Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2025 20:10 Mikel Arteta huggar Jurrien Timber eftir tap Arsenal í Meistaradeildinni í vikunni. Getty/Richard Heathcote Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið undir mikill pressu frá sérfræðingum og stuðningsmönnum að finna framherja fyrir liðið og hann sjálfur segist vera að leita. Vandamálið er að það sé mjög erfitt að finna öflugan framherja í dag. Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í vikunni og þetta verður því fimmta tímabilið í röð án titils hjá liðinu. Eini stóri bikar liðsins undir stjórn Arteta var sigur liðsins í ensku bikarkeppninni á kórónuveiruárinu 2020. Það vantar aftur á móti ekki framherja sem hafa verið orðaðir við Arsenal síðustu misseri. Benjamin Sesko hjá Red Bull Leipzig, Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon og Alexander Isak hjá Newcastle hafa þannig allir verið orðaðir við Arsenal. Arteta segist vera sömu skoðunar og í janúarglugganum. „Þarf ég að hafa þetta eitthvað skýrara? Var ég ekki nægilega skýr í janúar? Ég talað um þetta mörgum sinnum þá og þið voru þá flestir í salnum. Mín skoðun hefur ekkert breyst,“ sagði Mikel Arteta. ESPN segir frá. Vill hafa bestu leikmennina „Ég vil búa til besta liðið og hafa bestu leikmennina. Ef við getum fengið þrjá markaskorara inn í liðið, fáum þessa leikmenn þá inn og búum til miklu betra lið,“ sagði Arteta. Arteta var spurður út í það hvort það væri erfitt að finna rétta manninn í þessa stöðu. „Líklegast er þetta erfiðasta staðan til að fylla því það eru ekki svo margir sem skora mikið af mörkum. Tölfræðin segir okkur það enda eru þeir ekki margir í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Arteta. „Ég vil bæta liðið en ekki síst að gera þá leikmenn, sem ég hef hjá mér í dag, enn betri. Ég vil hugsa vel um þá leikmenn sem eru að spila fyrir mig í dag,“ sagði Arteta. „Ég hef verið spurður út í marga leikmenn í þessu herbergi en þegar aðrir leikmenn hafa staðið sig betur en þeir, þá fæ ég engar slíkar spurningar,“ sagði Arteta. Staðreyndin er að þótt að Arsenal sé í öðru sæti eins og síðustu ár þá hefur liðið náð í mun færri stig. Höfum tekið skref til baka „Við höfum tekið skref til baka í ensku úrvalsdeildinni. Stigafjöldi okkar í ár segir okkur að við vorum ekki að standa okkur eins vel og tímabilin á undan. Það er augljóst,“ sagði Arteta. „Við þurftum að nota það til að leggja enn meira á okkur og stefna á það að gera betur á næstu leiktíð. Þessi tölfræði okkar ætti að vera hvatning til þess,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í vikunni og þetta verður því fimmta tímabilið í röð án titils hjá liðinu. Eini stóri bikar liðsins undir stjórn Arteta var sigur liðsins í ensku bikarkeppninni á kórónuveiruárinu 2020. Það vantar aftur á móti ekki framherja sem hafa verið orðaðir við Arsenal síðustu misseri. Benjamin Sesko hjá Red Bull Leipzig, Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon og Alexander Isak hjá Newcastle hafa þannig allir verið orðaðir við Arsenal. Arteta segist vera sömu skoðunar og í janúarglugganum. „Þarf ég að hafa þetta eitthvað skýrara? Var ég ekki nægilega skýr í janúar? Ég talað um þetta mörgum sinnum þá og þið voru þá flestir í salnum. Mín skoðun hefur ekkert breyst,“ sagði Mikel Arteta. ESPN segir frá. Vill hafa bestu leikmennina „Ég vil búa til besta liðið og hafa bestu leikmennina. Ef við getum fengið þrjá markaskorara inn í liðið, fáum þessa leikmenn þá inn og búum til miklu betra lið,“ sagði Arteta. Arteta var spurður út í það hvort það væri erfitt að finna rétta manninn í þessa stöðu. „Líklegast er þetta erfiðasta staðan til að fylla því það eru ekki svo margir sem skora mikið af mörkum. Tölfræðin segir okkur það enda eru þeir ekki margir í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Arteta. „Ég vil bæta liðið en ekki síst að gera þá leikmenn, sem ég hef hjá mér í dag, enn betri. Ég vil hugsa vel um þá leikmenn sem eru að spila fyrir mig í dag,“ sagði Arteta. „Ég hef verið spurður út í marga leikmenn í þessu herbergi en þegar aðrir leikmenn hafa staðið sig betur en þeir, þá fæ ég engar slíkar spurningar,“ sagði Arteta. Staðreyndin er að þótt að Arsenal sé í öðru sæti eins og síðustu ár þá hefur liðið náð í mun færri stig. Höfum tekið skref til baka „Við höfum tekið skref til baka í ensku úrvalsdeildinni. Stigafjöldi okkar í ár segir okkur að við vorum ekki að standa okkur eins vel og tímabilin á undan. Það er augljóst,“ sagði Arteta. „Við þurftum að nota það til að leggja enn meira á okkur og stefna á það að gera betur á næstu leiktíð. Þessi tölfræði okkar ætti að vera hvatning til þess,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira