Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Árni Jóhannsson skrifar 7. maí 2025 22:18 Þjálfari Njarðvíkinga Einar Árni Jóhannsson hafði í nægu að snúast. Vísir / Jón Gautur Hannesson Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, mátti vera ánægður með liðið sitt í kvöld. Þær náðu að knýja fram leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinni í körfubolta með því að vinna Hauka í æsispennandi leik 93-95. Einar Árni var beðinn um að útskýra hvernig hans konur lifðu af þennan leik eftir af eftir allt sem hafði gengið á. „Ætli maður verði ekki bara að benda á hvað við hreyfðum boltann vel og skutum honum vel. Paulina gerði vel í að halda þessu í jafnvægi og við fengum kött og sniðskot og hittum vel úr þristum. Hulda og Krista voru svo geggjaðar eins og ég þekki þær. Eina var beðinn um að tala aðeins um annan leikhlutann þar sem Njarðvíkingar skoruðu fyrstu 17 stigin. „Ég gerði mér reyndar ekki grein fyrir því að þetta voru fyrstu 17 stigin en mér fannst við spila fyrst og síðast þéttan og öflugan varnarleik. Frábært líka að sjá hversu mikið við skoruðum úr hraðaupphlaupum á meðan Haukar gerðu það ekki. Svo var þetta bara blanda af óheppni og klaufaskap að fara ekki með meira forskot inn í hálfleikinn. Við vitum líka að við erum að spila við gríðarlega öflugt lið á þeirra heimavelli og vissum að það kæmi áhlaup. Það er fegurðin við þennan leik. Ég hugsa að hlutlausir hafi verið sáttir með þetta en við hefðum getað passað boltann betur í seinni hálfleik þegar þær ná að skera niður forskotið hratt. Við hinsvegar stigum upp og það er fullt af stórum play-um í lokin.“ Um loka sókn Hauka í fyrri hálfleik, þar sem Diamond Battles skoraði fjögur stig í einni sókn hafði Einar Árni þetta að segja og augnablikin sem fylgdu: „Við vorum búnar að halda þeim í níu stigum í leikhlutanum en þarna fara þær upp í 13 stig. Við vorum búnar að gera hrikalega vel. Þetta var bara vel gert hjá henni. Það sat meira í mér hvernig við byrjuðum seinni en þær kláruðu fyrri.“ Hvernig var það fyrir Einar að fylgjast með þessu sem var í gangi í restina af leiknum? „Það er ótrúlega dýrmætt að fá svona aðgerðir eins frá Kristu. Það vita allir hverjir eru skorararnir okkar og stelpurnar sem eru í kringum þær eru að fá opin skot og Krista er búin að skjóta gríðarlega vel eftir að hún kom til baka úr erfiðum meiðslum. Ég er ótrúlega ánægður fyrir hennar hönd og liðsins því þegar Haukar fara í tvöfaldanir og þrefaldarnir þá verðum við að refsa fyrir það. Þær þora að taka stóru skotin og þær gerðu það svo sannarlega í dag.“ Það er eitt að vinna en að vinna með þessum hætti hvernig sér Einar það fyrir sér að það geti gefið Njarðvíki í einvíginu? „Ég sagði fyrir leik að þetta væri til þess að koma okkur heim. Við litum á þetta sem undanúrslitaleik til að koma okkur í úrslitaleik á laugardaginn. Við ætlum að kíkja vel á þennan leik, byggja ofan á það sem vel var gert, skera niður tapaða bolta til dæmi og koma aftur hingað.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Njarðvíkurkonur eyðilögðu Íslandsmestarapartý Haukanna á Ásvöllum í kvöld og tryggðu sér fjórða leikinn í úrslitaeinvígi Bónus deildar kvenna í körfubolta. Njarðvík vann leikinn 95-93 eftir æsispennandi lokasekúndur. 7. maí 2025 18:30 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Sjá meira
Einar Árni var beðinn um að útskýra hvernig hans konur lifðu af þennan leik eftir af eftir allt sem hafði gengið á. „Ætli maður verði ekki bara að benda á hvað við hreyfðum boltann vel og skutum honum vel. Paulina gerði vel í að halda þessu í jafnvægi og við fengum kött og sniðskot og hittum vel úr þristum. Hulda og Krista voru svo geggjaðar eins og ég þekki þær. Eina var beðinn um að tala aðeins um annan leikhlutann þar sem Njarðvíkingar skoruðu fyrstu 17 stigin. „Ég gerði mér reyndar ekki grein fyrir því að þetta voru fyrstu 17 stigin en mér fannst við spila fyrst og síðast þéttan og öflugan varnarleik. Frábært líka að sjá hversu mikið við skoruðum úr hraðaupphlaupum á meðan Haukar gerðu það ekki. Svo var þetta bara blanda af óheppni og klaufaskap að fara ekki með meira forskot inn í hálfleikinn. Við vitum líka að við erum að spila við gríðarlega öflugt lið á þeirra heimavelli og vissum að það kæmi áhlaup. Það er fegurðin við þennan leik. Ég hugsa að hlutlausir hafi verið sáttir með þetta en við hefðum getað passað boltann betur í seinni hálfleik þegar þær ná að skera niður forskotið hratt. Við hinsvegar stigum upp og það er fullt af stórum play-um í lokin.“ Um loka sókn Hauka í fyrri hálfleik, þar sem Diamond Battles skoraði fjögur stig í einni sókn hafði Einar Árni þetta að segja og augnablikin sem fylgdu: „Við vorum búnar að halda þeim í níu stigum í leikhlutanum en þarna fara þær upp í 13 stig. Við vorum búnar að gera hrikalega vel. Þetta var bara vel gert hjá henni. Það sat meira í mér hvernig við byrjuðum seinni en þær kláruðu fyrri.“ Hvernig var það fyrir Einar að fylgjast með þessu sem var í gangi í restina af leiknum? „Það er ótrúlega dýrmætt að fá svona aðgerðir eins frá Kristu. Það vita allir hverjir eru skorararnir okkar og stelpurnar sem eru í kringum þær eru að fá opin skot og Krista er búin að skjóta gríðarlega vel eftir að hún kom til baka úr erfiðum meiðslum. Ég er ótrúlega ánægður fyrir hennar hönd og liðsins því þegar Haukar fara í tvöfaldanir og þrefaldarnir þá verðum við að refsa fyrir það. Þær þora að taka stóru skotin og þær gerðu það svo sannarlega í dag.“ Það er eitt að vinna en að vinna með þessum hætti hvernig sér Einar það fyrir sér að það geti gefið Njarðvíki í einvíginu? „Ég sagði fyrir leik að þetta væri til þess að koma okkur heim. Við litum á þetta sem undanúrslitaleik til að koma okkur í úrslitaleik á laugardaginn. Við ætlum að kíkja vel á þennan leik, byggja ofan á það sem vel var gert, skera niður tapaða bolta til dæmi og koma aftur hingað.“
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Njarðvíkurkonur eyðilögðu Íslandsmestarapartý Haukanna á Ásvöllum í kvöld og tryggðu sér fjórða leikinn í úrslitaeinvígi Bónus deildar kvenna í körfubolta. Njarðvík vann leikinn 95-93 eftir æsispennandi lokasekúndur. 7. maí 2025 18:30 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Njarðvíkurkonur eyðilögðu Íslandsmestarapartý Haukanna á Ásvöllum í kvöld og tryggðu sér fjórða leikinn í úrslitaeinvígi Bónus deildar kvenna í körfubolta. Njarðvík vann leikinn 95-93 eftir æsispennandi lokasekúndur. 7. maí 2025 18:30
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn