„Ég varð stjörf af hræðslu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. maí 2025 09:02 Á undanförnum árum hefur Klaudia unnið markvisst í því að gera upp fortíðina. Samsett „Ég hélt lengi að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti bara að „komast yfir“ en sannleikurinn er sá að þetta hefur haft miklu dýpri áhrif á mig en fólk sér. Ég hef burðast með óöryggi, kvíða og sár sem ekki sjást,“ segir Klaudia Pétursdóttir. Tíu ára gömul flutti Klaudia frá Póllandi til Íslands til að búa hjá föður sínum. Þar varð hún fyrir ítrekuðu ofbeldi sem hafði djúp áhrif á líf hennar. Í dag stígur hún fram og segir sína sögu – í von um að styðja aðra og vekja athygli á mikilvægi úrræða fyrir þolendur. Frá Póllandi til Íslands Klaudia er ekki algengt nafn á Íslandi og það ber með sér skýra vísun til erlends uppruna. Foreldrar Klaudiu er bæði pólsk, nánar tiltekið frá Zamość, 60 þúsund manna borg í suðausturhluta landsins. Faðir Klaudiu flutti síðan til Íslands þegar hún var enn á leikskólaaldri. „Ég hitti hann af og til, á sumrin þegar hann kom til Póllands, en hann var ekki hluti af daglega lífinu mínu.“ Þegar Klaudia var 10 ára gömul ákvað faðir hennar að sækja um fullt forræði yfir henni og fá hana til Íslands. Hann taldi víst að Klaudia gætti átt betra líf hér á landi. Hún lýsir því hvernig hún sá fyrir sér nýtt og spennandi líf með föður sínum og upplifði ferðalagið sem ævintýri – sérstaklega þar sem hún hafði aldrei áður farið í flugvél og ólst upp við mikla fátækt í Póllandi. Mér fannst ég vera að fara í stórkostlegt ævintýri. Ég var bara barn og skildi ekki hvað beið mín. Nýtt umhverfi Aðlögunin að nýju lífi á Íslandi var bæði spennandi og yfirþyrmandi fyrir tíu ára gamla stelpu sem hafði aldrei farið út fyrir heimalandið sitt. Klaudia kom beint inn á heimili föður síns á Selfossi, þar sem hann bjó með nýrri konu og börnunum þeirra. Hún varð hluti af fjölskyldu sem hún þekkti lítið til. „Ég man að ég reyndi að fylgjast með öllum. Ég sagði lítið, bara til að falla inn í. Ég vildi ekki vera til ama.“ Hún var sett beint í íslenskan grunnskóla, án þess að tala íslensku. Það voru engin sérstök stuðningsúrræði fyrir börn af erlendum uppruna á þeim tíma, og hún þurfti að læra tungumálið og reglurnar með því að hlusta, herma og halda áfram. „Ég var mjög stressuð fyrst. Það var bara einn pólskur strákur í hverfinu, sem bjó á móti. Hann hjálpaði mér aðeins. Það var líka ein yndisleg kona, kennari í skólanum sem tók mig hálfpartinn að sér, og hún hjálpaði mér mikið.“ Líf í ótta Það leið ekki langur tími frá komu Klaudiu til Íslands þar til fyrstu merki ofbeldis af hálfu föður hennar komu í ljós. Hún var nýbyrjuð í íslenskum skóla og reyndi sitt besta við að aðlagast, læra tungumálið og finna sína stöðu í nýrri fjölskyldu. „Ég man þetta eins og það hafi gerst í gær. Ég var að leysa stærðfræðidæmi heima. Ég gerði það vitlaust og hann varð brjálaður. Hann tók í höndina á mér og sló mig í hnakkann. Ég fraus.“ Hún lýsir því hvernig líkamlega ofbeldinu fylgdi andlegt niðurbrot og stöðug ógn. Hún man eftir mörgum atvikum þar sem hún var slegin, refsað fyrir minnstu mistök og lifði í stöðugum ótta. „Það var ekki bara eitt atvik. Þetta var reglulegt. Ég vissi aldrei hvenær hann myndi missa stjórn. Ég reyndi að ganga á tánum, forðast að gera eitthvað „rangt“ – en það breytti engu.“ Þó hún hafi ekki alltaf verið með sýnilega áverka, var álagið stöðugt og ógnin raunveruleg. Hún segir einnig að hann hafi aðeins beðist afsökunar einu sinni – í fyrsta skiptið , en aldrei aftur. „Eftir fyrsta höggið baðst hann afsökunar. Eftir það kom það aldrei fyrir aftur ,hvorki afsökunarbeiðni né útskýring.“ Á heimilinu voru einnig önnur börn, hálfsystkini Klaudiu, en hún segir að ofbeldið hafi beinst sérstaklega að henni. „Það var bara ég. Ég veit að þau urðu kannski vitni að einhverju, eða urðu fyrir einhverri hegðun, en hann beitti mig ofbeldi – bæði andlegu og líkamlegu.“ Ofbeldið – bæði líkamlegt og andlegt – stóð yfir í um tvö til þrjú ár. Klaudia lýsir stjórnsemi, niðurlægingu og hótunum, og að hafa þurft að lifa við stöðugan ótta. Ég mátti ekki fara út. Hann tók af mér símann. Hann sagði mér að ég væri heimsk, að ég myndi aldrei ná neinu. Það var ekki bara högg – þetta var stjórnun. Þetta var líf í ótta. Hún lýsir því hvernig hún bar þessa reynslu í þögn í mörg ár, og hvernig hún óttaðist að segja frá. „Ég vissi að ef hann fengi póst frá skólanum þá yrði mér refsað.“ Á þessum tíma greindi hún einnig móður sinni frá ofbeldinu – í símtali frá Íslandi á meðan á jólafríi stóð. „Ég var skilin eftir ein heima á aðfangadag og þá fékk ég loks kjark til að hringja. Ég sagði henni frá öllu. Hún var í símanum með mér allan tímann, grét með mér – en hún gat ekki gert mikið. Hún var sjálf í erfiðum aðstæðum erlendis. Hún var föst.“ Klaudia tók meðvitaða ákvörðun um að rjúfa þögnina.Aðsend Vendipunktur Það var atvik í skólanum sem að lokum varð vendipunktur. Klaudia og vinkona hennar voru sendar til skólastjóra fyrir að tala í tíma og það var tilkynnt heim. „Ég varð stjörf af hræðslu. Ég vissi nákvæmlega hvað beið mín ef hann fengi póstinn.“ Daginn eftir mætti hún í skólann og sagði frá því sem hún hafði þurft að lifa við. Barnavernd kom inn í málið, hún var flutt tímabundið í fóstur hjá stuðningsfjölskyldu og flutti svo til frænku sinnar, þar sem hún bjó fram á unglingsár, á meðan hún hélt áfram í skóla og reyndi að endurbyggja öryggi í lífi sínu. „Ég var svo þakklát. Hún tók á móti mér og ég fékk loksins að vera í friði. Það var ekki auðvelt, en það var fyrsta skrefið að komast út úr því sem ég hafði lifað við. Það breytti öllu. Ég var loksins tekin alvarlega. Ég bar þessa reynslu lengi með mér í þögn, reyndi alltaf að vera brosandi og jákvæð, sama hvað bjó undir yfirborðinu. Þegar þetta kom loks upp á yfirborðið tók við krefjandi tímabil, skyndilega voru margir sem vildu hjálpa, og ég er mjög þakklát fyrir fólkið sem stóð með mér í því ferli, mun aldrei gleyma því. En þegar ég varð eldri þurfti ég að takast á við afleiðingarnar sjálf.“ Móðurhlutverkið breytti öllu „Þetta hafði og hefur djúp áhrif á mig og breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig,“ segir Klaudia jafnframt. Á undanförnum árum hefur hún unnið markvisst í sínum bata, og hún tók meðvitaða ákvörðun um að rjúfa þögnina. Í dag er Klaudia 29 ára gömul. Hún kynntist sambýlismanni sínum fyrir níu árum og í dag eiga þau þrjú börn. „Eftir að ég varð móðir, þá urðu þessi sár enn dýpri á einhvern hátt. Ég myndi aldrei koma svona fram við börnin mín. Ég fór þá líka að hugsa: „ Af hverju vildi hann koma svona fram við mig ? Það er óskiljanlegt og sárt. Ég vissi að ég þyrfti að læra að veita sjálfri mér það sem ég vil veita börnunum mínum; skilning, mýkt, ást og öryggi. Það er eitthvað sem mig skorti sjálf þegar ég þurfti mest á því að halda.“ Þrátt fyrir að vera flutt af heimilinu á sínum tíma hélt Klaudia sambandi við föður sinn áfram í einhverri mynd – til dæmis með því að hann sendi systkinum þeirra gjafir eða kom í heimsókn. Sambandið rofnaði þó að mestu eftir að hún komst burt. „Traustið var farið. Ég hafði lokað á það sem áður var.“ Í dag hefur hún hefur ekki talað við föður sinn í nokkur ár. „Ég finn oft fyrir því að samfélagið sendi þau skilaboð að þolendur eigi að fyrirgefa eða þegja – einfaldlega af því að gerandinn er fjölskyldumeðlimur. Sama hvort um er að ræða andlegt eða líkamlegt ofbeldi, þá virðist ætlast til að maður sætti sig við það. Samfélagið hefur vissulega þróast en viðbrögðin eru enn oft á tíðum slæm.“ Nýr kafli Klaudia telur hiklaust að fjölmiðlar geti gegnt mikilvægu hlutverki í að brjóta þögnina í kringum ofbeldi. „Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar hafa mikið vald, bæði til góðs og slæms. Þegar fjallað er um ofbeldi af virðingu og næmni geta þeir orðið öflugir bandamenn í baráttunni gegn þögninni. En það skiptir líka máli að sýna þolendum virðingu og gæta því hvernig sögur eru settar fram. Mér finnst umræðan um heimilisofbeldi vissulega hafa aukist- sem er jákvætt, en mér finnst hún alls ekki vera stöðug. Það er alltaf hægt að gera betur. Þegar umræðan er sem hæst eru meiri líkur á að þolendur treysti sér til að stíga fram. Það er erfitt að brjóta niður þögnina og skömmina sem fylgir ofbeldinu. Mér finnst að það þurfi að auka fræðslu á breiðari vettvangi, og gera hana aðgengilegri á mannamáli fyrir fólk á öllum aldri. Við þurfum hlusta betur og taka orð barna alvarlega. Einnig verðum við að taka eftir því sem börn segja með hegðun sinni – því oft birtist vanlíðan eða ofbeldi í því hvernig þau haga sér. Mér finnst nauðsynlegt að efla fræðslu innan skólakerfisins og tryggja að allir sem starfa með börnum þekki merki ofbeldis, bæði í orðum og hegðun, og viti hvernig á að bregðast við af ábyrgð og hlýju.“ Eins og Klaudia lýsir því þá er fyrsta skrefið- að segja frá- oft langerfiðast.Aðsend Hleypur fyrir þá sem þora ekki að koma fram Í ágúst næstkomandi hyggst Klaudia hlaupa hálft maraþon – 21,1 kílómetra – til styrktar Bjarkarhlíð, þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Með hlaupinu vill hún varpa ljósi á starfsemi sem fær síður sviðsljósið en á það svo sannarlega skilið. Hún vill vekja athygli á þolendum ofbeldis og styrkja mikilvægt starf sem hún sjálf hefði þurft að eiga aðgang að þegar hún var yngri. „Mér finnst ótrúlega erfitt að stíga fram – en mér fannst ég verða að vera hreinskilin. Þetta hlaup snýst um meira en mig – þetta snýst um að opna umræðuna og hvetja aðra til að segja frá. Að hlaupa þetta maraþon endurspeglar mína vegferð – að endurheimta stjórn, brjóta upp þögnina og breyta sársaukanum í styrk. Ég er ekki bara að gera þetta fyrir mig, ég er að gera þetta fyrir alla sem hafa orðið fyrir ofbeldi og þurfa stuðning. Að hlaupa þetta maraþon endurspeglar mína vegferð, að endurheimta stjórn, brjóta upp þögnina og breyta sársaukanum í styrk. Þetta er mín leið til að sýna að þetta er ekki bara hlaup fyrir mér, heldur barátta sem tengist mér. Ég hleyp fyrir þá sem þora ekki koma fram. Fyrir þau sem lifðu með ofbeldi á heimilinu þar sem ástin átti að ríkja – en gerði það ekki. Ég hleyp fyrir Bjarkarhlíð þar sem unnið er einstakt og ómetanlegt starf. Þar er hlustað, þér er veittur stuðningur og þú færð öryggi – og ég veit af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvægt það er þegar maður loksins treystir sér til að segja frá.“ Hvaða skilaboðum viltu koma á framfæri til þeirra sem eru að glíma við svipaða reynslu og þú hefur gengið í gegnum? „Það sem þú upplifðir var ekki þér að kenna. Fyrsta skrefið er oft það erfiðasta – að segja frá. Ég vona að sagan mín hjálpi einhverjum öðrum að finna styrk. Því við eigum ekki að þurfa ganga gengum þetta ein.“ Hér má heita á Klaudiu og styðja við starfsemi Bjarkarhlíðar. Reykjavíkurmaraþon Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Frá Póllandi til Íslands Klaudia er ekki algengt nafn á Íslandi og það ber með sér skýra vísun til erlends uppruna. Foreldrar Klaudiu er bæði pólsk, nánar tiltekið frá Zamość, 60 þúsund manna borg í suðausturhluta landsins. Faðir Klaudiu flutti síðan til Íslands þegar hún var enn á leikskólaaldri. „Ég hitti hann af og til, á sumrin þegar hann kom til Póllands, en hann var ekki hluti af daglega lífinu mínu.“ Þegar Klaudia var 10 ára gömul ákvað faðir hennar að sækja um fullt forræði yfir henni og fá hana til Íslands. Hann taldi víst að Klaudia gætti átt betra líf hér á landi. Hún lýsir því hvernig hún sá fyrir sér nýtt og spennandi líf með föður sínum og upplifði ferðalagið sem ævintýri – sérstaklega þar sem hún hafði aldrei áður farið í flugvél og ólst upp við mikla fátækt í Póllandi. Mér fannst ég vera að fara í stórkostlegt ævintýri. Ég var bara barn og skildi ekki hvað beið mín. Nýtt umhverfi Aðlögunin að nýju lífi á Íslandi var bæði spennandi og yfirþyrmandi fyrir tíu ára gamla stelpu sem hafði aldrei farið út fyrir heimalandið sitt. Klaudia kom beint inn á heimili föður síns á Selfossi, þar sem hann bjó með nýrri konu og börnunum þeirra. Hún varð hluti af fjölskyldu sem hún þekkti lítið til. „Ég man að ég reyndi að fylgjast með öllum. Ég sagði lítið, bara til að falla inn í. Ég vildi ekki vera til ama.“ Hún var sett beint í íslenskan grunnskóla, án þess að tala íslensku. Það voru engin sérstök stuðningsúrræði fyrir börn af erlendum uppruna á þeim tíma, og hún þurfti að læra tungumálið og reglurnar með því að hlusta, herma og halda áfram. „Ég var mjög stressuð fyrst. Það var bara einn pólskur strákur í hverfinu, sem bjó á móti. Hann hjálpaði mér aðeins. Það var líka ein yndisleg kona, kennari í skólanum sem tók mig hálfpartinn að sér, og hún hjálpaði mér mikið.“ Líf í ótta Það leið ekki langur tími frá komu Klaudiu til Íslands þar til fyrstu merki ofbeldis af hálfu föður hennar komu í ljós. Hún var nýbyrjuð í íslenskum skóla og reyndi sitt besta við að aðlagast, læra tungumálið og finna sína stöðu í nýrri fjölskyldu. „Ég man þetta eins og það hafi gerst í gær. Ég var að leysa stærðfræðidæmi heima. Ég gerði það vitlaust og hann varð brjálaður. Hann tók í höndina á mér og sló mig í hnakkann. Ég fraus.“ Hún lýsir því hvernig líkamlega ofbeldinu fylgdi andlegt niðurbrot og stöðug ógn. Hún man eftir mörgum atvikum þar sem hún var slegin, refsað fyrir minnstu mistök og lifði í stöðugum ótta. „Það var ekki bara eitt atvik. Þetta var reglulegt. Ég vissi aldrei hvenær hann myndi missa stjórn. Ég reyndi að ganga á tánum, forðast að gera eitthvað „rangt“ – en það breytti engu.“ Þó hún hafi ekki alltaf verið með sýnilega áverka, var álagið stöðugt og ógnin raunveruleg. Hún segir einnig að hann hafi aðeins beðist afsökunar einu sinni – í fyrsta skiptið , en aldrei aftur. „Eftir fyrsta höggið baðst hann afsökunar. Eftir það kom það aldrei fyrir aftur ,hvorki afsökunarbeiðni né útskýring.“ Á heimilinu voru einnig önnur börn, hálfsystkini Klaudiu, en hún segir að ofbeldið hafi beinst sérstaklega að henni. „Það var bara ég. Ég veit að þau urðu kannski vitni að einhverju, eða urðu fyrir einhverri hegðun, en hann beitti mig ofbeldi – bæði andlegu og líkamlegu.“ Ofbeldið – bæði líkamlegt og andlegt – stóð yfir í um tvö til þrjú ár. Klaudia lýsir stjórnsemi, niðurlægingu og hótunum, og að hafa þurft að lifa við stöðugan ótta. Ég mátti ekki fara út. Hann tók af mér símann. Hann sagði mér að ég væri heimsk, að ég myndi aldrei ná neinu. Það var ekki bara högg – þetta var stjórnun. Þetta var líf í ótta. Hún lýsir því hvernig hún bar þessa reynslu í þögn í mörg ár, og hvernig hún óttaðist að segja frá. „Ég vissi að ef hann fengi póst frá skólanum þá yrði mér refsað.“ Á þessum tíma greindi hún einnig móður sinni frá ofbeldinu – í símtali frá Íslandi á meðan á jólafríi stóð. „Ég var skilin eftir ein heima á aðfangadag og þá fékk ég loks kjark til að hringja. Ég sagði henni frá öllu. Hún var í símanum með mér allan tímann, grét með mér – en hún gat ekki gert mikið. Hún var sjálf í erfiðum aðstæðum erlendis. Hún var föst.“ Klaudia tók meðvitaða ákvörðun um að rjúfa þögnina.Aðsend Vendipunktur Það var atvik í skólanum sem að lokum varð vendipunktur. Klaudia og vinkona hennar voru sendar til skólastjóra fyrir að tala í tíma og það var tilkynnt heim. „Ég varð stjörf af hræðslu. Ég vissi nákvæmlega hvað beið mín ef hann fengi póstinn.“ Daginn eftir mætti hún í skólann og sagði frá því sem hún hafði þurft að lifa við. Barnavernd kom inn í málið, hún var flutt tímabundið í fóstur hjá stuðningsfjölskyldu og flutti svo til frænku sinnar, þar sem hún bjó fram á unglingsár, á meðan hún hélt áfram í skóla og reyndi að endurbyggja öryggi í lífi sínu. „Ég var svo þakklát. Hún tók á móti mér og ég fékk loksins að vera í friði. Það var ekki auðvelt, en það var fyrsta skrefið að komast út úr því sem ég hafði lifað við. Það breytti öllu. Ég var loksins tekin alvarlega. Ég bar þessa reynslu lengi með mér í þögn, reyndi alltaf að vera brosandi og jákvæð, sama hvað bjó undir yfirborðinu. Þegar þetta kom loks upp á yfirborðið tók við krefjandi tímabil, skyndilega voru margir sem vildu hjálpa, og ég er mjög þakklát fyrir fólkið sem stóð með mér í því ferli, mun aldrei gleyma því. En þegar ég varð eldri þurfti ég að takast á við afleiðingarnar sjálf.“ Móðurhlutverkið breytti öllu „Þetta hafði og hefur djúp áhrif á mig og breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig,“ segir Klaudia jafnframt. Á undanförnum árum hefur hún unnið markvisst í sínum bata, og hún tók meðvitaða ákvörðun um að rjúfa þögnina. Í dag er Klaudia 29 ára gömul. Hún kynntist sambýlismanni sínum fyrir níu árum og í dag eiga þau þrjú börn. „Eftir að ég varð móðir, þá urðu þessi sár enn dýpri á einhvern hátt. Ég myndi aldrei koma svona fram við börnin mín. Ég fór þá líka að hugsa: „ Af hverju vildi hann koma svona fram við mig ? Það er óskiljanlegt og sárt. Ég vissi að ég þyrfti að læra að veita sjálfri mér það sem ég vil veita börnunum mínum; skilning, mýkt, ást og öryggi. Það er eitthvað sem mig skorti sjálf þegar ég þurfti mest á því að halda.“ Þrátt fyrir að vera flutt af heimilinu á sínum tíma hélt Klaudia sambandi við föður sinn áfram í einhverri mynd – til dæmis með því að hann sendi systkinum þeirra gjafir eða kom í heimsókn. Sambandið rofnaði þó að mestu eftir að hún komst burt. „Traustið var farið. Ég hafði lokað á það sem áður var.“ Í dag hefur hún hefur ekki talað við föður sinn í nokkur ár. „Ég finn oft fyrir því að samfélagið sendi þau skilaboð að þolendur eigi að fyrirgefa eða þegja – einfaldlega af því að gerandinn er fjölskyldumeðlimur. Sama hvort um er að ræða andlegt eða líkamlegt ofbeldi, þá virðist ætlast til að maður sætti sig við það. Samfélagið hefur vissulega þróast en viðbrögðin eru enn oft á tíðum slæm.“ Nýr kafli Klaudia telur hiklaust að fjölmiðlar geti gegnt mikilvægu hlutverki í að brjóta þögnina í kringum ofbeldi. „Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar hafa mikið vald, bæði til góðs og slæms. Þegar fjallað er um ofbeldi af virðingu og næmni geta þeir orðið öflugir bandamenn í baráttunni gegn þögninni. En það skiptir líka máli að sýna þolendum virðingu og gæta því hvernig sögur eru settar fram. Mér finnst umræðan um heimilisofbeldi vissulega hafa aukist- sem er jákvætt, en mér finnst hún alls ekki vera stöðug. Það er alltaf hægt að gera betur. Þegar umræðan er sem hæst eru meiri líkur á að þolendur treysti sér til að stíga fram. Það er erfitt að brjóta niður þögnina og skömmina sem fylgir ofbeldinu. Mér finnst að það þurfi að auka fræðslu á breiðari vettvangi, og gera hana aðgengilegri á mannamáli fyrir fólk á öllum aldri. Við þurfum hlusta betur og taka orð barna alvarlega. Einnig verðum við að taka eftir því sem börn segja með hegðun sinni – því oft birtist vanlíðan eða ofbeldi í því hvernig þau haga sér. Mér finnst nauðsynlegt að efla fræðslu innan skólakerfisins og tryggja að allir sem starfa með börnum þekki merki ofbeldis, bæði í orðum og hegðun, og viti hvernig á að bregðast við af ábyrgð og hlýju.“ Eins og Klaudia lýsir því þá er fyrsta skrefið- að segja frá- oft langerfiðast.Aðsend Hleypur fyrir þá sem þora ekki að koma fram Í ágúst næstkomandi hyggst Klaudia hlaupa hálft maraþon – 21,1 kílómetra – til styrktar Bjarkarhlíð, þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Með hlaupinu vill hún varpa ljósi á starfsemi sem fær síður sviðsljósið en á það svo sannarlega skilið. Hún vill vekja athygli á þolendum ofbeldis og styrkja mikilvægt starf sem hún sjálf hefði þurft að eiga aðgang að þegar hún var yngri. „Mér finnst ótrúlega erfitt að stíga fram – en mér fannst ég verða að vera hreinskilin. Þetta hlaup snýst um meira en mig – þetta snýst um að opna umræðuna og hvetja aðra til að segja frá. Að hlaupa þetta maraþon endurspeglar mína vegferð – að endurheimta stjórn, brjóta upp þögnina og breyta sársaukanum í styrk. Ég er ekki bara að gera þetta fyrir mig, ég er að gera þetta fyrir alla sem hafa orðið fyrir ofbeldi og þurfa stuðning. Að hlaupa þetta maraþon endurspeglar mína vegferð, að endurheimta stjórn, brjóta upp þögnina og breyta sársaukanum í styrk. Þetta er mín leið til að sýna að þetta er ekki bara hlaup fyrir mér, heldur barátta sem tengist mér. Ég hleyp fyrir þá sem þora ekki koma fram. Fyrir þau sem lifðu með ofbeldi á heimilinu þar sem ástin átti að ríkja – en gerði það ekki. Ég hleyp fyrir Bjarkarhlíð þar sem unnið er einstakt og ómetanlegt starf. Þar er hlustað, þér er veittur stuðningur og þú færð öryggi – og ég veit af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvægt það er þegar maður loksins treystir sér til að segja frá.“ Hvaða skilaboðum viltu koma á framfæri til þeirra sem eru að glíma við svipaða reynslu og þú hefur gengið í gegnum? „Það sem þú upplifðir var ekki þér að kenna. Fyrsta skrefið er oft það erfiðasta – að segja frá. Ég vona að sagan mín hjálpi einhverjum öðrum að finna styrk. Því við eigum ekki að þurfa ganga gengum þetta ein.“ Hér má heita á Klaudiu og styðja við starfsemi Bjarkarhlíðar.
Reykjavíkurmaraþon Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira