Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2025 09:10 Frá mótmælum íslensks stuðningsfólks Palestínumanna nýlega. Flestir nefna stríðsátök sem helsta vandamál heimsins í nýrri skoðanakönnun. Vísir/Anton Brink Rúmlega tveir af hverjum fimm telja stríð og átök mikilvægasta vandamálið sem heimurinn stendur frammi fyrir í skoðanakönnun. Þrátt fyrir að fátækt hafi verið nefnd næstoftast fækkar þeim töluvert sem nefna efnahagsleg vandamál sem helsta meinið. Stríðsátök hafa geisað í Úkraínu í rúm þrjú ár og fyrir botni Miðjarðarhafs í vel á annað ár. Þegar Gallup spurði í mars hvert fólk teldi mikilvægasta vandamál heimsins sögðu langflestir, 43 prósent, stríð og átök. Aðeins einn af hverjum tíu gáfu það svar þegar sama spurning var borin upp fyrir tólf árum. Tæplega einn af hverjum tíu nefndu fátækt og bilið milli ríkra og fátækra sem stærsta vandamálið en þeir voru einn af hverjum fjórum árið 2013. Í þriðja og fjórða sæti voru spilling (átta prósent) og umhverfis- og loftslagsmál (sex prósent). Um það bil helmingi færri nefndu spillingu sem stærsta vandamálið nú en í sambærilegum könnunum árið 2012 og 2013. Umtalsvert færri nefna efnahagsleg vandamál nú en fyrir tólf árum. Aðeins fjögur prósent nefna þau nú en hlutfallið var tíu prósent árið 2013 og fjórtán prósent árið 2012. Þau atriði sem svarendur nefndu oftar nú en fyrir rúmum áratug voru fólksflótti, hryðjuverk og glæpir. Marktækur munur var á afstöðu kynjanna. Töluvert fleiri konur (47 prósent) en karlar (38 prósent) töldu þannig stríð og átök stærsta vandamál heimsins. Karlar voru líklegri en konur til að telja fólksflótta, trúarofstæki og efnahagsleg vandamál þau stærstu. Eldra fólk taldi frekar stríð og átök helsta vandann en það yngra. Það yngra taldi frekar að efnahagsleg vandamál og heilbrigðisvandamál væru mikilvægust. Þá var umtalsverður munur á hvað fólk taldi helsta vandamál heimsins eftir því hvaða flokk það kýs. Tveir af hverjum þremur kjósendum Framsóknarflokksins sögðust telja stríð og átök stærsta vandamál heimsins en aðeins sextán prósent kjósenda Sósíalistaflokksins. Kjósendur Sósíalistaflokksins voru aftur á móti mun uppteknari af fátækt og ójöfnuði en kjósendur annarra flokka. Nærri sextán prósent kjósenda Miðflokkksins töldu fólksflótta mest aðsteðjandi vandamálið, mun fleiri en kjósendur annarra flokka. Skoðanakannanir Hernaður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Stríðsátök hafa geisað í Úkraínu í rúm þrjú ár og fyrir botni Miðjarðarhafs í vel á annað ár. Þegar Gallup spurði í mars hvert fólk teldi mikilvægasta vandamál heimsins sögðu langflestir, 43 prósent, stríð og átök. Aðeins einn af hverjum tíu gáfu það svar þegar sama spurning var borin upp fyrir tólf árum. Tæplega einn af hverjum tíu nefndu fátækt og bilið milli ríkra og fátækra sem stærsta vandamálið en þeir voru einn af hverjum fjórum árið 2013. Í þriðja og fjórða sæti voru spilling (átta prósent) og umhverfis- og loftslagsmál (sex prósent). Um það bil helmingi færri nefndu spillingu sem stærsta vandamálið nú en í sambærilegum könnunum árið 2012 og 2013. Umtalsvert færri nefna efnahagsleg vandamál nú en fyrir tólf árum. Aðeins fjögur prósent nefna þau nú en hlutfallið var tíu prósent árið 2013 og fjórtán prósent árið 2012. Þau atriði sem svarendur nefndu oftar nú en fyrir rúmum áratug voru fólksflótti, hryðjuverk og glæpir. Marktækur munur var á afstöðu kynjanna. Töluvert fleiri konur (47 prósent) en karlar (38 prósent) töldu þannig stríð og átök stærsta vandamál heimsins. Karlar voru líklegri en konur til að telja fólksflótta, trúarofstæki og efnahagsleg vandamál þau stærstu. Eldra fólk taldi frekar stríð og átök helsta vandann en það yngra. Það yngra taldi frekar að efnahagsleg vandamál og heilbrigðisvandamál væru mikilvægust. Þá var umtalsverður munur á hvað fólk taldi helsta vandamál heimsins eftir því hvaða flokk það kýs. Tveir af hverjum þremur kjósendum Framsóknarflokksins sögðust telja stríð og átök stærsta vandamál heimsins en aðeins sextán prósent kjósenda Sósíalistaflokksins. Kjósendur Sósíalistaflokksins voru aftur á móti mun uppteknari af fátækt og ójöfnuði en kjósendur annarra flokka. Nærri sextán prósent kjósenda Miðflokkksins töldu fólksflótta mest aðsteðjandi vandamálið, mun fleiri en kjósendur annarra flokka.
Skoðanakannanir Hernaður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira