Innlent

Gekk inn á lög­reglu­stöðina í annar­legu á­standi og var snar­lega hand­tekinn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Það er alltaf nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Það er alltaf nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Óviðræðuhæfur einstaklingur í mjög annarlegu ástandi rambaði inn á lögreglustöðina á Hlemmi í dag. Hann var um leið handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en að vanda var enginn lognmolla hjá þeim í dag.

Lögreglumenn á lögreglustöð eitt sem sinnir verkefnum í miðborginni, vesturbæ og Seltjarnarnesi, fóru á vettvang eftir að hafa borist tilkynning um heimilisofbeldi í hverfi 105. Ekki kemur fram hverjar málalyktir voru. Þá brugðust lögreglumenn einnig við tilkynningum um ósætti hjóna á milli í vesturbænum og ósætti innan fjölskyldu í Hlíðunum. 

Lögreglumenn á lögreglustöð þrjú fóru á vettvang tveggja umferðarslysa í Kópavogi en í hvorugu tilfelli hafði orðið slys á fólki. Þá var einnig brotist inn í heimahús í hverfi 203 og bíl í hverfi 201.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×