Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2025 12:01 Cecilía Rán Rúnarsdóttir var valin besti markvörður ítölsku A-deildarinnar á sinni fyrstu leiktíð í deildinni. Getty Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur svo sannarlega slegið í gegn með Inter á sinni fyrstu leiktíð í ítölsku A-deildinni í fótbolta og útlit er fyrir að hún verði áfram í deildinni. Cecilía kom til Inter að láni frá þýsku meisturunum í Bayern München og hefur spilað svo vel að hún var valin besti markvörður deildarinnar. Ítalski blaðamaðurinn Mauro Munno, sérfræðingur um kvennafótboltann á Ítalíu en þó sérstaklega um Juventus, fullyrðir á Twitter að Inter sé núna langt komið með að tryggja sér krafta Cecilíu til frambúðar. Samkvæmt Munno er Inter reiðubúið að greiða Bayern 100.000 evrur fyrir Cecilíu, eða jafnvirði um 15 milljóna króna, sem yrði metverð fyrir markvörð í ítölsku deildinni. Exclusive. Inter are close to definitively acquire Serie A best goalkeeper Cecilia Ran Runarsdottir (🇮🇸, 2003) from Bayern Munich. The deal may be made for over 100k euros. Record deal for a GK pic.twitter.com/lrKYtr1Jh7— Mauro Munno (@Maumunno) May 5, 2025 Cecilía fékk á sig 22 mörk í 22 deildarleikjum með Inter á leiktíðinni en hún varði 81 prósent skotanna sem á hana komu. Hún hélt hreinu í 9 af þessum 22 leikjum. Cecilía, sem er aðeins 21 árs gömul, varði líka tvær af fimm vítaspyrnum sem hún reyndi við. Lið Inter náði öðru sæti í deildinni en Juventus varð ítalskur meistari. Cecilía kom til Bayern München árið 2022, eftir að hafa verið á mála hjá Everton og að láni hjá Örebro í Svíþjóð, og hún skrifaði undir samning við Bayern sem gilda átti til 2026. Þessi fyrrverandi markvörður Aftureldingar/Fram og Fylkis hefur þó aðeins leikið einn deildarleik fyrir aðallið Bayern. Hún lék meira með varaliði félagsins en glímdi auk þess við meiðsli og missti af nánast allri leiktíðinni 2023-24 vegna hnémeiðsla. Ítalski boltinn Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Sjá meira
Cecilía kom til Inter að láni frá þýsku meisturunum í Bayern München og hefur spilað svo vel að hún var valin besti markvörður deildarinnar. Ítalski blaðamaðurinn Mauro Munno, sérfræðingur um kvennafótboltann á Ítalíu en þó sérstaklega um Juventus, fullyrðir á Twitter að Inter sé núna langt komið með að tryggja sér krafta Cecilíu til frambúðar. Samkvæmt Munno er Inter reiðubúið að greiða Bayern 100.000 evrur fyrir Cecilíu, eða jafnvirði um 15 milljóna króna, sem yrði metverð fyrir markvörð í ítölsku deildinni. Exclusive. Inter are close to definitively acquire Serie A best goalkeeper Cecilia Ran Runarsdottir (🇮🇸, 2003) from Bayern Munich. The deal may be made for over 100k euros. Record deal for a GK pic.twitter.com/lrKYtr1Jh7— Mauro Munno (@Maumunno) May 5, 2025 Cecilía fékk á sig 22 mörk í 22 deildarleikjum með Inter á leiktíðinni en hún varði 81 prósent skotanna sem á hana komu. Hún hélt hreinu í 9 af þessum 22 leikjum. Cecilía, sem er aðeins 21 árs gömul, varði líka tvær af fimm vítaspyrnum sem hún reyndi við. Lið Inter náði öðru sæti í deildinni en Juventus varð ítalskur meistari. Cecilía kom til Bayern München árið 2022, eftir að hafa verið á mála hjá Everton og að láni hjá Örebro í Svíþjóð, og hún skrifaði undir samning við Bayern sem gilda átti til 2026. Þessi fyrrverandi markvörður Aftureldingar/Fram og Fylkis hefur þó aðeins leikið einn deildarleik fyrir aðallið Bayern. Hún lék meira með varaliði félagsins en glímdi auk þess við meiðsli og missti af nánast allri leiktíðinni 2023-24 vegna hnémeiðsla.
Ítalski boltinn Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Sjá meira