Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2025 18:57 Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning Um sjötíu prósent af þeim vörum sem eru seldar á síðum á borð við Temu og Shein innihalda skaðleg efni sem eru bönnuð innan EES-landa samkvæmt nýrri norrænni rannsókn. Þetta rýmar við fjölda annarra rannsókna. Samkvæmt annarri sem gerð var fyrir leikfangaframleiðendur í Evrópu í fyrra reyndist ekkert af þeim leikföngum frá Temu sem skoðuð voru uppfylla kröfur Evrópusambandsins. „Það er auðvitað gjörsamlega óásættanlegt að það sé verið að eitra fyrir börnum með þessum hætti,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Innflutningur frá Temu og Shein til Íslands hefur stóraukist á liðnum árum og hefur Rauði krossinn sagt ógrynni af ónotuðum fötum frá netrisunum safnast saman í fatagámum sínum. „Þetta hefur gerst alveg gríðarlega hratt, við sjáum núna bara þreföldun á innflutningi á ódýrum vörum frá þriðja landi til Evrópulanda á síðustu tveimur árum,“ segir Jóhann. „Við megum ekki láta það gerast að þessi netverslunar bylting verði til þess að eyðileggja þann árangur sem við hefur náðst á síðustu áratugum í neytendavernd.“ Jóhann Páll ræddi málið við aðra umhverfisráðherra Norðurlandanna á fundi í Finnlandi í vikunni og hann segir þá sammála um að grípa þurfi inn í. „Hugsanlega mætti gera greiðslumiðlunarfyrirtæki og flutningsfyrirtæki í auknum mæli ábyrg fyrir því að ganga úr skugga um að vörur standist kröfur.“ Boð og bönn Spurður hvort það komi hreinlega til greina að banna innflutning frá þessum síðum segir hann ekki ástæðu til að útiloka neitt. Til skoðunar sé að koma upp samnorrænni gagnagátt þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um innihaldsefni. Hægt yrði að banna tilteknar vörur með tilliti til þess. „Auðvitað hljóta boð og bönn að einhverju leyti að vera lausnin á þessu.“ Hann muni fylgja málinu eftir í samvinnu við umhverfis- og orkustofnun. „Við þurfum að skilgreina markmiðin og fara svo yfir það með sérfræðingum bæði hér og á hinum Norðurlöndunum og finna út úr því hvaða aðferðum er best að beita. Hvaða útfærslu við vijum hafa og hversu harkalega við getum gripið inn í,“ segir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Verslun Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Um sjötíu prósent af þeim vörum sem eru seldar á síðum á borð við Temu og Shein innihalda skaðleg efni sem eru bönnuð innan EES-landa samkvæmt nýrri norrænni rannsókn. Þetta rýmar við fjölda annarra rannsókna. Samkvæmt annarri sem gerð var fyrir leikfangaframleiðendur í Evrópu í fyrra reyndist ekkert af þeim leikföngum frá Temu sem skoðuð voru uppfylla kröfur Evrópusambandsins. „Það er auðvitað gjörsamlega óásættanlegt að það sé verið að eitra fyrir börnum með þessum hætti,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Innflutningur frá Temu og Shein til Íslands hefur stóraukist á liðnum árum og hefur Rauði krossinn sagt ógrynni af ónotuðum fötum frá netrisunum safnast saman í fatagámum sínum. „Þetta hefur gerst alveg gríðarlega hratt, við sjáum núna bara þreföldun á innflutningi á ódýrum vörum frá þriðja landi til Evrópulanda á síðustu tveimur árum,“ segir Jóhann. „Við megum ekki láta það gerast að þessi netverslunar bylting verði til þess að eyðileggja þann árangur sem við hefur náðst á síðustu áratugum í neytendavernd.“ Jóhann Páll ræddi málið við aðra umhverfisráðherra Norðurlandanna á fundi í Finnlandi í vikunni og hann segir þá sammála um að grípa þurfi inn í. „Hugsanlega mætti gera greiðslumiðlunarfyrirtæki og flutningsfyrirtæki í auknum mæli ábyrg fyrir því að ganga úr skugga um að vörur standist kröfur.“ Boð og bönn Spurður hvort það komi hreinlega til greina að banna innflutning frá þessum síðum segir hann ekki ástæðu til að útiloka neitt. Til skoðunar sé að koma upp samnorrænni gagnagátt þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um innihaldsefni. Hægt yrði að banna tilteknar vörur með tilliti til þess. „Auðvitað hljóta boð og bönn að einhverju leyti að vera lausnin á þessu.“ Hann muni fylgja málinu eftir í samvinnu við umhverfis- og orkustofnun. „Við þurfum að skilgreina markmiðin og fara svo yfir það með sérfræðingum bæði hér og á hinum Norðurlöndunum og finna út úr því hvaða aðferðum er best að beita. Hvaða útfærslu við vijum hafa og hversu harkalega við getum gripið inn í,“ segir
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Verslun Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira