Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2025 18:54 Breytingarnar voru kynntar á starfsmannafundi í Þjóðminjasafninu í dag. Vísir/Vilhelm Fornleifafræðingum fækkar um þrjá á Þjóðminjasafninu í uppsögnum. Þjóðminjavörður segir breytta verkefnastöðu og hagræðingu ástæðu fyrir uppsögnunum. Prófessor í sagnfræði hvetur til mótmæla vegna breytinganna. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að fjórir starfsmenn myndu missa vinnuna í uppsögnum á safninu þar af þrír fornleifafræðingur. Fimm störf verða lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis en ekki hefur verið fastur starfsmaður í ræstingum. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður segir alltaf miður að þurfa að grípa til uppsagna. „Það er breytt verkefnastaða innan safnsins ásamt hagræðingu í rekstri sem eru aðalástæður breytinganna en slíkt er óhjákvæmilegt þegar samtímis eru aðhaldskröfur frá stjórnvöldum, nýr stofnanasamningur tekur gildi og sértekjur safnins lækka,“ segir Harpa í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Sigurður Gylfi Magnússon er hugsi yfir uppsögnunum.Kristinn Ingvarsson Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segist í færslu á Facebook ekki eiga eitt aukatekið orð vegna breytinganna. „Nú vill svo til að ég þekki vel til tveggja þessara manna og ég fullyrði að þetta eru afburða góðir vísindamenn. Nú spyr ég: Hvernig er hægt að komast upp með svona framkomu án þess að gefa skýringar nema svona málamynda yfirklór. Hvernig er hægt að réttlæta það að segja upp þremur af fjórum fornleifafræðingum sem starfa við Þjóðminjasafn Íslands þegar þessi stofnun hefur fyrir nokkrum árum verið gerð að háskólastofnum sem krefst vísindalegra gæða af starfsfólki sínu. Er hægt að hugsa sér þjóðminjasafn án fornleifafræðinga? Hvar í heiminum væri slíkt á dagskrá?“ Harpa segir skipulagsbreytingar og uppsagnir í eðli sínu erfiðar og eðlilegt að fólk hafi skoðanir á þeim en því miður séu slíkar aðgerðir stundum nauðsynlegar. Um sé að ræða vel ígrundaðar ákvarðanir sem ætlað er að styrkja starfsemi og rekstur safnsins til lengri tíma. Hún telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af menningunni í landinu. „Nei, svo tel ég ekki vera, þvert á móti eru framtíðaráformin þau að auka breidd sérþekkingar innan safnsins. Þá er rétt að árétta að þó að þeim fækki sem hafa fornleifafræði að mennt hjá stofnuninni, þá eru enn starfandi 5 einstaklingar með sérmenntun í fornleifafræði og það er áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu.“ Sigurður Gylfi segir um tóma vitleysu að ræða. „Geta yfirmenn í svona stofnunum farið bara sínu fram án þess að gripið sé í taumana? Ég vil hvetja fagfólk í hugvísindum til að rísa upp og mótmæla þessum gjörningi. Þetta nær ekki nokkurri átt.“ Borgarskjalasafnið hafi verið lagt niður fyrir tveimur árum á afar hæpnum forsendum. „Skaðinn af þeim gjörningi var mikill og óbætanlegur. Ég verð að segja að ég hef verulegar áhyggjur af menningunni í landinu og stöðum mála hjá helstu menningarstofnunum. Nú hvet ég fólk til að láta í sér heyra, nú er nóg komið! Er ekki rétt fyrir menntamálayfirvöld að grípa í taumana?“ Fornminjar Háskólar Vinnumarkaður Söfn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að fjórir starfsmenn myndu missa vinnuna í uppsögnum á safninu þar af þrír fornleifafræðingur. Fimm störf verða lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis en ekki hefur verið fastur starfsmaður í ræstingum. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður segir alltaf miður að þurfa að grípa til uppsagna. „Það er breytt verkefnastaða innan safnsins ásamt hagræðingu í rekstri sem eru aðalástæður breytinganna en slíkt er óhjákvæmilegt þegar samtímis eru aðhaldskröfur frá stjórnvöldum, nýr stofnanasamningur tekur gildi og sértekjur safnins lækka,“ segir Harpa í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Sigurður Gylfi Magnússon er hugsi yfir uppsögnunum.Kristinn Ingvarsson Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segist í færslu á Facebook ekki eiga eitt aukatekið orð vegna breytinganna. „Nú vill svo til að ég þekki vel til tveggja þessara manna og ég fullyrði að þetta eru afburða góðir vísindamenn. Nú spyr ég: Hvernig er hægt að komast upp með svona framkomu án þess að gefa skýringar nema svona málamynda yfirklór. Hvernig er hægt að réttlæta það að segja upp þremur af fjórum fornleifafræðingum sem starfa við Þjóðminjasafn Íslands þegar þessi stofnun hefur fyrir nokkrum árum verið gerð að háskólastofnum sem krefst vísindalegra gæða af starfsfólki sínu. Er hægt að hugsa sér þjóðminjasafn án fornleifafræðinga? Hvar í heiminum væri slíkt á dagskrá?“ Harpa segir skipulagsbreytingar og uppsagnir í eðli sínu erfiðar og eðlilegt að fólk hafi skoðanir á þeim en því miður séu slíkar aðgerðir stundum nauðsynlegar. Um sé að ræða vel ígrundaðar ákvarðanir sem ætlað er að styrkja starfsemi og rekstur safnsins til lengri tíma. Hún telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af menningunni í landinu. „Nei, svo tel ég ekki vera, þvert á móti eru framtíðaráformin þau að auka breidd sérþekkingar innan safnsins. Þá er rétt að árétta að þó að þeim fækki sem hafa fornleifafræði að mennt hjá stofnuninni, þá eru enn starfandi 5 einstaklingar með sérmenntun í fornleifafræði og það er áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu.“ Sigurður Gylfi segir um tóma vitleysu að ræða. „Geta yfirmenn í svona stofnunum farið bara sínu fram án þess að gripið sé í taumana? Ég vil hvetja fagfólk í hugvísindum til að rísa upp og mótmæla þessum gjörningi. Þetta nær ekki nokkurri átt.“ Borgarskjalasafnið hafi verið lagt niður fyrir tveimur árum á afar hæpnum forsendum. „Skaðinn af þeim gjörningi var mikill og óbætanlegur. Ég verð að segja að ég hef verulegar áhyggjur af menningunni í landinu og stöðum mála hjá helstu menningarstofnunum. Nú hvet ég fólk til að láta í sér heyra, nú er nóg komið! Er ekki rétt fyrir menntamálayfirvöld að grípa í taumana?“
Fornminjar Háskólar Vinnumarkaður Söfn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent