„Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2025 10:02 Hlynur Bæringsson var Just wingin' it maður leiksins í Garðabæ í gær og viðurkenndi að hann þekkti kjúklingavængjastaðinn ansi vel. Stöð 2 Sport „Ég er í alvörunni þakklátur fyrir að fá að vera 42 ára og geta átt sæmilegan leik,“ sagði Hlynur Bæringsson, gamli landsliðsfyrirliðinn sem enn lætur til sín taka á körfuboltavellinum og er kominn í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Hlynur mætti í settið til sérfræðinganna í Bónus Körfuboltakvöldi strax eftir sigur Stjörnunnar í oddaleik gegn Grindavík í gær og fór vel yfir málin eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hlynur Bærings í setti eftir sigur í oddaleik Hlynur átti svo sannarlega sinn þátt í sigrinum í gær en hver var lykillinn að því? „Ég reyndi að sofa eins mikið og ég mögulega gat,“ sagði Hlynur léttur. „Ég var bara eins og björn. Ég bæði svaf út og lagði mig sem gerist aldrei hjá mér. Ég reyndi bara að hvíla mig sem allra mest og svo hugsa um leikinn, hvað ég gæti gert til að hjálpa liðinu mínu,“ sagði Hlynur og bætti við: „Ég er í þeirri stöðu núna að þetta hefði auðvitað getað verið síðasti leikurinn minn. Mig langaði að standa mig fyrir liðið mitt og mæta svolítið léttur til leiks, tilbúinn að keppa og gleyma mér,“ sagði Hlynur. Horfði upp í stúku og fylltist þakklæti Pavel Ermolinskij, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum en er þó fimm árum yngri en Hlynur, vildi vita hvernig tilfinningin væri að hafa haft svona mikil áhrif á oddaleik í undanúrslitum, fyrir mann sem verður 43 ára í sumar. „Þetta var alveg ólýsanlegt. Ég er ofboðslega meðvitaður um það að ég eigi ekki marga svona leiki eftir,“ sagði Hlynur og hélt áfram: „Ég horfði upp í stúku fyrir leik, bæði Grindavíkur- og Stjörnumegin… þetta hljómar kannski skringilega en ég var í alvörunni þakklátur fyrir að fá að vera 42 ára og geta átt sæmilegan leik. Það er ekki þannig á þessum aldri að líkaminn sé alltaf bara „on it“ þegar þig langar að keppa og geta hjálpað. Ég var bara þakklátur fyrir það.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Hlynur mætti í settið til sérfræðinganna í Bónus Körfuboltakvöldi strax eftir sigur Stjörnunnar í oddaleik gegn Grindavík í gær og fór vel yfir málin eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hlynur Bærings í setti eftir sigur í oddaleik Hlynur átti svo sannarlega sinn þátt í sigrinum í gær en hver var lykillinn að því? „Ég reyndi að sofa eins mikið og ég mögulega gat,“ sagði Hlynur léttur. „Ég var bara eins og björn. Ég bæði svaf út og lagði mig sem gerist aldrei hjá mér. Ég reyndi bara að hvíla mig sem allra mest og svo hugsa um leikinn, hvað ég gæti gert til að hjálpa liðinu mínu,“ sagði Hlynur og bætti við: „Ég er í þeirri stöðu núna að þetta hefði auðvitað getað verið síðasti leikurinn minn. Mig langaði að standa mig fyrir liðið mitt og mæta svolítið léttur til leiks, tilbúinn að keppa og gleyma mér,“ sagði Hlynur. Horfði upp í stúku og fylltist þakklæti Pavel Ermolinskij, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum en er þó fimm árum yngri en Hlynur, vildi vita hvernig tilfinningin væri að hafa haft svona mikil áhrif á oddaleik í undanúrslitum, fyrir mann sem verður 43 ára í sumar. „Þetta var alveg ólýsanlegt. Ég er ofboðslega meðvitaður um það að ég eigi ekki marga svona leiki eftir,“ sagði Hlynur og hélt áfram: „Ég horfði upp í stúku fyrir leik, bæði Grindavíkur- og Stjörnumegin… þetta hljómar kannski skringilega en ég var í alvörunni þakklátur fyrir að fá að vera 42 ára og geta átt sæmilegan leik. Það er ekki þannig á þessum aldri að líkaminn sé alltaf bara „on it“ þegar þig langar að keppa og geta hjálpað. Ég var bara þakklátur fyrir það.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum