„Því miður er þetta þrautalending“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2025 13:01 Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir það alltaf neyðarúrræði að bera fólk út. Vísir/Anton Brink Íbúi í húsnæði á vegum Félagsbústaða var í morgun borinn út þar sem hún hefur neitað að greiða leigu vegna nágranna sem hrellir aðra íbúa. Nágranninn fær á meðan að búa þar áfram. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir fólk ekki borið út nema búið sé að reyna allt til að leysa mál þeirra. Í gær greindi fréttastofa frá því að bera ætti konu út úr húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Konan hafði neitað að greiða leigu um nokkurt skeið, og bar fyrir sig að önnur kona sem býr í húsinu haldi öllum íbúum í heljargreipum og því hafi hún ekki viljað borga. Konan var borin út í morgun á meðan konan sem hrellir nágrannana býr þar enn. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir það alltaf lokaúrræði að bera fólk út. „Það þurfa allir að borga leigu. Ef það gerist ítrekað, það safnast upp og það er enginn vilji eða geta til að borga, þá því miður er þetta þrautalending. Þetta gerist ekki oft sem betur fer,“ segir Sigrún. Hún geti ekki tjáð sig um mál einstaka íbúa, en þegar kvartað er undan íbúum sé það rannsakað. „Hvort sem það er þarna eða annars staðar, ef það er ekki allt með felldu í stigagöngum eða fólki líður á einhvern hátt illa, þá tökum við á slíkum málum. Við könnum þau og reynum að gera það sem við getum til þess að leysa úr og skapa aðstæður þar sem fólki finnst það öruggt og getur liðið vel. Fólki er alltaf fyrst gefið tækifæri á að bæta ráð sig. Það rætt við það og málin könnuð. En málin geta endað leiðinlega. Og óheppilega fyrir þann sem í hlut á,“ segir Sigrún. Faðir konunnar sem var borin út kallaði eftir því í gær að Félagsbústaðir fái leiguna beint frá Tryggingastofnun í stað þess að örorkubætur séu afhentar fíkli sem á það til að nota peninginn í annað. „Auðvitað myndi það stuðla að auknu húsnæðisöryggi fyrir suma. En alls ekki alla. Þetta er alls ekki nauðsynlegt í langflestum tilvikum. En stundum væri það til þess að auka húsnæðisöryggi viðkomandi en það er ekki heimilt samkvæmt lögum eða reglum að hafa það fyrirkomulag,“ segir Sigrún. Reykjavík Félagsmál Fíkn Húsnæðismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Í gær greindi fréttastofa frá því að bera ætti konu út úr húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Konan hafði neitað að greiða leigu um nokkurt skeið, og bar fyrir sig að önnur kona sem býr í húsinu haldi öllum íbúum í heljargreipum og því hafi hún ekki viljað borga. Konan var borin út í morgun á meðan konan sem hrellir nágrannana býr þar enn. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir það alltaf lokaúrræði að bera fólk út. „Það þurfa allir að borga leigu. Ef það gerist ítrekað, það safnast upp og það er enginn vilji eða geta til að borga, þá því miður er þetta þrautalending. Þetta gerist ekki oft sem betur fer,“ segir Sigrún. Hún geti ekki tjáð sig um mál einstaka íbúa, en þegar kvartað er undan íbúum sé það rannsakað. „Hvort sem það er þarna eða annars staðar, ef það er ekki allt með felldu í stigagöngum eða fólki líður á einhvern hátt illa, þá tökum við á slíkum málum. Við könnum þau og reynum að gera það sem við getum til þess að leysa úr og skapa aðstæður þar sem fólki finnst það öruggt og getur liðið vel. Fólki er alltaf fyrst gefið tækifæri á að bæta ráð sig. Það rætt við það og málin könnuð. En málin geta endað leiðinlega. Og óheppilega fyrir þann sem í hlut á,“ segir Sigrún. Faðir konunnar sem var borin út kallaði eftir því í gær að Félagsbústaðir fái leiguna beint frá Tryggingastofnun í stað þess að örorkubætur séu afhentar fíkli sem á það til að nota peninginn í annað. „Auðvitað myndi það stuðla að auknu húsnæðisöryggi fyrir suma. En alls ekki alla. Þetta er alls ekki nauðsynlegt í langflestum tilvikum. En stundum væri það til þess að auka húsnæðisöryggi viðkomandi en það er ekki heimilt samkvæmt lögum eða reglum að hafa það fyrirkomulag,“ segir Sigrún.
Reykjavík Félagsmál Fíkn Húsnæðismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira