hann glími við mikinn prófkvíða, kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema um að hann var látinn sitja tvö sjúkrapróf sama dag. Nemandinn stundar nám við HR í sálfræðideild og stefndi á útskrift vorið 2024. Hann átti að sitja tvö lokapróf í annars vegar íþróttasálfræði 15. apríl og hins vegar hugrænum taugavísindum 16. apríl. Vegna veikinda nemandans, sem þjáist af ADHD, depurð og ofsakvíða, fær hann ákveðin sérúrræði í námi þar á meðal lengri próftíma. Vegna veikindanna ákvað hann að skrá sig í sjúkrapróf. Sjúkraprófin tvö féllu á sama dag, annað fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Nemandinn hafði samband við starfsmann skólans og óskaði eftir því að prófið fyrir hádegi yrði fært til en því var hafnað. Tilfærslunni var einnig hafnað af prófstjóra skólans sem sagði að ekki væri hægt að koma í veg fyrir alla árekstra sjúkraprófa. Námskeiðin tvö voru einnig ekki hluti af sömu deild innan skólans og er námskeiðið í íþróttasálfræði í íþróttafræðideild skólans. Þegar kom að prófunum mætti nemandinn í hvorugt þeirra og féll þar af leiðandi í báðum námskeiðunum. Að auki gat hann ekki lokið námi sínu vorið 2024. Ómögulegt að stilla upp próftöflu án árekstra Nemandinn kærði málið til áfrýjunarnefndarinnar og krafðist þess að ákvörðun skólans um að hafna beiðni um færslu á sjúkraprófum yrði felld úr gildi. Hann krafðist einnig þess að fá að taka lokaprófin tvö auk þess sem að sendar yrðu upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að hann hafi útskrifast á réttum tíma. HR krafðist þess að kröfum nemandans væri hafnað og samþykktu ekki fullyrðingar um að skólinn hafi ekki komið til móts við sérþarfir nemandans. Nemandinn hafi þá þegar fengið úthlutuðum lengri próftíma og séu til fjölmörg dæmi um að nemendur skólans þurfi að taka tvö sjúkra- og endurtektapróf samdægurs. Ómögulegt sé að stilla upp próftöflu án árekstra, jafnvel einungis fyrir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda. Um 11,75 prósent nemenda skólans þurfi á sérúrræðum að halda í námi. Það samsvarar 520 nemendum, þar af 255 með taugasálfræðilegan vanda. Áfrýjunarnefndin tekur undir að það sé nær ómögulegt að skipuleggja próftöflur „og þá sér í lagi próftöflu fyrir sjúkra- og endurtektarpróf, sem alla jafna er styttra tímabil en hefðbundin próftafla, með þeim hætti að próf sem eru á milli deilda, námsbrauta og ára skarist ekki.“ Í úrskurði nefndarinnar erkröfum nemandans um að fella úr gildi ákvörðun HR hafnað. Þá er tekið fram að það sé „utan valdsviðs nefndarinnar að hlutast til um að sendar verði upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að kærandi hafi útskrifast á réttum tíma.“ Háskólar Geðheilbrigði Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla- og menntamál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Nemandinn, sem er með vottorð frá geðlækni sem staðfestir að hann glími við mikinn prófkvíða, kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema um að hann var látinn sitja tvö sjúkrapróf sama dag. Nemandinn stundar nám við HR í sálfræðideild og stefndi á útskrift vorið 2024. Hann átti að sitja tvö lokapróf í annars vegar íþróttasálfræði 15. apríl og hins vegar hugrænum taugavísindum 16. apríl. Vegna veikinda nemandans, sem þjáist af ADHD, depurð og ofsakvíða, fær hann ákveðin sérúrræði í námi þar á meðal lengri próftíma. Vegna veikindanna ákvað hann að skrá sig í sjúkrapróf. Sjúkraprófin tvö féllu á sama dag, annað fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Nemandinn hafði samband við starfsmann skólans og óskaði eftir því að prófið fyrir hádegi yrði fært til en því var hafnað. Tilfærslunni var einnig hafnað af prófstjóra skólans sem sagði að ekki væri hægt að koma í veg fyrir alla árekstra sjúkraprófa. Námskeiðin tvö voru einnig ekki hluti af sömu deild innan skólans og er námskeiðið í íþróttasálfræði í íþróttafræðideild skólans. Þegar kom að prófunum mætti nemandinn í hvorugt þeirra og féll þar af leiðandi í báðum námskeiðunum. Að auki gat hann ekki lokið námi sínu vorið 2024. Ómögulegt að stilla upp próftöflu án árekstra Nemandinn kærði málið til áfrýjunarnefndarinnar og krafðist þess að ákvörðun skólans um að hafna beiðni um færslu á sjúkraprófum yrði felld úr gildi. Hann krafðist einnig þess að fá að taka lokaprófin tvö auk þess sem að sendar yrðu upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að hann hafi útskrifast á réttum tíma. HR krafðist þess að kröfum nemandans væri hafnað og samþykktu ekki fullyrðingar um að skólinn hafi ekki komið til móts við sérþarfir nemandans. Nemandinn hafi þá þegar fengið úthlutuðum lengri próftíma og séu til fjölmörg dæmi um að nemendur skólans þurfi að taka tvö sjúkra- og endurtektapróf samdægurs. Ómögulegt sé að stilla upp próftöflu án árekstra, jafnvel einungis fyrir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda. Um 11,75 prósent nemenda skólans þurfi á sérúrræðum að halda í námi. Það samsvarar 520 nemendum, þar af 255 með taugasálfræðilegan vanda. Áfrýjunarnefndin tekur undir að það sé nær ómögulegt að skipuleggja próftöflur „og þá sér í lagi próftöflu fyrir sjúkra- og endurtektarpróf, sem alla jafna er styttra tímabil en hefðbundin próftafla, með þeim hætti að próf sem eru á milli deilda, námsbrauta og ára skarist ekki.“ Í úrskurði nefndarinnar erkröfum nemandans um að fella úr gildi ákvörðun HR hafnað. Þá er tekið fram að það sé „utan valdsviðs nefndarinnar að hlutast til um að sendar verði upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að kærandi hafi útskrifast á réttum tíma.“
Háskólar Geðheilbrigði Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla- og menntamál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira