Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Jón Þór Stefánsson skrifar 14. maí 2025 07:02 Ómerktur lögreglubíll við Krýsuvíkurveg daginn eftir að Sigurður Fannar var handtekinn. Vísir/Bjarni Aðalmeðferð í máli Sigurðar Fannars Þórssonar, karlmanns á fimmtugsaldri sem sætir ákæru um að hafa ráðið dóttur sinni bana í september síðastliðnum, verður fyrir luktum dyrum. Samkvæmt yfirmati er hann metinn sakhæfur. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, greinir frá því í samtali við fréttastofu að Sigurður hafi verið metinn sakhæfur af yfirmati sem gert var við meðferð málsins. Þess má þó geta að það er dómsins að komast að því hvort hann teljist sakhæfur eða eða ekki í augum laganna. Í svari Héraðsdóms Reykjaness, þar sem þinghaldið fer fram, við fyrirspurn fréttastofu segir að þinghaldið verði lokað til hlífðar fjölskyldu hinnar látnu, Kolfinnu Eldeyju Sigurðardóttur sem var einungis tíu ára gömul þegar hún lést. Ekki var krafist úrskurðar um þessa ákvörðun dómara og því er hún endanleg. Að óbreyttu fer aðalmeðferð málsins fram þann 11. júní næstkomandi, en fjölskipaður dómur mun ákvarða um sekt eða sýknu Sigurðar. Fréttastofa hefur ákæru málsins undir höndum þar sem ákveðin atriði hafa verið afmáð. Þar segir að Sigurðru sé ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi. Atvikið sem málið varðar er sagt hafa átt sér stað á Hraunhólum við Krýsuvíkurveg við Vatnskarðsnámur þann 15. september. Þá er þess krafist að Sigurður greiði fimm milljóna króna miskabótakröfu, og útfararkostnað sem hljóp á 1,5 milljónum. Jafnframt er Sigurður Fannar ákærður fyrir fíkniefnalagabrot. Annars vegar fyrir vörslu ýmissa fíkniefna og lyfja sem voru í gámi við Kapelluhraun í Hafnarfirði, en efnin fundust sama dag og hann á að hafa orðið dóttur sinni að bana. Hins vegar er hann ákærður fyrir að hafa verið með í vörslum sínum 79 kannabisplöntur í bílskúr á ótilgreindum stað í Reykjavík. Plönturnar fundust nokkru áður, þann 14. maí á síðasta ári. Hringdi sjálfur á neyðarlínuna Sigurður hringdi á Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið 15. september. Hann mun hafa verið óljós í máli sínu, óskýr um hvar hann væri staddur og hvað hafði gerst, en þó tilkynnt um andlát tíu ára gamallar dóttur sinnar. Lögreglan kom á vettvang skömmu síðar. Þar var hann handtekinn og þá leituðu viðbragðsaðilar að stúlkunni sem fannst skammt frá. Strax hófust endurlífgunartilraunir sem báru ekki árangur. Sigurður Fannar er sagður hafa bent lögreglu á hvar hún væri. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn. Áður hlotið dóma Fyrir hálfum öðrum áratug hlaut Sigurður Fannar tæplega fjögurra ára fangelsisdóm fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefna. Fyrir dómi sagðist hann hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Hann hlaut síðan skilorðsbundinn fangelsisdóm um áratug síðar vegna kannabisplanta og maríjúana sem fund á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust í því máli. Dómsmál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, greinir frá því í samtali við fréttastofu að Sigurður hafi verið metinn sakhæfur af yfirmati sem gert var við meðferð málsins. Þess má þó geta að það er dómsins að komast að því hvort hann teljist sakhæfur eða eða ekki í augum laganna. Í svari Héraðsdóms Reykjaness, þar sem þinghaldið fer fram, við fyrirspurn fréttastofu segir að þinghaldið verði lokað til hlífðar fjölskyldu hinnar látnu, Kolfinnu Eldeyju Sigurðardóttur sem var einungis tíu ára gömul þegar hún lést. Ekki var krafist úrskurðar um þessa ákvörðun dómara og því er hún endanleg. Að óbreyttu fer aðalmeðferð málsins fram þann 11. júní næstkomandi, en fjölskipaður dómur mun ákvarða um sekt eða sýknu Sigurðar. Fréttastofa hefur ákæru málsins undir höndum þar sem ákveðin atriði hafa verið afmáð. Þar segir að Sigurðru sé ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi. Atvikið sem málið varðar er sagt hafa átt sér stað á Hraunhólum við Krýsuvíkurveg við Vatnskarðsnámur þann 15. september. Þá er þess krafist að Sigurður greiði fimm milljóna króna miskabótakröfu, og útfararkostnað sem hljóp á 1,5 milljónum. Jafnframt er Sigurður Fannar ákærður fyrir fíkniefnalagabrot. Annars vegar fyrir vörslu ýmissa fíkniefna og lyfja sem voru í gámi við Kapelluhraun í Hafnarfirði, en efnin fundust sama dag og hann á að hafa orðið dóttur sinni að bana. Hins vegar er hann ákærður fyrir að hafa verið með í vörslum sínum 79 kannabisplöntur í bílskúr á ótilgreindum stað í Reykjavík. Plönturnar fundust nokkru áður, þann 14. maí á síðasta ári. Hringdi sjálfur á neyðarlínuna Sigurður hringdi á Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið 15. september. Hann mun hafa verið óljós í máli sínu, óskýr um hvar hann væri staddur og hvað hafði gerst, en þó tilkynnt um andlát tíu ára gamallar dóttur sinnar. Lögreglan kom á vettvang skömmu síðar. Þar var hann handtekinn og þá leituðu viðbragðsaðilar að stúlkunni sem fannst skammt frá. Strax hófust endurlífgunartilraunir sem báru ekki árangur. Sigurður Fannar er sagður hafa bent lögreglu á hvar hún væri. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn. Áður hlotið dóma Fyrir hálfum öðrum áratug hlaut Sigurður Fannar tæplega fjögurra ára fangelsisdóm fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefna. Fyrir dómi sagðist hann hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Hann hlaut síðan skilorðsbundinn fangelsisdóm um áratug síðar vegna kannabisplanta og maríjúana sem fund á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust í því máli.
Dómsmál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira