Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2025 09:10 Frá mótmælum íslensks stuðningsfólks Palestínumanna nýlega. Flestir nefna stríðsátök sem helsta vandamál heimsins í nýrri skoðanakönnun. Vísir/Anton Brink Rúmlega tveir af hverjum fimm telja stríð og átök mikilvægasta vandamálið sem heimurinn stendur frammi fyrir í skoðanakönnun. Þrátt fyrir að fátækt hafi verið nefnd næstoftast fækkar þeim töluvert sem nefna efnahagsleg vandamál sem helsta meinið. Stríðsátök hafa geisað í Úkraínu í rúm þrjú ár og fyrir botni Miðjarðarhafs í vel á annað ár. Þegar Gallup spurði í mars hvert fólk teldi mikilvægasta vandamál heimsins sögðu langflestir, 43 prósent, stríð og átök. Aðeins einn af hverjum tíu gáfu það svar þegar sama spurning var borin upp fyrir tólf árum. Tæplega einn af hverjum tíu nefndu fátækt og bilið milli ríkra og fátækra sem stærsta vandamálið en þeir voru einn af hverjum fjórum árið 2013. Í þriðja og fjórða sæti voru spilling (átta prósent) og umhverfis- og loftslagsmál (sex prósent). Um það bil helmingi færri nefndu spillingu sem stærsta vandamálið nú en í sambærilegum könnunum árið 2012 og 2013. Umtalsvert færri nefna efnahagsleg vandamál nú en fyrir tólf árum. Aðeins fjögur prósent nefna þau nú en hlutfallið var tíu prósent árið 2013 og fjórtán prósent árið 2012. Þau atriði sem svarendur nefndu oftar nú en fyrir rúmum áratug voru fólksflótti, hryðjuverk og glæpir. Marktækur munur var á afstöðu kynjanna. Töluvert fleiri konur (47 prósent) en karlar (38 prósent) töldu þannig stríð og átök stærsta vandamál heimsins. Karlar voru líklegri en konur til að telja fólksflótta, trúarofstæki og efnahagsleg vandamál þau stærstu. Eldra fólk taldi frekar stríð og átök helsta vandann en það yngra. Það yngra taldi frekar að efnahagsleg vandamál og heilbrigðisvandamál væru mikilvægust. Þá var umtalsverður munur á hvað fólk taldi helsta vandamál heimsins eftir því hvaða flokk það kýs. Tveir af hverjum þremur kjósendum Framsóknarflokksins sögðust telja stríð og átök stærsta vandamál heimsins en aðeins sextán prósent kjósenda Sósíalistaflokksins. Kjósendur Sósíalistaflokksins voru aftur á móti mun uppteknari af fátækt og ójöfnuði en kjósendur annarra flokka. Nærri sextán prósent kjósenda Miðflokkksins töldu fólksflótta mest aðsteðjandi vandamálið, mun fleiri en kjósendur annarra flokka. Skoðanakannanir Hernaður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Stríðsátök hafa geisað í Úkraínu í rúm þrjú ár og fyrir botni Miðjarðarhafs í vel á annað ár. Þegar Gallup spurði í mars hvert fólk teldi mikilvægasta vandamál heimsins sögðu langflestir, 43 prósent, stríð og átök. Aðeins einn af hverjum tíu gáfu það svar þegar sama spurning var borin upp fyrir tólf árum. Tæplega einn af hverjum tíu nefndu fátækt og bilið milli ríkra og fátækra sem stærsta vandamálið en þeir voru einn af hverjum fjórum árið 2013. Í þriðja og fjórða sæti voru spilling (átta prósent) og umhverfis- og loftslagsmál (sex prósent). Um það bil helmingi færri nefndu spillingu sem stærsta vandamálið nú en í sambærilegum könnunum árið 2012 og 2013. Umtalsvert færri nefna efnahagsleg vandamál nú en fyrir tólf árum. Aðeins fjögur prósent nefna þau nú en hlutfallið var tíu prósent árið 2013 og fjórtán prósent árið 2012. Þau atriði sem svarendur nefndu oftar nú en fyrir rúmum áratug voru fólksflótti, hryðjuverk og glæpir. Marktækur munur var á afstöðu kynjanna. Töluvert fleiri konur (47 prósent) en karlar (38 prósent) töldu þannig stríð og átök stærsta vandamál heimsins. Karlar voru líklegri en konur til að telja fólksflótta, trúarofstæki og efnahagsleg vandamál þau stærstu. Eldra fólk taldi frekar stríð og átök helsta vandann en það yngra. Það yngra taldi frekar að efnahagsleg vandamál og heilbrigðisvandamál væru mikilvægust. Þá var umtalsverður munur á hvað fólk taldi helsta vandamál heimsins eftir því hvaða flokk það kýs. Tveir af hverjum þremur kjósendum Framsóknarflokksins sögðust telja stríð og átök stærsta vandamál heimsins en aðeins sextán prósent kjósenda Sósíalistaflokksins. Kjósendur Sósíalistaflokksins voru aftur á móti mun uppteknari af fátækt og ójöfnuði en kjósendur annarra flokka. Nærri sextán prósent kjósenda Miðflokkksins töldu fólksflótta mest aðsteðjandi vandamálið, mun fleiri en kjósendur annarra flokka.
Skoðanakannanir Hernaður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira