Innlent

Veiðigjöld, vopna­hlé og veður­blíða í bak­garðs­hlaupi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra lauk á alþingi í dag, en atkvæðagreiðslu um að vísa málinu til annarrar nefndar en upphaflega stóð til var frestað til mánudags.

Við fjöllum um veiðigjöldin sem voru til umræðu á Alþingi í dag, á mjög sérstökum laugardagsfundi þingsins. Fyrstu umræðu er lokið en hún var sú lengsta sinnar tegundar frá því skrifstofa Alþingis hóf að halda utan um slíka tölfræði. Við ræðum við atvinnuvegaráðherra um þá miklu andstöðu sem frumvarp hennar um breytingar á veiðigjaldi hefur mætt, heyrum brot af umræðum úr þingsal og ræðum við fulltrúa stjórnarandstöðunnar í beinni útsendingu.

Þá förum við yfir vopnahléið milli Indlands og Pakistan - en viðræðum um næstu skref verður fram haldið eftir helgi. Við fræðumst um mikilsverðar breytingar á flugflota Icelandair með Kristjáni Má, kíkjum á stórmerkilega ljósmyndasýningu, verðum í beinni frá Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð og sitthvað fleira.

Ekki missa af kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi, á slaginu hálf sjö.

Klippa: Kvöldfréttir 10. maí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×