„Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. maí 2025 11:43 Til stendur að reisa skólaþorpið á bílastæðinu sem er afmarkað af haustgulum trjám vinstra megin á myndinni. Vísir/Vilhelm Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum. Formaður KSÍ gagnrýndi fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll harðlega á föstudag og sagði hana vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það snerti embættið illa að troða eigi áformum í gegnum kerfið. Til stendur að reisa rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum þar sem ýmsar framkvæmdir eru fram undan á skólum í Laugardal - fyrst Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Bílastæði syðst við Laugardalsvöll verði tekið undir skólann og innkeyrslu af Reykjavegi lokað. Gagnrýnin skiljanleg Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir gagnrýnina skiljanlega enda verði mikið álag í Laugardalnum vegna framkvæmda við nýja þjóðarhöll og stækkun Laugardalsvallar á næstu misserum. „Við höfum svo sem enga aðra möguleika en að byggja skólaþorp í Laugardalnum vegna þess að við erum búin að reyna og skoða aðra möguleika eins og að byggja við. En við getum ekki talið okkur geta tryggt öryggi skólabarna eða bara skólastarfið á framkvæmdartíma ef við förum ekki þessa leið.“ Samráð við aðila í Laugardalnum sé mjög mikilvægt í huga borgarinnar. Það verði farið vel yfir ábendingar frá sambandinu í borgarstjórn. „Við erum búin að ræða við samgöngudeildina okkar og þau munu tryggja það að allt öryggi verði í lagi að sjálfsögðu og viðbragðsaðilar verða með okkur í að hanna það.“ Ofgnótt af vanýttum bílastæðum Undirbúningurinn sé búinn að vera mikill og deiliskipulag liggur fyrir. „Svo fer það núna í auglýsingu og við erum í samstarfi á meðan þeim sex vikna tíma stendur og svo auðvitað í framhaldinu líka. Svo það eru kannski einhverjir þrír mánuðir þangað til skipulagið er samþykkt. Ég vona bara svo sannarlega að við getum boðið þetta út á næsta ári.“ Ólöf gefur lítið fyrir þá gagnrýni að skerðing bílastæða á svæðinu muni bitna á íbúum. „Við fækkum bílastæðum og það er alveg ljóst. En það hefur verið ofgnótt þarna af vannýttum stæðum. Sérstaklega á þessum hluta sem ekki eru nýtt í miðri viku. Ég hef ekki mikla trú á því að þetta flæði inn í hverfin þegar kappleikir eru. Við erum vel meðvituð um það að það verður álag á dalinn og þetta verður ekki eins og best er á kosið en við munum reyna gera það besta með öllum hagaðilum.“ Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Grunnskólar Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Formaður KSÍ gagnrýndi fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll harðlega á föstudag og sagði hana vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það snerti embættið illa að troða eigi áformum í gegnum kerfið. Til stendur að reisa rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum þar sem ýmsar framkvæmdir eru fram undan á skólum í Laugardal - fyrst Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Bílastæði syðst við Laugardalsvöll verði tekið undir skólann og innkeyrslu af Reykjavegi lokað. Gagnrýnin skiljanleg Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir gagnrýnina skiljanlega enda verði mikið álag í Laugardalnum vegna framkvæmda við nýja þjóðarhöll og stækkun Laugardalsvallar á næstu misserum. „Við höfum svo sem enga aðra möguleika en að byggja skólaþorp í Laugardalnum vegna þess að við erum búin að reyna og skoða aðra möguleika eins og að byggja við. En við getum ekki talið okkur geta tryggt öryggi skólabarna eða bara skólastarfið á framkvæmdartíma ef við förum ekki þessa leið.“ Samráð við aðila í Laugardalnum sé mjög mikilvægt í huga borgarinnar. Það verði farið vel yfir ábendingar frá sambandinu í borgarstjórn. „Við erum búin að ræða við samgöngudeildina okkar og þau munu tryggja það að allt öryggi verði í lagi að sjálfsögðu og viðbragðsaðilar verða með okkur í að hanna það.“ Ofgnótt af vanýttum bílastæðum Undirbúningurinn sé búinn að vera mikill og deiliskipulag liggur fyrir. „Svo fer það núna í auglýsingu og við erum í samstarfi á meðan þeim sex vikna tíma stendur og svo auðvitað í framhaldinu líka. Svo það eru kannski einhverjir þrír mánuðir þangað til skipulagið er samþykkt. Ég vona bara svo sannarlega að við getum boðið þetta út á næsta ári.“ Ólöf gefur lítið fyrir þá gagnrýni að skerðing bílastæða á svæðinu muni bitna á íbúum. „Við fækkum bílastæðum og það er alveg ljóst. En það hefur verið ofgnótt þarna af vannýttum stæðum. Sérstaklega á þessum hluta sem ekki eru nýtt í miðri viku. Ég hef ekki mikla trú á því að þetta flæði inn í hverfin þegar kappleikir eru. Við erum vel meðvituð um það að það verður álag á dalinn og þetta verður ekki eins og best er á kosið en við munum reyna gera það besta með öllum hagaðilum.“
Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Grunnskólar Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira