„Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. maí 2025 19:01 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. vísir/ívar Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. Fyrstu umræðu um frumvarp til breytingu laga um veiðigjald lauk í dag eftir að Íslandsmet hafði verið slegið í lengd fyrstu umræðu á Alþingi. Umræðan stóð yfir hátt í 40 klukkustundir allt í allt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir framgöngu stjórnarandstöðunnar koma á óvart og valda vonbrigðum. Stjórnarandstaðan hafi unnið samstíga og kröftuglega gegn hagsmunum þjóðarinnar. „Það er auðvitað löngu liðið að þetta hafi verið eitthvað málefnalegt. Þetta var bara hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd síðustu daganna. Það er bara eins og það er. Þetta er vissulega réttur stjórnarandstöðunnar að ganga svona fram.“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar. Betra sé að nefndin sem sjái um skattamál ríkisins taki málið fyrir að hennar mati. Atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudag. „Það er bara alþekkt. Þetta gerir minnihlutinn gjarnan. Það er auðvitað þingsins að ákveða hvert þetta fer. Þannig ég geri engar athugasemdir við að svona tillaga komi fram. Það er bara hluti af þessari lýðræðislegu umræðu. Þetta mál á ekki bara stuðning þjóðarinnar. Heldur mjög öflugs meirihluta á þingi. Við munum klára það.“ Hanna Katrín hefur ekki verið viðstödd umræðuna síðan seinnipart miðvikudags og hefur verið erlendis. Fjármálaráðherra, sem svarar fyrir málið í fjarveru hennar, var ekki heldur viðstaddur í umræður á þingi í dag . Þetta hefur mætt gagnrýni frá stjórnarandstöðunni. „Ég átta mig alveg á því að þetta er ekki heppilegt en ég er hérna í persónulegum erindagjörðum. Það hefur verið ljóst síðan á síðasta ári. Að þetta væru tímasetningar sem ég þyrfti að vera erlendis. Á sama tíma og ég skil þetta þá er þetta bara því miður óhjákvæmilegt.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. 7. maí 2025 12:29 Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6. maí 2025 22:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp til breytingu laga um veiðigjald lauk í dag eftir að Íslandsmet hafði verið slegið í lengd fyrstu umræðu á Alþingi. Umræðan stóð yfir hátt í 40 klukkustundir allt í allt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir framgöngu stjórnarandstöðunnar koma á óvart og valda vonbrigðum. Stjórnarandstaðan hafi unnið samstíga og kröftuglega gegn hagsmunum þjóðarinnar. „Það er auðvitað löngu liðið að þetta hafi verið eitthvað málefnalegt. Þetta var bara hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd síðustu daganna. Það er bara eins og það er. Þetta er vissulega réttur stjórnarandstöðunnar að ganga svona fram.“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar. Betra sé að nefndin sem sjái um skattamál ríkisins taki málið fyrir að hennar mati. Atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudag. „Það er bara alþekkt. Þetta gerir minnihlutinn gjarnan. Það er auðvitað þingsins að ákveða hvert þetta fer. Þannig ég geri engar athugasemdir við að svona tillaga komi fram. Það er bara hluti af þessari lýðræðislegu umræðu. Þetta mál á ekki bara stuðning þjóðarinnar. Heldur mjög öflugs meirihluta á þingi. Við munum klára það.“ Hanna Katrín hefur ekki verið viðstödd umræðuna síðan seinnipart miðvikudags og hefur verið erlendis. Fjármálaráðherra, sem svarar fyrir málið í fjarveru hennar, var ekki heldur viðstaddur í umræður á þingi í dag . Þetta hefur mætt gagnrýni frá stjórnarandstöðunni. „Ég átta mig alveg á því að þetta er ekki heppilegt en ég er hérna í persónulegum erindagjörðum. Það hefur verið ljóst síðan á síðasta ári. Að þetta væru tímasetningar sem ég þyrfti að vera erlendis. Á sama tíma og ég skil þetta þá er þetta bara því miður óhjákvæmilegt.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. 7. maí 2025 12:29 Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6. maí 2025 22:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. 7. maí 2025 12:29
Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6. maí 2025 22:15